Emmanuel Macron sakaður um að hylma yfir ofbeldi öryggisvarðar síns Sylvía Hall skrifar 20. júlí 2018 15:29 Emmanuel Macron er sagður hafa vitað af atburðunum frá 2. maí, degi eftir mótmælin. Hér sést Benalla hægra meginn við forsetann. Vísir/Getty Öryggisvörður Emmanuel Macron Frakklandsforseta var færður í varðhald í morgun eftir að myndband af honum birtist í fjölmiðlum í vikunni þar sem hann sést beita tvo mótmælendur ofbeldi, klæddur í einkennisklæði lögreglumanns. Alexandre Benalla, öryggisvörðurinn sem um ræðir, starfar í innsta hring Macron. Myndbandið sem um ræðir var tekið í mótmælum sem fóru fram á verkalýðsdaginn þann 1. maí síðastliðinn. Benalla hafði beðið um frídag til þess að fylgjast með störfum lögreglu þann daginn, en hann starfaði áður sem öryggisvörður en þó aldrei innan lögreglunnar. Í mótmælunum veittist Benalla að tveimur mótmælendum, karli og konu, og dró þau úr fjöldanum þar sem hann réðst á manninn, lamdi hann og stappaði á honum. Óeirðalögregla fylgdist með framgöngu Benalla án þess að skerast í leikinn, en Benalla var klæddur sem lögregluþjónn á mótmælunum. ALERTA VIOLENCES POLICIÈRES DES POLICIERS TABASSENT ET GAZENT TOUT LE MONDE PLACE CONTREESCARPE !! FAITES TOURNER IL FAUT QUE TOUT LE MONDE VOIT !!#ViolencesPolicieres#1erMaipic.twitter.com/Dabr6HHwyJ — Taha Bouhafs (@T_Bouhafs) 1 May 2018 Sjónarvottar segja það hafa verið augljóst að maðurinn sem varð fyrir ofbeldinu hafi verið sárkvalinn og aðferðir Benalla voru ekki eitthvað sem þekkist innan lögreglunnar. Atvikið hafi verið óeðlilegt og ólöglegt.Emmanuel Macron ásamt Alexandre Benalla.Vísir/GettyReyndi að eyða öryggismyndefni eftir fréttaflutning Benalla var sendur í tveggja vikna leyfi í kjölfar árásarinnar, en sneri aftur til starfa eftir það. Hann var settur í annarskonar störf, en hélt þó starfi sínu í innsta hring forsetans og var meðal annars í liðsrútunni ásamt forsetanum eftir sigurinn á heimsmeistaramótinu. Eftir að myndbandið komst í dreifingu í fjölmiðlum reyndi Benalla, ásamt fleiri starfsmönnum forsetans, að komast yfir öryggismyndefni og stela því. Þrír lögreglumenn, þar á meðal tveir háttsettir innan stéttarinnar, voru sendir í leyfi eftir atvikið.Uppsagnarferli í vinnslu hjá forsetanum Í yfirlýsingu frá Élysée höllinni segir að forsetinn sé þegar í stað farinn að vinna í uppsögn Benalla eftir að nýjar staðreyndir í máli hans komu upp á yfirborðið. Þingmenn í Frakklandi hafa tjáð sig um málið og segja það vera með öllu óásættanlegt. Élysée höllin hafi vitað af atvikinu 2. maí og ekki vísað því til lögreglunnar, heldur sett Benalla í tveggja vikna leyfi frá störfum í kjölfarið. Þingmenn frá báðum vængjum stjórnmálanna hafa sakað forsetann um að hylma yfir með ofbeldi öryggisvarðarins og hafa bent á að meðferð málsins væri með öðrum hætti ef um væri að ræða venjulegan borgara. Benalla gæti átt yfir höfði sér ákærur fyrir ofbeldisglæp, fyrir að klæða sig ólöglega upp sem lögreglumann og að hafa reynt að stela öryggismyndefni og eyða sönnunargögnum. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Öryggisvörður Emmanuel Macron Frakklandsforseta var færður í varðhald í morgun eftir að myndband af honum birtist í fjölmiðlum í vikunni þar sem hann sést beita tvo mótmælendur ofbeldi, klæddur í einkennisklæði lögreglumanns. Alexandre Benalla, öryggisvörðurinn sem um ræðir, starfar í innsta hring Macron. Myndbandið sem um ræðir var tekið í mótmælum sem fóru fram á verkalýðsdaginn þann 1. maí síðastliðinn. Benalla hafði beðið um frídag til þess að fylgjast með störfum lögreglu þann daginn, en hann starfaði áður sem öryggisvörður en þó aldrei innan lögreglunnar. Í mótmælunum veittist Benalla að tveimur mótmælendum, karli og konu, og dró þau úr fjöldanum þar sem hann réðst á manninn, lamdi hann og stappaði á honum. Óeirðalögregla fylgdist með framgöngu Benalla án þess að skerast í leikinn, en Benalla var klæddur sem lögregluþjónn á mótmælunum. ALERTA VIOLENCES POLICIÈRES DES POLICIERS TABASSENT ET GAZENT TOUT LE MONDE PLACE CONTREESCARPE !! FAITES TOURNER IL FAUT QUE TOUT LE MONDE VOIT !!#ViolencesPolicieres#1erMaipic.twitter.com/Dabr6HHwyJ — Taha Bouhafs (@T_Bouhafs) 1 May 2018 Sjónarvottar segja það hafa verið augljóst að maðurinn sem varð fyrir ofbeldinu hafi verið sárkvalinn og aðferðir Benalla voru ekki eitthvað sem þekkist innan lögreglunnar. Atvikið hafi verið óeðlilegt og ólöglegt.Emmanuel Macron ásamt Alexandre Benalla.Vísir/GettyReyndi að eyða öryggismyndefni eftir fréttaflutning Benalla var sendur í tveggja vikna leyfi í kjölfar árásarinnar, en sneri aftur til starfa eftir það. Hann var settur í annarskonar störf, en hélt þó starfi sínu í innsta hring forsetans og var meðal annars í liðsrútunni ásamt forsetanum eftir sigurinn á heimsmeistaramótinu. Eftir að myndbandið komst í dreifingu í fjölmiðlum reyndi Benalla, ásamt fleiri starfsmönnum forsetans, að komast yfir öryggismyndefni og stela því. Þrír lögreglumenn, þar á meðal tveir háttsettir innan stéttarinnar, voru sendir í leyfi eftir atvikið.Uppsagnarferli í vinnslu hjá forsetanum Í yfirlýsingu frá Élysée höllinni segir að forsetinn sé þegar í stað farinn að vinna í uppsögn Benalla eftir að nýjar staðreyndir í máli hans komu upp á yfirborðið. Þingmenn í Frakklandi hafa tjáð sig um málið og segja það vera með öllu óásættanlegt. Élysée höllin hafi vitað af atvikinu 2. maí og ekki vísað því til lögreglunnar, heldur sett Benalla í tveggja vikna leyfi frá störfum í kjölfarið. Þingmenn frá báðum vængjum stjórnmálanna hafa sakað forsetann um að hylma yfir með ofbeldi öryggisvarðarins og hafa bent á að meðferð málsins væri með öðrum hætti ef um væri að ræða venjulegan borgara. Benalla gæti átt yfir höfði sér ákærur fyrir ofbeldisglæp, fyrir að klæða sig ólöglega upp sem lögreglumann og að hafa reynt að stela öryggismyndefni og eyða sönnunargögnum.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira