Hefur áhyggjur af framtíð Atlantshafsbandalagsins: „Pólitísk óveðurský á lofti“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2018 14:03 Stoltenberg líkir upplausnarástandinu við "pólitískt óveðurský“ og að Trump hafi stofnað samvinnu vesturlandanna í hættu. visir/getty Það hriktir í stoðum Atlantshafsbandalagsins að sögn Jens Stoltenbergs, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins en í grein sem hann skrifaði á Guardian í dag upplýsir hann um þá bresti sem hafa komið upp í samskiptum aðildarríkjanna sem starfa saman í hernaðarbandalaginu eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Stoltenberg líkir upplausnarástandinu við „pólitískt óveðurský“ og að Trump hafi stofnað samvinnu vesturlandanna í hættu. Stoltenberg hefur verulegar áhyggjur af framtíð NATO og hefur brugðist við með því að biðla til allra aðildarríkjanna um að leggja hönd á plóg til að forða bandalaginu frá glötun. „Frá því að bandalagið var stofnað fyrir rúmlega 70 árum síðan hafa íbúar Evrópu og Norður Ameríku notið fordæmalauss tímabils friðar og velsældar. En núna, aftur á móti, og að því er viðkemur hinu pólitíska sviði hafa komið upp brestir í samskiptunum.“Það hriktir í stoðum Atlantshafssambandsins.vísir/gettyHelstu deilumálin eru viðskipti og tollamál, loftslagsbreytingar og kjarnorkusamningur við Íran en þar eru aðildarríkin á öndverðum meiði og Bandaríkin á skjön við vilja hinna ríkjanna. „Þessi ágreiningur er raunverulegur og hann hverfur ekki á einni nóttu. Það stendur raunar hvergi að Atlantshafsbandalagið muni lifa af, vaxa og dafna til eilífðarnóns en það þýðir heldur ekki að sé upplausn sé óhjákvæmileg. Við getum hlúð að því og þeim sameiginlega ávinningi sem af því hlýst.“ Stoltenberg segir að Bandaríkin auk aðildarríkjanna verði að gera sér grein fyrir nauðsyn samheldni á þessum viðsjárverðu tímum sem við lifum í heimssögunni. Bandaríkin Tengdar fréttir Þrír mánuðir af óvissu: Segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. 15. júní 2018 11:29 „Við myndum ekki líða það ef Ísland gerði það sem Íran er að gera“ Mike Pompeo, nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna notaði Ísland sem dæmi til þess að verja hertar aðgerðir ríkisstjórnar Donald Trump gegn Írönum á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í gær. 23. maí 2018 22:46 Evrópa mun innleiða frekari tolla á bandarískt stál Angela Merkel, kanslari Þýskalands segir að Evrópa muni svara ákvörðun Bandaríkjanna um að styðja ekki yfirlýsingu G7 ríkjanna með hertum tollum á bandarískar afurðir. 10. júní 2018 22:06 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira
Það hriktir í stoðum Atlantshafsbandalagsins að sögn Jens Stoltenbergs, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins en í grein sem hann skrifaði á Guardian í dag upplýsir hann um þá bresti sem hafa komið upp í samskiptum aðildarríkjanna sem starfa saman í hernaðarbandalaginu eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Stoltenberg líkir upplausnarástandinu við „pólitískt óveðurský“ og að Trump hafi stofnað samvinnu vesturlandanna í hættu. Stoltenberg hefur verulegar áhyggjur af framtíð NATO og hefur brugðist við með því að biðla til allra aðildarríkjanna um að leggja hönd á plóg til að forða bandalaginu frá glötun. „Frá því að bandalagið var stofnað fyrir rúmlega 70 árum síðan hafa íbúar Evrópu og Norður Ameríku notið fordæmalauss tímabils friðar og velsældar. En núna, aftur á móti, og að því er viðkemur hinu pólitíska sviði hafa komið upp brestir í samskiptunum.“Það hriktir í stoðum Atlantshafssambandsins.vísir/gettyHelstu deilumálin eru viðskipti og tollamál, loftslagsbreytingar og kjarnorkusamningur við Íran en þar eru aðildarríkin á öndverðum meiði og Bandaríkin á skjön við vilja hinna ríkjanna. „Þessi ágreiningur er raunverulegur og hann hverfur ekki á einni nóttu. Það stendur raunar hvergi að Atlantshafsbandalagið muni lifa af, vaxa og dafna til eilífðarnóns en það þýðir heldur ekki að sé upplausn sé óhjákvæmileg. Við getum hlúð að því og þeim sameiginlega ávinningi sem af því hlýst.“ Stoltenberg segir að Bandaríkin auk aðildarríkjanna verði að gera sér grein fyrir nauðsyn samheldni á þessum viðsjárverðu tímum sem við lifum í heimssögunni.
Bandaríkin Tengdar fréttir Þrír mánuðir af óvissu: Segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. 15. júní 2018 11:29 „Við myndum ekki líða það ef Ísland gerði það sem Íran er að gera“ Mike Pompeo, nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna notaði Ísland sem dæmi til þess að verja hertar aðgerðir ríkisstjórnar Donald Trump gegn Írönum á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í gær. 23. maí 2018 22:46 Evrópa mun innleiða frekari tolla á bandarískt stál Angela Merkel, kanslari Þýskalands segir að Evrópa muni svara ákvörðun Bandaríkjanna um að styðja ekki yfirlýsingu G7 ríkjanna með hertum tollum á bandarískar afurðir. 10. júní 2018 22:06 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira
Þrír mánuðir af óvissu: Segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. 15. júní 2018 11:29
„Við myndum ekki líða það ef Ísland gerði það sem Íran er að gera“ Mike Pompeo, nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna notaði Ísland sem dæmi til þess að verja hertar aðgerðir ríkisstjórnar Donald Trump gegn Írönum á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í gær. 23. maí 2018 22:46
Evrópa mun innleiða frekari tolla á bandarískt stál Angela Merkel, kanslari Þýskalands segir að Evrópa muni svara ákvörðun Bandaríkjanna um að styðja ekki yfirlýsingu G7 ríkjanna með hertum tollum á bandarískar afurðir. 10. júní 2018 22:06