Lífið

Kanye West kostaði James Corden 4,8 milljónir

Bergþór Másson skrifar
Kanye West og James Corden. Samsett mynd.
Kanye West og James Corden. Samsett mynd. Vísir/Getty

Fjöllistamaðurinn Kanye West er búinn að hætta við að koma fram í Carpool Karaoke hjá þáttarstjórnandanum James Corden þrisvar sinnum. Corden sagði tengdarmóður Kanye, raunveruleikaþáttamógúlnum Kris Jenner, frá þessu í spjallþætti sínum í gær.

Carpool Karaoke er dagskráliður í spjallþætti Corden þar sem hann fer á rúntinn með helstu listamönnum heims og saman syngja þau helstu slagara viðkomandi listamanns.
„Einu sinni hætti hann við bara þegar ég var að beygja inn götuna heima hjá honum, ég var fyrir utan hjá honum og þau (starfsfólk hans) sögðu að hann væri ekki í stuði fyrir þetta akkúrat núna.“ segir Corden.

Corden segir að vegna sífelldra afbókana hafi West kostað þáttinn hans 45.000 Bandaríkjadali, sem samsvara 4,8 milljón krónum.

Þrátt fyrir þetta er Corden ennþá mikill aðdáandi West og kallar hann „algjöran draum í dós.“

Hér má sjá brot úr spjallþætti Corden þar sem hann segir Kris Jenner frá flóknu sambandi sínu við Kanye.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.