Erlent

Minnst fjórir látnir í skotárás í Kanada

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Borgin Fredericton er merkt með rauðu á kortinu.
Borgin Fredericton er merkt með rauðu á kortinu. Skjáskot/Google maps

Minnst fjórir eru látnir, þar af tveir lögreglumenn, í skotárás í borginni Fredericton í austurhluta Kanada. Karlmaður er í haldi lögreglu grunaður um árásina.

Lögregla á svæðinu beindi því til íbúa Brookside Drive, íbúahverfis í borginni, að halda sig innandyra og læsa að sér. Kaffihús og verslanir læstu einnig viðskiptavini sína inni vegna ástandsins og hleyptu fólki hvorki inn né út.BBC hefur eftir fréttamanni á staðnum að fjögur byssuskot hafi heyrst rétt eftir klukkan sjö í morgun að staðartíma, eða um klukkan 11 að íslenskum tíma.Þá greindi lögregla í Fredericton frá því að tveir hinna látnu séu lögreglumenn. Þeir hafa ekki verið nafngreindir.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.