Enski boltinn

Liverpool selur Klavan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klavan er farinn frá Liverpool.
Klavan er farinn frá Liverpool. vísir/getty

Liverpool hefur selt varnarmanninn Ragnar Klavan til ítalska úrvalsdeildarliðsins Cagliari. Kaupverðið er talið tvær milljónir punda.

Klavan gekk í raðir Liverpool frá Augsburg sumarið 2016 en þessi 32 ára gamli varnarmaður hefur nú ákveðið að söðla um eftir tvö ár á Anfield.

Þrátt fyrir að hann hafi átt erfitt með að festa sæti sitt í byrjunarliðinu hjá Jurgen Klopp þá spilaði Klavan yfir 50 leiki fyrir Liverpool.

Á tíma sínum hjá Anfield varð hann fyrsti eistneski leikmaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni er hann skoraði sigurmarkið gegn Burnley fyrr á þessu ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.