Trump fékk nýtt bréf frá vini sínum í Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 2. ágúst 2018 15:55 Kim Jong-Un (til hægri) og Donald Trump (til vinstri). Vísir/AP Hvíta húsið hefur opinberað að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, barst nýtt bréf frá Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Það var gert í kjölfar þess að Trump tísti í nótt þar sem hann þakkaði Kim kumpánalega fyrir „indælt bréf“ og sagðist forsetinn „hlakka til þess“ að hitt Kim brátt. Ekkert hefur verið sagt um hvað í bréfinu stóð að öðru leyti en að það hafi snúið að fundi þeirra Trump og Kim í Singapúr. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar innan Hvíta hússins hefur nýr fundur þeirra ekki verið skipulagður.Í tístinu þakkar Trump Kim fyrir að senda líkamsleifar rúmlega 50 bandarískra hermanna sem féllu í Kóreustríðinu til Bandaríkjanna og segir það vera „ljúft“ af einræðisherranum sem hefur margsinnis verið sakaður um gífurlega umfangsmikil mannréttindabrot í Norður-Kóreu. Er um að ræða mikla breytingu frá því að Trump kallaði Kim meðal annars „stuttan og feitan“. Þá hefur Kim sagt Trump vera geðveikan.Thank you to Chairman Kim Jong Un for keeping your word & starting the process of sending home the remains of our great and beloved missing fallen! I am not at all surprised that you took this kind action. Also, thank you for your nice letter - l look forward to seeing you soon! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 2, 2018 Leyniþjónusta Bandaríkjanna telur sig hafa vísbendingar um að ríkisstjórn Kim vinni að smíði nýrra eldflauga. Það sé gert í sömu verksmiðju og framleiddi fyrstu langdrægu eldflaug ríkisins sem gæti verið skotið að meginlandi Bandaríkjanna. Áður hefur komið í ljós að Bandaríkin telji Norður-Kóreumenn halda áfram að auðga úran fyrir kjarnorkuvopn.Sjá einnig: Telja Norður-Kóreu vinna að smíði nýrra eldflaugaStjórnvöld Bandaríkjanna hafa haldið því fram að á fundi leiðtoganna hafi Kim samþykkt að láta kjarnorkuvopn sín af hendi og veita sérfræðingum og eftirlitsaðilum aðgang að ríkinu svo afvopnun gæti verið staðfest. Ríkisstjórn Kim er þó ekki á þeim nótum að einræðisherrann hafi samþykkt að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Í síðasta mánuði sakaði Norður-Kórea Bandaríkin um ribbaldaskap í kröfum sínum. Það gerðu þeir eftir að Pompeo yfirgaf Norður-Kóreu og sögðu forsvarsmenn einræðisríkisins að kröfur Pompeo hefðu ekki verið í anda fundarins í Singapúr. Ríkismiðill Norður-Kóreu gagnrýnd Pompeo harðlega fyrir að krefjast þess að ríkið losaði sig alfarið við kjarnorkuvopn.Í kjölfar fundarins hefur Mike Pompeo, utanríkisráðherra Trump, kallað eftir því að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu verði fylgt hart eftir og ekki verði látið af þrýstingi gagnvart Norður-Kóreu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06 Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28 Nauðsynlegt að fylgja þvingunum gegn Norður-Kóreu eftir Það sé eina leiðin til að ríkið losi sig við kjarnorkuvopn sín. 20. júlí 2018 17:58 Norður-Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Hvíta húsið hefur opinberað að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, barst nýtt bréf frá Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Það var gert í kjölfar þess að Trump tísti í nótt þar sem hann þakkaði Kim kumpánalega fyrir „indælt bréf“ og sagðist forsetinn „hlakka til þess“ að hitt Kim brátt. Ekkert hefur verið sagt um hvað í bréfinu stóð að öðru leyti en að það hafi snúið að fundi þeirra Trump og Kim í Singapúr. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar innan Hvíta hússins hefur nýr fundur þeirra ekki verið skipulagður.Í tístinu þakkar Trump Kim fyrir að senda líkamsleifar rúmlega 50 bandarískra hermanna sem féllu í Kóreustríðinu til Bandaríkjanna og segir það vera „ljúft“ af einræðisherranum sem hefur margsinnis verið sakaður um gífurlega umfangsmikil mannréttindabrot í Norður-Kóreu. Er um að ræða mikla breytingu frá því að Trump kallaði Kim meðal annars „stuttan og feitan“. Þá hefur Kim sagt Trump vera geðveikan.Thank you to Chairman Kim Jong Un for keeping your word & starting the process of sending home the remains of our great and beloved missing fallen! I am not at all surprised that you took this kind action. Also, thank you for your nice letter - l look forward to seeing you soon! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 2, 2018 Leyniþjónusta Bandaríkjanna telur sig hafa vísbendingar um að ríkisstjórn Kim vinni að smíði nýrra eldflauga. Það sé gert í sömu verksmiðju og framleiddi fyrstu langdrægu eldflaug ríkisins sem gæti verið skotið að meginlandi Bandaríkjanna. Áður hefur komið í ljós að Bandaríkin telji Norður-Kóreumenn halda áfram að auðga úran fyrir kjarnorkuvopn.Sjá einnig: Telja Norður-Kóreu vinna að smíði nýrra eldflaugaStjórnvöld Bandaríkjanna hafa haldið því fram að á fundi leiðtoganna hafi Kim samþykkt að láta kjarnorkuvopn sín af hendi og veita sérfræðingum og eftirlitsaðilum aðgang að ríkinu svo afvopnun gæti verið staðfest. Ríkisstjórn Kim er þó ekki á þeim nótum að einræðisherrann hafi samþykkt að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Í síðasta mánuði sakaði Norður-Kórea Bandaríkin um ribbaldaskap í kröfum sínum. Það gerðu þeir eftir að Pompeo yfirgaf Norður-Kóreu og sögðu forsvarsmenn einræðisríkisins að kröfur Pompeo hefðu ekki verið í anda fundarins í Singapúr. Ríkismiðill Norður-Kóreu gagnrýnd Pompeo harðlega fyrir að krefjast þess að ríkið losaði sig alfarið við kjarnorkuvopn.Í kjölfar fundarins hefur Mike Pompeo, utanríkisráðherra Trump, kallað eftir því að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu verði fylgt hart eftir og ekki verði látið af þrýstingi gagnvart Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06 Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28 Nauðsynlegt að fylgja þvingunum gegn Norður-Kóreu eftir Það sé eina leiðin til að ríkið losi sig við kjarnorkuvopn sín. 20. júlí 2018 17:58 Norður-Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06
Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28
Nauðsynlegt að fylgja þvingunum gegn Norður-Kóreu eftir Það sé eina leiðin til að ríkið losi sig við kjarnorkuvopn sín. 20. júlí 2018 17:58
Norður-Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31
Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45
Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53