Erlent

Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu

Kjartan Kjartansson skrifar
Zakharova setti fram ásakanir á hendur Breta í dag.
Zakharova setti fram ásakanir á hendur Breta í dag. Vísir/AFP
Utanríkisráðuneyti Rússlands segir að bresk stjórnvöld ættu að sanna að þau haldi ekki Sergei Skrípal og dóttur hans í gíslingu. Alþjóðleg eftirlitsstofnun með efnavopnum staðfesti í dag að taugaeitrið sem var notað í banatilræði gegn þeim hafi komið frá Rússlandi.Rússar hafa neitað harðlega að hafa staðið að baki taugaeitursárásinni á feðginin í bænum Salisbury á Englandi í byrjun mars eins og Bretar og aðrar vestrænar þjóðir hafa sakað þá um. Skrípal var leyniþjónustumaður í Rússlandi en var fangelsaður eftir að hann njósnaði fyrir Breta.Efnavopnastofnunin í Haag (OPCW) tilkynnti í dag að rannsókn hennar hefði staðfest niðurstöður rannsóknarstofu breska varnarmálaráðuneytisins um að eitrið hafi komið frá Rússlandi. Rússar hafa vísað á alla aðra og meðal annars gefið í skyn að Svíar eða Bretar sjálfir hafi staðið að tilræðinu.Nú ýjar María Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, að því að bresk stjórnvöld gætu haldið Skrípal-feðgininum í haldi gegn vilja sínum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Bresk stjórnvöld hafa einangrað þau og enginn hafi séð þau í mánuð.Þá sagði Zakharova að efasemdir væru um að yfirlýsing frá Júlíu Skrípal um að hún vildi ekki hjálp rússneska sendiráðsins í London væri raunverulega frá henni komin.Vestræn ríki hafa gripið til refsiaðgerða gegn Rússum vegna taugaeitursárásarinnar. Rússar hafa svarað í svöru mynt, meðal annars með því að reka erlenda erindreka úr landi.


Tengdar fréttir

Skrípal sagður á batavegi

Læknir á sjúkrahúsinu í Salisbury segir fyrrverandi njósnarann ekki lengur í lífshættu.

Taugaeitrið frá Rússlandi

Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.