Enski boltinn

Liverpool selur Klavan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klavan er farinn frá Liverpool.
Klavan er farinn frá Liverpool. vísir/getty
Liverpool hefur selt varnarmanninn Ragnar Klavan til ítalska úrvalsdeildarliðsins Cagliari. Kaupverðið er talið tvær milljónir punda.

Klavan gekk í raðir Liverpool frá Augsburg sumarið 2016 en þessi 32 ára gamli varnarmaður hefur nú ákveðið að söðla um eftir tvö ár á Anfield.

Þrátt fyrir að hann hafi átt erfitt með að festa sæti sitt í byrjunarliðinu hjá Jurgen Klopp þá spilaði Klavan yfir 50 leiki fyrir Liverpool.

Á tíma sínum hjá Anfield varð hann fyrsti eistneski leikmaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni er hann skoraði sigurmarkið gegn Burnley fyrr á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×