Enski boltinn

Upphitun: Tottenham getur hirt þriðja sætið af Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Christian Eriksen, leikmaður Tottenham.
Christian Eriksen, leikmaður Tottenham. Visir/Getty
Tottenham og Chelsea geta með sigrum í leikjum sínum í kvöld galopnað baráttuna um síðustu tvö sætin sem enska úrvalsdeildin fær í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Manchester-liðin bæði eru örugg með efstu tvö sæti deildarinnar og þar með þátttökurétt í keppni þeirra bestu í Evrópu á næstu leiktíð. Liverpool, Tottenham og Chelsea berjast svo um hin tvö Meistaradeildarsætin sem í boði eru.

Liverpool er sem stendur í þriðja sæti ensku deildairnnar með 72 stig en spilar ekki í kvöld. Tottenham, sem er stigi á eftir Liverpool, getur skotist upp í þriðja sætið með sigri á Newcastle og Chelsea, sem er í fimmta sætinu, getur jafnað Liverpool að stigum með sigri á Huddersfield.

Hér neðst í fréttinni má sjá upphitun fyrir leikina.

Leikir kvöldsins:

18.45 Leicester - Arsenal

18.45 Chelsea - Huddersfield (á Stöð 2 Sport 3)

19.00 Tottenham - Newcastle (á Stöð 2 Sport 2)

19.00 Manchester City - Brighton




Fleiri fréttir

Sjá meira


×