Hefur áhyggjur af framtíð Atlantshafsbandalagsins: „Pólitísk óveðurský á lofti“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2018 14:03 Stoltenberg líkir upplausnarástandinu við "pólitískt óveðurský“ og að Trump hafi stofnað samvinnu vesturlandanna í hættu. visir/getty Það hriktir í stoðum Atlantshafsbandalagsins að sögn Jens Stoltenbergs, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins en í grein sem hann skrifaði á Guardian í dag upplýsir hann um þá bresti sem hafa komið upp í samskiptum aðildarríkjanna sem starfa saman í hernaðarbandalaginu eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Stoltenberg líkir upplausnarástandinu við „pólitískt óveðurský“ og að Trump hafi stofnað samvinnu vesturlandanna í hættu. Stoltenberg hefur verulegar áhyggjur af framtíð NATO og hefur brugðist við með því að biðla til allra aðildarríkjanna um að leggja hönd á plóg til að forða bandalaginu frá glötun. „Frá því að bandalagið var stofnað fyrir rúmlega 70 árum síðan hafa íbúar Evrópu og Norður Ameríku notið fordæmalauss tímabils friðar og velsældar. En núna, aftur á móti, og að því er viðkemur hinu pólitíska sviði hafa komið upp brestir í samskiptunum.“Það hriktir í stoðum Atlantshafssambandsins.vísir/gettyHelstu deilumálin eru viðskipti og tollamál, loftslagsbreytingar og kjarnorkusamningur við Íran en þar eru aðildarríkin á öndverðum meiði og Bandaríkin á skjön við vilja hinna ríkjanna. „Þessi ágreiningur er raunverulegur og hann hverfur ekki á einni nóttu. Það stendur raunar hvergi að Atlantshafsbandalagið muni lifa af, vaxa og dafna til eilífðarnóns en það þýðir heldur ekki að sé upplausn sé óhjákvæmileg. Við getum hlúð að því og þeim sameiginlega ávinningi sem af því hlýst.“ Stoltenberg segir að Bandaríkin auk aðildarríkjanna verði að gera sér grein fyrir nauðsyn samheldni á þessum viðsjárverðu tímum sem við lifum í heimssögunni. Bandaríkin Tengdar fréttir Þrír mánuðir af óvissu: Segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. 15. júní 2018 11:29 „Við myndum ekki líða það ef Ísland gerði það sem Íran er að gera“ Mike Pompeo, nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna notaði Ísland sem dæmi til þess að verja hertar aðgerðir ríkisstjórnar Donald Trump gegn Írönum á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í gær. 23. maí 2018 22:46 Evrópa mun innleiða frekari tolla á bandarískt stál Angela Merkel, kanslari Þýskalands segir að Evrópa muni svara ákvörðun Bandaríkjanna um að styðja ekki yfirlýsingu G7 ríkjanna með hertum tollum á bandarískar afurðir. 10. júní 2018 22:06 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Sjá meira
Það hriktir í stoðum Atlantshafsbandalagsins að sögn Jens Stoltenbergs, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins en í grein sem hann skrifaði á Guardian í dag upplýsir hann um þá bresti sem hafa komið upp í samskiptum aðildarríkjanna sem starfa saman í hernaðarbandalaginu eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Stoltenberg líkir upplausnarástandinu við „pólitískt óveðurský“ og að Trump hafi stofnað samvinnu vesturlandanna í hættu. Stoltenberg hefur verulegar áhyggjur af framtíð NATO og hefur brugðist við með því að biðla til allra aðildarríkjanna um að leggja hönd á plóg til að forða bandalaginu frá glötun. „Frá því að bandalagið var stofnað fyrir rúmlega 70 árum síðan hafa íbúar Evrópu og Norður Ameríku notið fordæmalauss tímabils friðar og velsældar. En núna, aftur á móti, og að því er viðkemur hinu pólitíska sviði hafa komið upp brestir í samskiptunum.“Það hriktir í stoðum Atlantshafssambandsins.vísir/gettyHelstu deilumálin eru viðskipti og tollamál, loftslagsbreytingar og kjarnorkusamningur við Íran en þar eru aðildarríkin á öndverðum meiði og Bandaríkin á skjön við vilja hinna ríkjanna. „Þessi ágreiningur er raunverulegur og hann hverfur ekki á einni nóttu. Það stendur raunar hvergi að Atlantshafsbandalagið muni lifa af, vaxa og dafna til eilífðarnóns en það þýðir heldur ekki að sé upplausn sé óhjákvæmileg. Við getum hlúð að því og þeim sameiginlega ávinningi sem af því hlýst.“ Stoltenberg segir að Bandaríkin auk aðildarríkjanna verði að gera sér grein fyrir nauðsyn samheldni á þessum viðsjárverðu tímum sem við lifum í heimssögunni.
Bandaríkin Tengdar fréttir Þrír mánuðir af óvissu: Segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. 15. júní 2018 11:29 „Við myndum ekki líða það ef Ísland gerði það sem Íran er að gera“ Mike Pompeo, nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna notaði Ísland sem dæmi til þess að verja hertar aðgerðir ríkisstjórnar Donald Trump gegn Írönum á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í gær. 23. maí 2018 22:46 Evrópa mun innleiða frekari tolla á bandarískt stál Angela Merkel, kanslari Þýskalands segir að Evrópa muni svara ákvörðun Bandaríkjanna um að styðja ekki yfirlýsingu G7 ríkjanna með hertum tollum á bandarískar afurðir. 10. júní 2018 22:06 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Sjá meira
Þrír mánuðir af óvissu: Segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. 15. júní 2018 11:29
„Við myndum ekki líða það ef Ísland gerði það sem Íran er að gera“ Mike Pompeo, nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna notaði Ísland sem dæmi til þess að verja hertar aðgerðir ríkisstjórnar Donald Trump gegn Írönum á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í gær. 23. maí 2018 22:46
Evrópa mun innleiða frekari tolla á bandarískt stál Angela Merkel, kanslari Þýskalands segir að Evrópa muni svara ákvörðun Bandaríkjanna um að styðja ekki yfirlýsingu G7 ríkjanna með hertum tollum á bandarískar afurðir. 10. júní 2018 22:06