Erlent

Minnst fjórir látnir í skotárás í Kanada

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Borgin Fredericton er merkt með rauðu á kortinu.
Borgin Fredericton er merkt með rauðu á kortinu. Skjáskot/Google maps
Minnst fjórir eru látnir, þar af tveir lögreglumenn, í skotárás í borginni Fredericton í austurhluta Kanada. Karlmaður er í haldi lögreglu grunaður um árásina.

Lögregla á svæðinu beindi því til íbúa Brookside Drive, íbúahverfis í borginni, að halda sig innandyra og læsa að sér. Kaffihús og verslanir læstu einnig viðskiptavini sína inni vegna ástandsins og hleyptu fólki hvorki inn né út.

BBC hefur eftir fréttamanni á staðnum að fjögur byssuskot hafi heyrst rétt eftir klukkan sjö í morgun að staðartíma, eða um klukkan 11 að íslenskum tíma.

Þá greindi lögregla í Fredericton frá því að tveir hinna látnu séu lögreglumenn. Þeir hafa ekki verið nafngreindir.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×