Erlent

Boris Becker enn að berjast á barmi gjaldþrots

Gunnar Reynir Valþórsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Boris Becker segir málið mjög ósanngjarnt.
Boris Becker segir málið mjög ósanngjarnt. vísir/getty

Tennisstjarnan víðfræga Boris Becker, sem vann þrjú Wimbledon mót á sínum farsæla ferli rambar nú á barmi gjaldþrots. Hann er þó að reyna að komast undan því að verða lýstur gjaldþrota og hefur aðferðin sem hann notar vakið nokkra athygli.

Becker, sem er Þjóðverji búsettur í Bretlandi, var nefnilega í apríl síðastliðnum gerður að sérstökum sendiherra Miðafríkulýðveldisins gagnvart Evrópusambandinu með áherslu á íþrótta- mannúðar- og menningarmál. Þetta þýðir að Becker er með stöðu diplómata í Bretlandi, og þá er ekki hægt að lýsa gjaldþrota.

Fyrst var farið fram á gjaldþrot Beckers síðasta sumar og hefur hann reynt að berjast gegn því fyrir breskum dómstólum með ýmsum hætti, og nú síðast með því að gerast sendiherra.Reyndi að selja bikara

Samkvæmt frétt BBC var fyrst reynt að lýsa Becker gjaldþrota árið 2017 vegna skuldar við bankann Arbuthnot Latham. Stórstjarnan ætlaði þá að reyna að selja bikarana sína en í janúar á þessu ári var sagt frá því að þeir væru týndir.

„Herra Becker man ekki hvar bikararnir eru staðsettir,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Beckers og fyrirtækisins í Lundúnum sem aðstoðar hann með þessi mál.

Becker segir að þetta mál sé bæði ósanngjarnt og óréttlætanlegt. Hann hafi nú óskað eftir diplómatísku friðhelgi til að reyna að stöðva „þennan farsa.“


Tengdar fréttir

Boris Becker gjaldþrota

Tenniskappinn fyrrverandi Boris Becker hefur verið úrskurðaður gjaldþrota af dómstól í London.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.