Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 13:59 Nemendurnir við menntaskólann í Parkland voru fullir kvíða þegar þeir héldu aftur til skóla í dag. vísir/afp Nemendur við Stoneman Douglas- menntaskóla í Flórída héldu aftur til skóla í dag, í fyrsta sinn síðan 14. febrúar þegar hinn nítján ára gamli Nikolaz Cruz réðist inn í skólann og hóf skotárás og myrti sautján manns, samnemendur Cruz og kennara, auk þess sem fjöldi fólks særðist í árásinni. Nemendurnir voru kvíðafullir þegar þeir gengu inn á skólalóðina og inn í skólann. Lögreglan fylgdi nemendunum inn í tíma. Skólayfirvöld reyna sitt besta til að hjálpa börnunum að vinna sig út úr erfiðleikunum en þau verða aðeins stutt í skólanum í dag og þurfa aðeins að sitja fjórar kennslustundir að því er fram kemur á vef CNN.Skólayfirvöld hjálpa nemendum að vinna sig út úr erfiðleikunum.vísir/afpVita ekki hvernig þau eiga að haga sér Einn nemendanna, Sawyer Garrity, sem er sextán ára gömul, var mjög kvíðin og sagðist ekki vita hvernig hún ætti að haga sér eftir þennan skelfilega atburð. Ekkert yrði eins og það var aftur. „Hvernig á maður að haga sér eftir að eitthvað svona hefur gerst? Það er engin reglubók og engar viðmiðunarlínur til að fylgja. Við erum öll bara fálmandi í myrkrinu hérna,“ segir Garrity. Annar nemandi, Isabela Barry, fannst tilhugsunin um að byrja aftur í skólanum huggandi vegna þess að það yrði hún umkringd krökkum sem gengu í gegnum það sama og hún og skilja hvernig henni líður. „Það verður skrítið að fara í tíma og geta ekki hitt suma krakkanna þar,“ segir Barry sem heldur áfram: „Vinkona mín var með mér í tímum og núna verður hún það bara ekki lengur. Það verður ofboðslega sorglegt.“Nemendurnir við menntaskólann í Parkland hafa ekki látið sitt eftir liggja í umræðunni um byssulöggjöf og krefjast umbóta.vísir/afpVaxandi þungi í umræðunni um byssulöggjöf Skotárásin í menntaskólanum Stoneman Douglas hefur komið af stað umræðu um byssulöggjöf, ekki bara í Parkland heldur alls staðar í Bandaríkjunum. Nemendurnir við menntaskólann í Stoneman Douglas hafa ekki látið sitt eftir liggja í umræðum og hafa bæði verið áberandi og skelegg þegar þau hafa krafist umbóta.Í viðtali við fréttastofu NBC segir David Hogg, einn nemendanna, að honum líði illa með tilhugsunina að halda aftur til skóla eftir árásina í ljósi þess að sautján manneskjur verði hreinlega ekki í skólanum þegar hann snúi til baka. „Það er viðurstyggileg tilhugsun,“ segir Hogg sem vekur athygli á því að ekkert hafi í raun breyst, ekki hafi verið hróflað við byssulöggjöfinni og þar með ekkert gert til að auka öryggi nemenda. „Það hefur bókstaflega ekkert breyst fyrir utan það að sautján manns hafa látið lífið,“ segir Hogg. Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Nemendur við Stoneman Douglas- menntaskóla í Flórída héldu aftur til skóla í dag, í fyrsta sinn síðan 14. febrúar þegar hinn nítján ára gamli Nikolaz Cruz réðist inn í skólann og hóf skotárás og myrti sautján manns, samnemendur Cruz og kennara, auk þess sem fjöldi fólks særðist í árásinni. Nemendurnir voru kvíðafullir þegar þeir gengu inn á skólalóðina og inn í skólann. Lögreglan fylgdi nemendunum inn í tíma. Skólayfirvöld reyna sitt besta til að hjálpa börnunum að vinna sig út úr erfiðleikunum en þau verða aðeins stutt í skólanum í dag og þurfa aðeins að sitja fjórar kennslustundir að því er fram kemur á vef CNN.Skólayfirvöld hjálpa nemendum að vinna sig út úr erfiðleikunum.vísir/afpVita ekki hvernig þau eiga að haga sér Einn nemendanna, Sawyer Garrity, sem er sextán ára gömul, var mjög kvíðin og sagðist ekki vita hvernig hún ætti að haga sér eftir þennan skelfilega atburð. Ekkert yrði eins og það var aftur. „Hvernig á maður að haga sér eftir að eitthvað svona hefur gerst? Það er engin reglubók og engar viðmiðunarlínur til að fylgja. Við erum öll bara fálmandi í myrkrinu hérna,“ segir Garrity. Annar nemandi, Isabela Barry, fannst tilhugsunin um að byrja aftur í skólanum huggandi vegna þess að það yrði hún umkringd krökkum sem gengu í gegnum það sama og hún og skilja hvernig henni líður. „Það verður skrítið að fara í tíma og geta ekki hitt suma krakkanna þar,“ segir Barry sem heldur áfram: „Vinkona mín var með mér í tímum og núna verður hún það bara ekki lengur. Það verður ofboðslega sorglegt.“Nemendurnir við menntaskólann í Parkland hafa ekki látið sitt eftir liggja í umræðunni um byssulöggjöf og krefjast umbóta.vísir/afpVaxandi þungi í umræðunni um byssulöggjöf Skotárásin í menntaskólanum Stoneman Douglas hefur komið af stað umræðu um byssulöggjöf, ekki bara í Parkland heldur alls staðar í Bandaríkjunum. Nemendurnir við menntaskólann í Stoneman Douglas hafa ekki látið sitt eftir liggja í umræðum og hafa bæði verið áberandi og skelegg þegar þau hafa krafist umbóta.Í viðtali við fréttastofu NBC segir David Hogg, einn nemendanna, að honum líði illa með tilhugsunina að halda aftur til skóla eftir árásina í ljósi þess að sautján manneskjur verði hreinlega ekki í skólanum þegar hann snúi til baka. „Það er viðurstyggileg tilhugsun,“ segir Hogg sem vekur athygli á því að ekkert hafi í raun breyst, ekki hafi verið hróflað við byssulöggjöfinni og þar með ekkert gert til að auka öryggi nemenda. „Það hefur bókstaflega ekkert breyst fyrir utan það að sautján manns hafa látið lífið,“ segir Hogg.
Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41