Erlent

Donald Trump segir stuðning Kanye West skipta miklu máli

Bergþór Másson skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Kanye West, rappari, hönnuður, pródúsent og heimspekingur.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Kanye West, rappari, hönnuður, pródúsent og heimspekingur. Vísir/Getty
Fjöllistamaðurinn Kanye West kom fram í spjallþætti Jimmy Kimmel í fyrradag þar sem hann ræddi meðal annars um að opna á umræðu um andlega heilsu, klám, fjölskyldulíf sitt og Donald Trump. Bandaríkjaforsetinn tjáði sig um þáttinn á Twitter í gær.

Sjá einnig: Kanye West í skrautlegu viðtali hjá Kimmel: „Allt sem ég segi er frábært“

Kanye hefur áður lýst yfir stuðningi við Trump, og hefur hann ítrekað verndað hann, og þá frekar persónuleika hans heldur en pólitík, á Twitter og í viðtölum.

Sjá einnig: Hvað er í gangi hjá Kanye West?

Kanye sagði við Kimmel að „sem svartur tónlistarmaður, reyndu allir í kringum mig að velja kandídata fyrir mig og sögðu mér síðan að mér gæti ekki líkað vel við Trump.“

„Mér líkar í raun og veru vel við það að finna fyrir reiði frá fólki gagnvart mér,“ sagði Kanye í tengslum við stuðning hans opinberlega við Donald Trump.

Donald Trump var hæstánægður með ummæli Kanye og sagði á Twitter í gær að hann „vill þakka Kanye fyrir það að hann sé viljugur til þess að segja sannleikann.“ Trump greinir einnig frá því að atvinnuleysi svartra Bandaríkjamanna sé í sögulegu lágmarki. Að lokum þakkar hann Kanye fyrir stuðninginn og segir hann skipta miklu máli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×