Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 13:59 Nemendurnir við menntaskólann í Parkland voru fullir kvíða þegar þeir héldu aftur til skóla í dag. vísir/afp Nemendur við Stoneman Douglas- menntaskóla í Flórída héldu aftur til skóla í dag, í fyrsta sinn síðan 14. febrúar þegar hinn nítján ára gamli Nikolaz Cruz réðist inn í skólann og hóf skotárás og myrti sautján manns, samnemendur Cruz og kennara, auk þess sem fjöldi fólks særðist í árásinni. Nemendurnir voru kvíðafullir þegar þeir gengu inn á skólalóðina og inn í skólann. Lögreglan fylgdi nemendunum inn í tíma. Skólayfirvöld reyna sitt besta til að hjálpa börnunum að vinna sig út úr erfiðleikunum en þau verða aðeins stutt í skólanum í dag og þurfa aðeins að sitja fjórar kennslustundir að því er fram kemur á vef CNN.Skólayfirvöld hjálpa nemendum að vinna sig út úr erfiðleikunum.vísir/afpVita ekki hvernig þau eiga að haga sér Einn nemendanna, Sawyer Garrity, sem er sextán ára gömul, var mjög kvíðin og sagðist ekki vita hvernig hún ætti að haga sér eftir þennan skelfilega atburð. Ekkert yrði eins og það var aftur. „Hvernig á maður að haga sér eftir að eitthvað svona hefur gerst? Það er engin reglubók og engar viðmiðunarlínur til að fylgja. Við erum öll bara fálmandi í myrkrinu hérna,“ segir Garrity. Annar nemandi, Isabela Barry, fannst tilhugsunin um að byrja aftur í skólanum huggandi vegna þess að það yrði hún umkringd krökkum sem gengu í gegnum það sama og hún og skilja hvernig henni líður. „Það verður skrítið að fara í tíma og geta ekki hitt suma krakkanna þar,“ segir Barry sem heldur áfram: „Vinkona mín var með mér í tímum og núna verður hún það bara ekki lengur. Það verður ofboðslega sorglegt.“Nemendurnir við menntaskólann í Parkland hafa ekki látið sitt eftir liggja í umræðunni um byssulöggjöf og krefjast umbóta.vísir/afpVaxandi þungi í umræðunni um byssulöggjöf Skotárásin í menntaskólanum Stoneman Douglas hefur komið af stað umræðu um byssulöggjöf, ekki bara í Parkland heldur alls staðar í Bandaríkjunum. Nemendurnir við menntaskólann í Stoneman Douglas hafa ekki látið sitt eftir liggja í umræðum og hafa bæði verið áberandi og skelegg þegar þau hafa krafist umbóta.Í viðtali við fréttastofu NBC segir David Hogg, einn nemendanna, að honum líði illa með tilhugsunina að halda aftur til skóla eftir árásina í ljósi þess að sautján manneskjur verði hreinlega ekki í skólanum þegar hann snúi til baka. „Það er viðurstyggileg tilhugsun,“ segir Hogg sem vekur athygli á því að ekkert hafi í raun breyst, ekki hafi verið hróflað við byssulöggjöfinni og þar með ekkert gert til að auka öryggi nemenda. „Það hefur bókstaflega ekkert breyst fyrir utan það að sautján manns hafa látið lífið,“ segir Hogg. Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Nemendur við Stoneman Douglas- menntaskóla í Flórída héldu aftur til skóla í dag, í fyrsta sinn síðan 14. febrúar þegar hinn nítján ára gamli Nikolaz Cruz réðist inn í skólann og hóf skotárás og myrti sautján manns, samnemendur Cruz og kennara, auk þess sem fjöldi fólks særðist í árásinni. Nemendurnir voru kvíðafullir þegar þeir gengu inn á skólalóðina og inn í skólann. Lögreglan fylgdi nemendunum inn í tíma. Skólayfirvöld reyna sitt besta til að hjálpa börnunum að vinna sig út úr erfiðleikunum en þau verða aðeins stutt í skólanum í dag og þurfa aðeins að sitja fjórar kennslustundir að því er fram kemur á vef CNN.Skólayfirvöld hjálpa nemendum að vinna sig út úr erfiðleikunum.vísir/afpVita ekki hvernig þau eiga að haga sér Einn nemendanna, Sawyer Garrity, sem er sextán ára gömul, var mjög kvíðin og sagðist ekki vita hvernig hún ætti að haga sér eftir þennan skelfilega atburð. Ekkert yrði eins og það var aftur. „Hvernig á maður að haga sér eftir að eitthvað svona hefur gerst? Það er engin reglubók og engar viðmiðunarlínur til að fylgja. Við erum öll bara fálmandi í myrkrinu hérna,“ segir Garrity. Annar nemandi, Isabela Barry, fannst tilhugsunin um að byrja aftur í skólanum huggandi vegna þess að það yrði hún umkringd krökkum sem gengu í gegnum það sama og hún og skilja hvernig henni líður. „Það verður skrítið að fara í tíma og geta ekki hitt suma krakkanna þar,“ segir Barry sem heldur áfram: „Vinkona mín var með mér í tímum og núna verður hún það bara ekki lengur. Það verður ofboðslega sorglegt.“Nemendurnir við menntaskólann í Parkland hafa ekki látið sitt eftir liggja í umræðunni um byssulöggjöf og krefjast umbóta.vísir/afpVaxandi þungi í umræðunni um byssulöggjöf Skotárásin í menntaskólanum Stoneman Douglas hefur komið af stað umræðu um byssulöggjöf, ekki bara í Parkland heldur alls staðar í Bandaríkjunum. Nemendurnir við menntaskólann í Stoneman Douglas hafa ekki látið sitt eftir liggja í umræðum og hafa bæði verið áberandi og skelegg þegar þau hafa krafist umbóta.Í viðtali við fréttastofu NBC segir David Hogg, einn nemendanna, að honum líði illa með tilhugsunina að halda aftur til skóla eftir árásina í ljósi þess að sautján manneskjur verði hreinlega ekki í skólanum þegar hann snúi til baka. „Það er viðurstyggileg tilhugsun,“ segir Hogg sem vekur athygli á því að ekkert hafi í raun breyst, ekki hafi verið hróflað við byssulöggjöfinni og þar með ekkert gert til að auka öryggi nemenda. „Það hefur bókstaflega ekkert breyst fyrir utan það að sautján manns hafa látið lífið,“ segir Hogg.
Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41