Báðir spænsku risarnir á eftir stjörnuleikmönnum Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2018 11:30 Eden Hazard og Willian fagna saman marki með Chelsea. Vísir/Getty Það hefur verið mikil óvissa í kringum næsta tímabil hjá ensku bikarmeisturunum Chelsea og ekki síst vegna þess að eigandinn Roman Abramovich tók sér furðulega langan tíma að reka Antonio Conte. Leikmannamálin hafa því verið í uppnámi og félagið hefur ekki styrkt sig til þessa í sumar. Þvert á móti þá hafa tveir stjörnuleikmenn liðsins verið orðaðir við önnur félög. Chelsea missti frá sér Englandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð og þótt að liðið hafi unnið enska bikarinn í vor þá datt liðið alla leið niður í fimmta sætið og missti af Meistaradeildarsæti. Það gæti orðið erfiðara og í minnsta kosti miklu dýrara að fá til síns toppleikmenn þegar það verður engin Meistaradeild á Stamford Bridge í vetur. Nú vilja bæði Real Madrid og Barcelona fá til sín tvo af bestu leikmönnum Lundúnaliðsins. Daily Mail slær því upp í morgun að Real Madrid, í leit að eftirmanni Cristiano Ronaldo, sé að undirbúa 150 milljón punda tilboð í hinn 27 ára gamla Eden Hazard. Eden Hazard hefur talað um draum sinn um að spila fyrir lið eins og Real Madrid Daily Mail segir síðan í annarri frétt að Chelsea hafi fengið annað tilboð frá Barcelona í Brasilíumanninn Willian og það hljómi upp á 60 milljónir punda. Chelsea hafði áður hafnað 50 milljón punda tilboði í þennan 29 ára Brasilíumann. Það er gott að spila með Chelsea en þegar lið eins og Real Madrid eða Barcelona eru að banka á dyrnar þá má búast við því að báðir þessir leikmenn séu mjög spenntir. Eden Hazard og Willian fóru báðir langt með liðum sínum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi og Hazard spilar ekki síðasta leikinn sinn fyrr en á morgun. Það er því smá frí framundan en það gæti kannski styst í annan endann komin kall um læknisskoðun á Bernabeu eða Nou Camp.Eden Hazard og Willian mættust á HM með Belgíu og Brasilíu.Vísir/Getty Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira
Það hefur verið mikil óvissa í kringum næsta tímabil hjá ensku bikarmeisturunum Chelsea og ekki síst vegna þess að eigandinn Roman Abramovich tók sér furðulega langan tíma að reka Antonio Conte. Leikmannamálin hafa því verið í uppnámi og félagið hefur ekki styrkt sig til þessa í sumar. Þvert á móti þá hafa tveir stjörnuleikmenn liðsins verið orðaðir við önnur félög. Chelsea missti frá sér Englandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð og þótt að liðið hafi unnið enska bikarinn í vor þá datt liðið alla leið niður í fimmta sætið og missti af Meistaradeildarsæti. Það gæti orðið erfiðara og í minnsta kosti miklu dýrara að fá til síns toppleikmenn þegar það verður engin Meistaradeild á Stamford Bridge í vetur. Nú vilja bæði Real Madrid og Barcelona fá til sín tvo af bestu leikmönnum Lundúnaliðsins. Daily Mail slær því upp í morgun að Real Madrid, í leit að eftirmanni Cristiano Ronaldo, sé að undirbúa 150 milljón punda tilboð í hinn 27 ára gamla Eden Hazard. Eden Hazard hefur talað um draum sinn um að spila fyrir lið eins og Real Madrid Daily Mail segir síðan í annarri frétt að Chelsea hafi fengið annað tilboð frá Barcelona í Brasilíumanninn Willian og það hljómi upp á 60 milljónir punda. Chelsea hafði áður hafnað 50 milljón punda tilboði í þennan 29 ára Brasilíumann. Það er gott að spila með Chelsea en þegar lið eins og Real Madrid eða Barcelona eru að banka á dyrnar þá má búast við því að báðir þessir leikmenn séu mjög spenntir. Eden Hazard og Willian fóru báðir langt með liðum sínum á heimsmeistaramótinu í Rússlandi og Hazard spilar ekki síðasta leikinn sinn fyrr en á morgun. Það er því smá frí framundan en það gæti kannski styst í annan endann komin kall um læknisskoðun á Bernabeu eða Nou Camp.Eden Hazard og Willian mættust á HM með Belgíu og Brasilíu.Vísir/Getty
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira