Íbúar Fredericton uggandi vegna mannskæðrar skotárásar Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2018 17:52 Lögreglan var með gífurlegan viðbúnað í dag. Vísir/AP Íbúum í hinni rólegu borg Fredericton í Kanda er verulega brugðið í kjölfar mannskæðar skotárásar í borginni í dag. Tveir lögregluþjónar eru meðal hinna látnu en ells eru fjórir látnir og einn er alvarlega særður. Einn maður hefur verið handtekinn vegna árásarinnar hann var særður alvarlega af lögregluþjónum. Lögreglan hefur ekki opinberað nöfn þeirra sem féllu í árásinni, né nafn árásarmannsins. Upplýsingar um árásina sjálfa liggja ekki fyrir en lögreglan lokaði íbúðarhverfi í borginni og sagði íbúum að halda sig á heimilum sínum. Haldinn verður blaðamannafundur í kvöld. Um 60 þúsund manns búa í Fredericton og er borgin talin afar róleg. Árið 2016 voru einungis framin ellefu morð í öllu fylkinu New Brunswick. Íbúar sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við segja skothríðina hafa staðið yfir með rikkjum í þó nokkurn tíma. Margar mínútur hafi liðið á milli þess að þau heyrðu skothljóð.Einn íbúi sem AP ræddi við segist aldrei áður hafa heyrt um svo alvarlegan glæp í Fredericton. „Þetta er ekki eitthvað sem við búumst við þegar við vöknum á morgnanna,“ sagði annar. Fyrstu tilkynningar um skothríð bárust um klukkan sjö í morgun (að staðartíma) og 7:47 gaf lögreglan út tilkynningu um að fólk ætti að halda sig frá svæðinu. Skömmu eftir klukkan átta sagði lögreglan að ótilgreindur fjöldi fólks væri látinn. Um klukkan hálf níu sáust lögregluþjónar umkringja fjölbýlishús og virtust þeir brjóta sér leið þar inn.Undanfarna mánuði hefur verið þó nokkuð um mannskæðar árásir í Kanada. Í síðasta mánuði hóf maður skothríð í fjölförnum stað í Toronto. Hann myrti tvo og særði þrettán en ekki liggur fyrir hvort hann hafi svo beint byssu sinni að sjálfum sér eða verið skotinn til bana af lögregluþjónum. Í apríl ók maður á hóp fólks í Toronto svo tíu létu lífið og fjórtán særðust. Þar að auki stendur enn yfir umfangsmikil rannsókn vegna fjöldamorðingja sem talinn er hafa myrt minnst átta menn í Toronto á síðustu árum.Bein útsending CBC Tengdar fréttir Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 14 særðust, birtist óhugnaleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. 25. apríl 2018 07:30 Árásarmaðurinn í Toronto ákærður fyrir morð Á Facebook-síðu sem er talin vera morðingjans lofaði hann mann sem myrti fólk við Kaliforníuháskóla árið 2014. 24. apríl 2018 15:09 Tveir látnir eftir kúlnahríð í Kanada Byssumaður og ung kona létust í skotárás í Toronto í Kanada í nótt. 23. júlí 2018 05:13 Minnst fjórir látnir í skotárás í Kanada Minnst fjórir eru látnir í skotárás í borginni Fredericton í austurhluta Kanada. 10. ágúst 2018 12:37 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Toronto Íslamska ríkið segist bera ábyrgð á árásinni í Toronto þar sem hinn 29 ára gamli Faisal Hussain skaut tíu ára stúlku og unga konu til bana á sunnudaginn. 