Boris Becker enn að berjast á barmi gjaldþrots Gunnar Reynir Valþórsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 15. júní 2018 08:15 Boris Becker segir málið mjög ósanngjarnt. vísir/getty Tennisstjarnan víðfræga Boris Becker, sem vann þrjú Wimbledon mót á sínum farsæla ferli rambar nú á barmi gjaldþrots. Hann er þó að reyna að komast undan því að verða lýstur gjaldþrota og hefur aðferðin sem hann notar vakið nokkra athygli. Becker, sem er Þjóðverji búsettur í Bretlandi, var nefnilega í apríl síðastliðnum gerður að sérstökum sendiherra Miðafríkulýðveldisins gagnvart Evrópusambandinu með áherslu á íþrótta- mannúðar- og menningarmál. Þetta þýðir að Becker er með stöðu diplómata í Bretlandi, og þá er ekki hægt að lýsa gjaldþrota. Fyrst var farið fram á gjaldþrot Beckers síðasta sumar og hefur hann reynt að berjast gegn því fyrir breskum dómstólum með ýmsum hætti, og nú síðast með því að gerast sendiherra.Diplomatic honours for me ! I have been appointed by the Central African Republic as its Attache' for Sports/Humanitarian/Cultural Affairs in the European Union — Boris Becker (@TheBorisBecker) April 27, 2018 Reyndi að selja bikara Samkvæmt frétt BBC var fyrst reynt að lýsa Becker gjaldþrota árið 2017 vegna skuldar við bankann Arbuthnot Latham. Stórstjarnan ætlaði þá að reyna að selja bikarana sína en í janúar á þessu ári var sagt frá því að þeir væru týndir. „Herra Becker man ekki hvar bikararnir eru staðsettir,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Beckers og fyrirtækisins í Lundúnum sem aðstoðar hann með þessi mál. Becker segir að þetta mál sé bæði ósanngjarnt og óréttlætanlegt. Hann hafi nú óskað eftir diplómatísku friðhelgi til að reyna að stöðva „þennan farsa.“ Tengdar fréttir Becker gjaldþrota og vill selja bikara upp í skuldir en veit ekki hvar þeir eru Þýski tenniskappinn fyrrverandi er ekkert í alltof góðum málum því hann er búinn að týna næstum öllum risamótabikurunum sínum. 25. janúar 2018 15:45 Boris Becker gjaldþrota Tenniskappinn fyrrverandi Boris Becker hefur verið úrskurðaður gjaldþrota af dómstól í London. 22. júní 2017 12:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Tennisstjarnan víðfræga Boris Becker, sem vann þrjú Wimbledon mót á sínum farsæla ferli rambar nú á barmi gjaldþrots. Hann er þó að reyna að komast undan því að verða lýstur gjaldþrota og hefur aðferðin sem hann notar vakið nokkra athygli. Becker, sem er Þjóðverji búsettur í Bretlandi, var nefnilega í apríl síðastliðnum gerður að sérstökum sendiherra Miðafríkulýðveldisins gagnvart Evrópusambandinu með áherslu á íþrótta- mannúðar- og menningarmál. Þetta þýðir að Becker er með stöðu diplómata í Bretlandi, og þá er ekki hægt að lýsa gjaldþrota. Fyrst var farið fram á gjaldþrot Beckers síðasta sumar og hefur hann reynt að berjast gegn því fyrir breskum dómstólum með ýmsum hætti, og nú síðast með því að gerast sendiherra.Diplomatic honours for me ! I have been appointed by the Central African Republic as its Attache' for Sports/Humanitarian/Cultural Affairs in the European Union — Boris Becker (@TheBorisBecker) April 27, 2018 Reyndi að selja bikara Samkvæmt frétt BBC var fyrst reynt að lýsa Becker gjaldþrota árið 2017 vegna skuldar við bankann Arbuthnot Latham. Stórstjarnan ætlaði þá að reyna að selja bikarana sína en í janúar á þessu ári var sagt frá því að þeir væru týndir. „Herra Becker man ekki hvar bikararnir eru staðsettir,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Beckers og fyrirtækisins í Lundúnum sem aðstoðar hann með þessi mál. Becker segir að þetta mál sé bæði ósanngjarnt og óréttlætanlegt. Hann hafi nú óskað eftir diplómatísku friðhelgi til að reyna að stöðva „þennan farsa.“
Tengdar fréttir Becker gjaldþrota og vill selja bikara upp í skuldir en veit ekki hvar þeir eru Þýski tenniskappinn fyrrverandi er ekkert í alltof góðum málum því hann er búinn að týna næstum öllum risamótabikurunum sínum. 25. janúar 2018 15:45 Boris Becker gjaldþrota Tenniskappinn fyrrverandi Boris Becker hefur verið úrskurðaður gjaldþrota af dómstól í London. 22. júní 2017 12:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Becker gjaldþrota og vill selja bikara upp í skuldir en veit ekki hvar þeir eru Þýski tenniskappinn fyrrverandi er ekkert í alltof góðum málum því hann er búinn að týna næstum öllum risamótabikurunum sínum. 25. janúar 2018 15:45
Boris Becker gjaldþrota Tenniskappinn fyrrverandi Boris Becker hefur verið úrskurðaður gjaldþrota af dómstól í London. 22. júní 2017 12:00