Emmanuel Macron sakaður um að hylma yfir ofbeldi öryggisvarðar síns Sylvía Hall skrifar 20. júlí 2018 15:29 Emmanuel Macron er sagður hafa vitað af atburðunum frá 2. maí, degi eftir mótmælin. Hér sést Benalla hægra meginn við forsetann. Vísir/Getty Öryggisvörður Emmanuel Macron Frakklandsforseta var færður í varðhald í morgun eftir að myndband af honum birtist í fjölmiðlum í vikunni þar sem hann sést beita tvo mótmælendur ofbeldi, klæddur í einkennisklæði lögreglumanns. Alexandre Benalla, öryggisvörðurinn sem um ræðir, starfar í innsta hring Macron. Myndbandið sem um ræðir var tekið í mótmælum sem fóru fram á verkalýðsdaginn þann 1. maí síðastliðinn. Benalla hafði beðið um frídag til þess að fylgjast með störfum lögreglu þann daginn, en hann starfaði áður sem öryggisvörður en þó aldrei innan lögreglunnar. Í mótmælunum veittist Benalla að tveimur mótmælendum, karli og konu, og dró þau úr fjöldanum þar sem hann réðst á manninn, lamdi hann og stappaði á honum. Óeirðalögregla fylgdist með framgöngu Benalla án þess að skerast í leikinn, en Benalla var klæddur sem lögregluþjónn á mótmælunum. ALERTA VIOLENCES POLICIÈRES DES POLICIERS TABASSENT ET GAZENT TOUT LE MONDE PLACE CONTREESCARPE !! FAITES TOURNER IL FAUT QUE TOUT LE MONDE VOIT !!#ViolencesPolicieres#1erMaipic.twitter.com/Dabr6HHwyJ — Taha Bouhafs (@T_Bouhafs) 1 May 2018 Sjónarvottar segja það hafa verið augljóst að maðurinn sem varð fyrir ofbeldinu hafi verið sárkvalinn og aðferðir Benalla voru ekki eitthvað sem þekkist innan lögreglunnar. Atvikið hafi verið óeðlilegt og ólöglegt.Emmanuel Macron ásamt Alexandre Benalla.Vísir/GettyReyndi að eyða öryggismyndefni eftir fréttaflutning Benalla var sendur í tveggja vikna leyfi í kjölfar árásarinnar, en sneri aftur til starfa eftir það. Hann var settur í annarskonar störf, en hélt þó starfi sínu í innsta hring forsetans og var meðal annars í liðsrútunni ásamt forsetanum eftir sigurinn á heimsmeistaramótinu. Eftir að myndbandið komst í dreifingu í fjölmiðlum reyndi Benalla, ásamt fleiri starfsmönnum forsetans, að komast yfir öryggismyndefni og stela því. Þrír lögreglumenn, þar á meðal tveir háttsettir innan stéttarinnar, voru sendir í leyfi eftir atvikið.Uppsagnarferli í vinnslu hjá forsetanum Í yfirlýsingu frá Élysée höllinni segir að forsetinn sé þegar í stað farinn að vinna í uppsögn Benalla eftir að nýjar staðreyndir í máli hans komu upp á yfirborðið. Þingmenn í Frakklandi hafa tjáð sig um málið og segja það vera með öllu óásættanlegt. Élysée höllin hafi vitað af atvikinu 2. maí og ekki vísað því til lögreglunnar, heldur sett Benalla í tveggja vikna leyfi frá störfum í kjölfarið. Þingmenn frá báðum vængjum stjórnmálanna hafa sakað forsetann um að hylma yfir með ofbeldi öryggisvarðarins og hafa bent á að meðferð málsins væri með öðrum hætti ef um væri að ræða venjulegan borgara. Benalla gæti átt yfir höfði sér ákærur fyrir ofbeldisglæp, fyrir að klæða sig ólöglega upp sem lögreglumann og að hafa reynt að stela öryggismyndefni og eyða sönnunargögnum. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Sjá meira
Öryggisvörður Emmanuel Macron Frakklandsforseta var færður í varðhald í morgun eftir að myndband af honum birtist í fjölmiðlum í vikunni þar sem hann sést beita tvo mótmælendur ofbeldi, klæddur í einkennisklæði lögreglumanns. Alexandre Benalla, öryggisvörðurinn sem um ræðir, starfar í innsta hring Macron. Myndbandið sem um ræðir var tekið í mótmælum sem fóru fram á verkalýðsdaginn þann 1. maí síðastliðinn. Benalla hafði beðið um frídag til þess að fylgjast með störfum lögreglu þann daginn, en hann starfaði áður sem öryggisvörður en þó aldrei innan lögreglunnar. Í mótmælunum veittist Benalla að tveimur mótmælendum, karli og konu, og dró þau úr fjöldanum þar sem hann réðst á manninn, lamdi hann og stappaði á honum. Óeirðalögregla fylgdist með framgöngu Benalla án þess að skerast í leikinn, en Benalla var klæddur sem lögregluþjónn á mótmælunum. ALERTA VIOLENCES POLICIÈRES DES POLICIERS TABASSENT ET GAZENT TOUT LE MONDE PLACE CONTREESCARPE !! FAITES TOURNER IL FAUT QUE TOUT LE MONDE VOIT !!#ViolencesPolicieres#1erMaipic.twitter.com/Dabr6HHwyJ — Taha Bouhafs (@T_Bouhafs) 1 May 2018 Sjónarvottar segja það hafa verið augljóst að maðurinn sem varð fyrir ofbeldinu hafi verið sárkvalinn og aðferðir Benalla voru ekki eitthvað sem þekkist innan lögreglunnar. Atvikið hafi verið óeðlilegt og ólöglegt.Emmanuel Macron ásamt Alexandre Benalla.Vísir/GettyReyndi að eyða öryggismyndefni eftir fréttaflutning Benalla var sendur í tveggja vikna leyfi í kjölfar árásarinnar, en sneri aftur til starfa eftir það. Hann var settur í annarskonar störf, en hélt þó starfi sínu í innsta hring forsetans og var meðal annars í liðsrútunni ásamt forsetanum eftir sigurinn á heimsmeistaramótinu. Eftir að myndbandið komst í dreifingu í fjölmiðlum reyndi Benalla, ásamt fleiri starfsmönnum forsetans, að komast yfir öryggismyndefni og stela því. Þrír lögreglumenn, þar á meðal tveir háttsettir innan stéttarinnar, voru sendir í leyfi eftir atvikið.Uppsagnarferli í vinnslu hjá forsetanum Í yfirlýsingu frá Élysée höllinni segir að forsetinn sé þegar í stað farinn að vinna í uppsögn Benalla eftir að nýjar staðreyndir í máli hans komu upp á yfirborðið. Þingmenn í Frakklandi hafa tjáð sig um málið og segja það vera með öllu óásættanlegt. Élysée höllin hafi vitað af atvikinu 2. maí og ekki vísað því til lögreglunnar, heldur sett Benalla í tveggja vikna leyfi frá störfum í kjölfarið. Þingmenn frá báðum vængjum stjórnmálanna hafa sakað forsetann um að hylma yfir með ofbeldi öryggisvarðarins og hafa bent á að meðferð málsins væri með öðrum hætti ef um væri að ræða venjulegan borgara. Benalla gæti átt yfir höfði sér ákærur fyrir ofbeldisglæp, fyrir að klæða sig ólöglega upp sem lögreglumann og að hafa reynt að stela öryggismyndefni og eyða sönnunargögnum.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Sjá meira