Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 13:59 Nemendurnir við menntaskólann í Parkland voru fullir kvíða þegar þeir héldu aftur til skóla í dag. vísir/afp Nemendur við Stoneman Douglas- menntaskóla í Flórída héldu aftur til skóla í dag, í fyrsta sinn síðan 14. febrúar þegar hinn nítján ára gamli Nikolaz Cruz réðist inn í skólann og hóf skotárás og myrti sautján manns, samnemendur Cruz og kennara, auk þess sem fjöldi fólks særðist í árásinni. Nemendurnir voru kvíðafullir þegar þeir gengu inn á skólalóðina og inn í skólann. Lögreglan fylgdi nemendunum inn í tíma. Skólayfirvöld reyna sitt besta til að hjálpa börnunum að vinna sig út úr erfiðleikunum en þau verða aðeins stutt í skólanum í dag og þurfa aðeins að sitja fjórar kennslustundir að því er fram kemur á vef CNN.Skólayfirvöld hjálpa nemendum að vinna sig út úr erfiðleikunum.vísir/afpVita ekki hvernig þau eiga að haga sér Einn nemendanna, Sawyer Garrity, sem er sextán ára gömul, var mjög kvíðin og sagðist ekki vita hvernig hún ætti að haga sér eftir þennan skelfilega atburð. Ekkert yrði eins og það var aftur. „Hvernig á maður að haga sér eftir að eitthvað svona hefur gerst? Það er engin reglubók og engar viðmiðunarlínur til að fylgja. Við erum öll bara fálmandi í myrkrinu hérna,“ segir Garrity. Annar nemandi, Isabela Barry, fannst tilhugsunin um að byrja aftur í skólanum huggandi vegna þess að það yrði hún umkringd krökkum sem gengu í gegnum það sama og hún og skilja hvernig henni líður. „Það verður skrítið að fara í tíma og geta ekki hitt suma krakkanna þar,“ segir Barry sem heldur áfram: „Vinkona mín var með mér í tímum og núna verður hún það bara ekki lengur. Það verður ofboðslega sorglegt.“Nemendurnir við menntaskólann í Parkland hafa ekki látið sitt eftir liggja í umræðunni um byssulöggjöf og krefjast umbóta.vísir/afpVaxandi þungi í umræðunni um byssulöggjöf Skotárásin í menntaskólanum Stoneman Douglas hefur komið af stað umræðu um byssulöggjöf, ekki bara í Parkland heldur alls staðar í Bandaríkjunum. Nemendurnir við menntaskólann í Stoneman Douglas hafa ekki látið sitt eftir liggja í umræðum og hafa bæði verið áberandi og skelegg þegar þau hafa krafist umbóta.Í viðtali við fréttastofu NBC segir David Hogg, einn nemendanna, að honum líði illa með tilhugsunina að halda aftur til skóla eftir árásina í ljósi þess að sautján manneskjur verði hreinlega ekki í skólanum þegar hann snúi til baka. „Það er viðurstyggileg tilhugsun,“ segir Hogg sem vekur athygli á því að ekkert hafi í raun breyst, ekki hafi verið hróflað við byssulöggjöfinni og þar með ekkert gert til að auka öryggi nemenda. „Það hefur bókstaflega ekkert breyst fyrir utan það að sautján manns hafa látið lífið,“ segir Hogg. Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Nemendur við Stoneman Douglas- menntaskóla í Flórída héldu aftur til skóla í dag, í fyrsta sinn síðan 14. febrúar þegar hinn nítján ára gamli Nikolaz Cruz réðist inn í skólann og hóf skotárás og myrti sautján manns, samnemendur Cruz og kennara, auk þess sem fjöldi fólks særðist í árásinni. Nemendurnir voru kvíðafullir þegar þeir gengu inn á skólalóðina og inn í skólann. Lögreglan fylgdi nemendunum inn í tíma. Skólayfirvöld reyna sitt besta til að hjálpa börnunum að vinna sig út úr erfiðleikunum en þau verða aðeins stutt í skólanum í dag og þurfa aðeins að sitja fjórar kennslustundir að því er fram kemur á vef CNN.Skólayfirvöld hjálpa nemendum að vinna sig út úr erfiðleikunum.vísir/afpVita ekki hvernig þau eiga að haga sér Einn nemendanna, Sawyer Garrity, sem er sextán ára gömul, var mjög kvíðin og sagðist ekki vita hvernig hún ætti að haga sér eftir þennan skelfilega atburð. Ekkert yrði eins og það var aftur. „Hvernig á maður að haga sér eftir að eitthvað svona hefur gerst? Það er engin reglubók og engar viðmiðunarlínur til að fylgja. Við erum öll bara fálmandi í myrkrinu hérna,“ segir Garrity. Annar nemandi, Isabela Barry, fannst tilhugsunin um að byrja aftur í skólanum huggandi vegna þess að það yrði hún umkringd krökkum sem gengu í gegnum það sama og hún og skilja hvernig henni líður. „Það verður skrítið að fara í tíma og geta ekki hitt suma krakkanna þar,“ segir Barry sem heldur áfram: „Vinkona mín var með mér í tímum og núna verður hún það bara ekki lengur. Það verður ofboðslega sorglegt.“Nemendurnir við menntaskólann í Parkland hafa ekki látið sitt eftir liggja í umræðunni um byssulöggjöf og krefjast umbóta.vísir/afpVaxandi þungi í umræðunni um byssulöggjöf Skotárásin í menntaskólanum Stoneman Douglas hefur komið af stað umræðu um byssulöggjöf, ekki bara í Parkland heldur alls staðar í Bandaríkjunum. Nemendurnir við menntaskólann í Stoneman Douglas hafa ekki látið sitt eftir liggja í umræðum og hafa bæði verið áberandi og skelegg þegar þau hafa krafist umbóta.Í viðtali við fréttastofu NBC segir David Hogg, einn nemendanna, að honum líði illa með tilhugsunina að halda aftur til skóla eftir árásina í ljósi þess að sautján manneskjur verði hreinlega ekki í skólanum þegar hann snúi til baka. „Það er viðurstyggileg tilhugsun,“ segir Hogg sem vekur athygli á því að ekkert hafi í raun breyst, ekki hafi verið hróflað við byssulöggjöfinni og þar með ekkert gert til að auka öryggi nemenda. „Það hefur bókstaflega ekkert breyst fyrir utan það að sautján manns hafa látið lífið,“ segir Hogg.
Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41