25. júlí 2018 10:14 Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Trump bakkar Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Íbúum í hinni rólegu borg Fredericton í Kanda er verulega brugðið í kjölfar mannskæðar skotárásar í borginni í dag. Tveir lögregluþjónar eru meðal hinna látnu en ells eru fjórir látnir og einn er alvarlega særður. Einn maður hefur verið handtekinn vegna árásarinnar hann var særður alvarlega af lögregluþjónum. Lögreglan hefur ekki opinberað nöfn þeirra sem féllu í árásinni, né nafn árásarmannsins. Upplýsingar um árásina sjálfa liggja ekki fyrir en lögreglan lokaði íbúðarhverfi í borginni og sagði íbúum að halda sig á heimilum sínum. Haldinn verður blaðamannafundur í kvöld. Um 60 þúsund manns búa í Fredericton og er borgin talin afar róleg. Árið 2016 voru einungis framin ellefu morð í öllu fylkinu New Brunswick. Íbúar sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við segja skothríðina hafa staðið yfir með rikkjum í þó nokkurn tíma. Margar mínútur hafi liðið á milli þess að þau heyrðu skothljóð.Einn íbúi sem AP ræddi við segist aldrei áður hafa heyrt um svo alvarlegan glæp í Fredericton. „Þetta er ekki eitthvað sem við búumst við þegar við vöknum á morgnanna,“ sagði annar. Fyrstu tilkynningar um skothríð bárust um klukkan sjö í morgun (að staðartíma) og 7:47 gaf lögreglan út tilkynningu um að fólk ætti að halda sig frá svæðinu. Skömmu eftir klukkan átta sagði lögreglan að ótilgreindur fjöldi fólks væri látinn. Um klukkan hálf níu sáust lögregluþjónar umkringja fjölbýlishús og virtust þeir brjóta sér leið þar inn.Undanfarna mánuði hefur verið þó nokkuð um mannskæðar árásir í Kanada. Í síðasta mánuði hóf maður skothríð í fjölförnum stað í Toronto. Hann myrti tvo og særði þrettán en ekki liggur fyrir hvort hann hafi svo beint byssu sinni að sjálfum sér eða verið skotinn til bana af lögregluþjónum. Í apríl ók maður á hóp fólks í Toronto svo tíu létu lífið og fjórtán særðust. Þar að auki stendur enn yfir umfangsmikil rannsókn vegna fjöldamorðingja sem talinn er hafa myrt minnst átta menn í Toronto á síðustu árum.Bein útsending CBC
Tengdar fréttir Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 14 særðust, birtist óhugnaleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. 25. apríl 2018 07:30 Árásarmaðurinn í Toronto ákærður fyrir morð Á Facebook-síðu sem er talin vera morðingjans lofaði hann mann sem myrti fólk við Kaliforníuháskóla árið 2014. 24. apríl 2018 15:09 Tveir látnir eftir kúlnahríð í Kanada Byssumaður og ung kona létust í skotárás í Toronto í Kanada í nótt. 23. júlí 2018 05:13 Minnst fjórir látnir í skotárás í Kanada Minnst fjórir eru látnir í skotárás í borginni Fredericton í austurhluta Kanada. 10. ágúst 2018 12:37 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Toronto Íslamska ríkið segist bera ábyrgð á árásinni í Toronto þar sem hinn 29 ára gamli Faisal Hussain skaut tíu ára stúlku og unga konu til bana á sunnudaginn. 25. júlí 2018 10:14 Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Trump bakkar Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 14 særðust, birtist óhugnaleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. 25. apríl 2018 07:30
Árásarmaðurinn í Toronto ákærður fyrir morð Á Facebook-síðu sem er talin vera morðingjans lofaði hann mann sem myrti fólk við Kaliforníuháskóla árið 2014. 24. apríl 2018 15:09
Tveir látnir eftir kúlnahríð í Kanada Byssumaður og ung kona létust í skotárás í Toronto í Kanada í nótt. 23. júlí 2018 05:13
Minnst fjórir látnir í skotárás í Kanada Minnst fjórir eru látnir í skotárás í borginni Fredericton í austurhluta Kanada. 10. ágúst 2018 12:37
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Toronto Íslamska ríkið segist bera ábyrgð á árásinni í Toronto þar sem hinn 29 ára gamli Faisal Hussain skaut tíu ára stúlku og unga konu til bana á sunnudaginn. 25. júlí 2018 10:14
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent