Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2018 21:23 Frá vettvangi í Santa Fe-framhaldsskólanum í dag. Vísir/AFP Byssumaðurinn sem skaut tíu til bana í framhaldsskóla í Texas í dag heitir Dimitrios Pagourtzis og er sautján ára gamall. Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans.Sjá einnig: Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Pagourtzis framdi ódæðisverkið við byrjun skóladags í Santa Fe-framhaldsskólanum en hann gekk inn í myndlistartíma og hóf þar skothríð skömmu fyrir klukkan átta í morgun að staðartíma. Vitni segja kennara hafa komið brunavarnarkerfi skólans af stað til að gera nemendum og starfsfólki viðvart um hættuna sem var á ferðum.Dmitrios Pagourtzis birti þessar myndir af sér á samfélagsmiðlum.Vísir/AFPÞá hefur komið fram að vopnin, sem hinn sautján ára Pagourtzis notaði í árásinni, hafi verið í eigu föður hans sem hafði tilskilin leyfi fyrir notkun þeirra. Um var að ræða haglabyssu og skammbyssu. Lögreglustjóri umdæmisins sagði enn fremur að „nokkrar tegundir af sprengjum“ hefðu fundist í skólanum og í grennd við hann. Í frétt CBS kemur fram að lögregla leiti enn að sprengjum í nágrenni skólans og þá var gerð húsleit á heimili árásarmannsins. Gregg Abbott, ríkisstjóri Texas, vottaði fjölskyldum fórnarlamba árásarinnar samúð sína í dag. Þá sagði hann árásarmanninn hafa gefið sig fram við lögreglu vegna þess að hann „var ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg.“ Pagourtzis er nú í haldi lögreglu og þá var annar maður einnig handtekinn vegna árásarinnar en sá hefur ekki verið nafngreindur. Í frétt AP-fréttastofunnar kemur fram að árásarmaðurinn hafi birt mynd af sér á Facebook þar sem hann klæðist bol með áletruninni „Fæddur til að drepa“ (e. Born to Kill). Þá hafa skólafélagar árásarmannsins lýst honum sem „hljóðlátum“ og einhverjir hafa sagt hann áhugasaman um byssur. Í febrúar síðastliðnum skaut byssumaður sautján til bana í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland í Flórída-ríki. Emma González, nemandi við skólann sem hefur orðið eitt helsta andlit baráttu fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum eftir árásina í Parkland, ávarpaði nemendur Santa Fe-framhaldsskólans á Twitter-reikningi sínum í dag. „Þið áttuð þetta ekki skilið,“ skrifaði González meðal annars.Santa Fe High, you didn't deserve this. You deserve peace all your lives, not just after a tombstone saying that is put over you. You deserve more than Thoughts and Prayers, and after supporting us by walking out we will be there to support you by raising up your voices.— Emma González (@Emma4Change) May 18, 2018 Þá vottaði Donald Trump Bandaríkjaforseti nemendum í Santa Fe samúð sína á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.We grieve for the terrible loss of life, and send our support and love to everyone affected by this horrible attack in Texas. To the students, families, teachers and personnel at Santa Fe High School – we are with you in this tragic hour, and we will be with you forever... pic.twitter.com/LtJ0D29Hsv— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 18, 2018 Frétt Stöðvar 2 um árásina, sem sýnd var í fréttatíma kvöldsins, má sjá í spilaranum hér að neðan. Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59 Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Einn í haldi. 18. maí 2018 15:27 Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14 Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Byssumaðurinn sem skaut tíu til bana í framhaldsskóla í Texas í dag heitir Dimitrios Pagourtzis og er sautján ára gamall. Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans.Sjá einnig: Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Pagourtzis framdi ódæðisverkið við byrjun skóladags í Santa Fe-framhaldsskólanum en hann gekk inn í myndlistartíma og hóf þar skothríð skömmu fyrir klukkan átta í morgun að staðartíma. Vitni segja kennara hafa komið brunavarnarkerfi skólans af stað til að gera nemendum og starfsfólki viðvart um hættuna sem var á ferðum.Dmitrios Pagourtzis birti þessar myndir af sér á samfélagsmiðlum.Vísir/AFPÞá hefur komið fram að vopnin, sem hinn sautján ára Pagourtzis notaði í árásinni, hafi verið í eigu föður hans sem hafði tilskilin leyfi fyrir notkun þeirra. Um var að ræða haglabyssu og skammbyssu. Lögreglustjóri umdæmisins sagði enn fremur að „nokkrar tegundir af sprengjum“ hefðu fundist í skólanum og í grennd við hann. Í frétt CBS kemur fram að lögregla leiti enn að sprengjum í nágrenni skólans og þá var gerð húsleit á heimili árásarmannsins. Gregg Abbott, ríkisstjóri Texas, vottaði fjölskyldum fórnarlamba árásarinnar samúð sína í dag. Þá sagði hann árásarmanninn hafa gefið sig fram við lögreglu vegna þess að hann „var ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg.“ Pagourtzis er nú í haldi lögreglu og þá var annar maður einnig handtekinn vegna árásarinnar en sá hefur ekki verið nafngreindur. Í frétt AP-fréttastofunnar kemur fram að árásarmaðurinn hafi birt mynd af sér á Facebook þar sem hann klæðist bol með áletruninni „Fæddur til að drepa“ (e. Born to Kill). Þá hafa skólafélagar árásarmannsins lýst honum sem „hljóðlátum“ og einhverjir hafa sagt hann áhugasaman um byssur. Í febrúar síðastliðnum skaut byssumaður sautján til bana í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland í Flórída-ríki. Emma González, nemandi við skólann sem hefur orðið eitt helsta andlit baráttu fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum eftir árásina í Parkland, ávarpaði nemendur Santa Fe-framhaldsskólans á Twitter-reikningi sínum í dag. „Þið áttuð þetta ekki skilið,“ skrifaði González meðal annars.Santa Fe High, you didn't deserve this. You deserve peace all your lives, not just after a tombstone saying that is put over you. You deserve more than Thoughts and Prayers, and after supporting us by walking out we will be there to support you by raising up your voices.— Emma González (@Emma4Change) May 18, 2018 Þá vottaði Donald Trump Bandaríkjaforseti nemendum í Santa Fe samúð sína á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.We grieve for the terrible loss of life, and send our support and love to everyone affected by this horrible attack in Texas. To the students, families, teachers and personnel at Santa Fe High School – we are with you in this tragic hour, and we will be with you forever... pic.twitter.com/LtJ0D29Hsv— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 18, 2018 Frétt Stöðvar 2 um árásina, sem sýnd var í fréttatíma kvöldsins, má sjá í spilaranum hér að neðan.
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59 Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Einn í haldi. 18. maí 2018 15:27 Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14 Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59
Leyfa sér um að efast að Trump hefði hlaupið inn í skólann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á dögunum að hann hefði hlaupið inn í Stoneman Douglas-skólann í Flórída hefði hann verið á staðnum þegar mannskæð skotárás var framin þar fyrr í mánuðinum. 27. febrúar 2018 20:14
Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“