Erlent

Íranir ætla ekki endursemja

Samúel Karl Ólason skrifar
Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran.
Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran. Vísir/AFP
Yfirvöld Íran ætla ekki að láta undan þrýstingi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, en semja aftur um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Trump hefur gefið bandamönnum Bandaríkjanna frest til 12. maí til þess að „laga“ samkomulagið en Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran segir það óásættanlegt.

„Íran mun ekki endursemja um það sem samþykkt var fyrir mörgum árum og hefur verið útfært,“ hefur Reuters fréttaveitan eftir Zarif. Hann birti í dag yfirlýsingu á Youtube, sem sjá má hér að neðan.



Hann vitnaði svo í fortíð Trump og sagði: „Til að setja þetta í samhengi fasteigna, þegar þú kaupir hús og flytur fjölskyldu þína þangað eða rífur það til að byggja háhýsi, þá getur þú ekki komið aftur eftir tvö ár og sagt að þú viljir semja aftur um kaupverðið.“

Fimm fastaþjóðirnar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar, Rússar og Kínverjar auk Þjóðverja og Evrópusambandsins gerðu samkomulagið við Írani á sínum tíma eftir langar og strangar viðræður.

Samkomulagið felur í sér að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gagnvart Íran var aflétt í stað fyrir að Íranir myndu láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni, um tíma.

Bretar, Frakkar og Þjóðverjar styðja samkomulagið og hafa biðlað til Trump að fella það ekki niður. Til þess hafa þeir reynt að opna umræðu um eldflaugaáætlun Írana og aðgerðir þeirra í Sýrlandi, Jemen og víðar. Yfirvöld Íran vilja hins vegar ekkert með það hafa. Reyni einhverjir að fá Írani til að setjast aftur að samningaborðinu muni þeir slíta samkomulaginu.

 


Tengdar fréttir

Íranar horfa ásökunaraugum á Ísraela

Eldflaugum skotið á bækistöðvar íranskra hermanna í norðurhluta Sýrlands. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Íranar telja Ísraela hins vegar líklegasta. Írönsk yfirvöld hafna því að íranskir hermenn hafi fallið í árásunum.

Illdeilur Ísraels og Írans harðna

Netanjahú birti gögn sem hann sagði sýna fram á leynilega kjarnorkuvopnaáætlun Írana. Sagði þá ljúga að alþjóðasamfélaginu. Íranar svöruðu, kölluðu Netanjahú lygara og ríkisstjórn hans barnamorðingja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×