Kanye West í skrautlegu viðtali hjá Kimmel: „Allt sem ég segi er frábært“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. ágúst 2018 12:30 Kanye West er einn vinsælasti tónlistarmaður heims. Rapparinn skrautlegi Kanye West var gestur hjá Jimmy Kimmel í gærkvöldi og fór hann mikinn eins og vanalega í viðtölum. Þar ræddi hann til að mynda Donald Trump og fund hans með Kim Kardashian, eiginkonu West. Tilefni fundarins var að ræða umbætur í fangelsismálum og þá sérstaklega mál 63 ára gamallar konu sem var dæmd í ævilangt fangelsi fyrir fíkniefnamisferli og hefur nú þegar afplánað rúm tuttugu ár. „Hún hefur ótrúlega mikla ástríðu fyrir svona verkefnum og það var ótrúlegt að fylgjast með henni í þessu ferli.“ Kimmel bar síðan fram þessa spurningu: Varst þú einhver tímann hræddur um að hugsa til þessa að konan þín væri ein í herbergi með Donald Trump?„Hann er glaumgosi, svo eitt er víst,“ sagði West og hló. „Mér líkar í raun og veru vel við það að finna fyrir reiði frá fólki gagnvart mér,“ sagði Kanye í tengslum við stuðning hans opinberlega við Donald Trump á sínum tíma. Í gegnum tíðina hefur Kanye sagt fullt af hlutum sem hefur farið illa í almenning.En sér hann eftir einhverju sem hann hefur sagt?„Mér finnst fólk einbeita sér of mikið af fortíðinni og eftirsjá. Ég hef oft heyrt um sögutíma í skólum en það er ekki til áfangi sem heitir framtíðaráfanginn. Við einbeitum okkur svo mikið af sagnfræði að við erum alltaf hrædd um að sagan endurtaki sig. Stundum þurfum við að vera óhrædd að segja nákvæmlega hvað okkur finnst, og hugsa ekki endilega alltaf út í afleiðingarnar. Ég ætla halda áfram Jimmy... því allt sem ég segi er frábært,“ sagði Kanye og hélt auðvitað áfram og talaði í mjög myndrænu máli. „Við ofverndum alla í kringum okkur. Það eru alltaf allir hræddir um einhver meiðist eða verði særður. Getur þú ímyndað þér hvað fjölmiðlafulltrúa mínum fannst um það að ég væri að fara sjónvarpsviðtal? Ég er bara að mæta hingað út af því að mér finnst það geggjað og ég elska Jimmy.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við West. Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Rapparinn skrautlegi Kanye West var gestur hjá Jimmy Kimmel í gærkvöldi og fór hann mikinn eins og vanalega í viðtölum. Þar ræddi hann til að mynda Donald Trump og fund hans með Kim Kardashian, eiginkonu West. Tilefni fundarins var að ræða umbætur í fangelsismálum og þá sérstaklega mál 63 ára gamallar konu sem var dæmd í ævilangt fangelsi fyrir fíkniefnamisferli og hefur nú þegar afplánað rúm tuttugu ár. „Hún hefur ótrúlega mikla ástríðu fyrir svona verkefnum og það var ótrúlegt að fylgjast með henni í þessu ferli.“ Kimmel bar síðan fram þessa spurningu: Varst þú einhver tímann hræddur um að hugsa til þessa að konan þín væri ein í herbergi með Donald Trump?„Hann er glaumgosi, svo eitt er víst,“ sagði West og hló. „Mér líkar í raun og veru vel við það að finna fyrir reiði frá fólki gagnvart mér,“ sagði Kanye í tengslum við stuðning hans opinberlega við Donald Trump á sínum tíma. Í gegnum tíðina hefur Kanye sagt fullt af hlutum sem hefur farið illa í almenning.En sér hann eftir einhverju sem hann hefur sagt?„Mér finnst fólk einbeita sér of mikið af fortíðinni og eftirsjá. Ég hef oft heyrt um sögutíma í skólum en það er ekki til áfangi sem heitir framtíðaráfanginn. Við einbeitum okkur svo mikið af sagnfræði að við erum alltaf hrædd um að sagan endurtaki sig. Stundum þurfum við að vera óhrædd að segja nákvæmlega hvað okkur finnst, og hugsa ekki endilega alltaf út í afleiðingarnar. Ég ætla halda áfram Jimmy... því allt sem ég segi er frábært,“ sagði Kanye og hélt auðvitað áfram og talaði í mjög myndrænu máli. „Við ofverndum alla í kringum okkur. Það eru alltaf allir hræddir um einhver meiðist eða verði særður. Getur þú ímyndað þér hvað fjölmiðlafulltrúa mínum fannst um það að ég væri að fara sjónvarpsviðtal? Ég er bara að mæta hingað út af því að mér finnst það geggjað og ég elska Jimmy.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við West.
Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira