Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2018 15:23 Zakharova setti fram ásakanir á hendur Breta í dag. Vísir/AFP Utanríkisráðuneyti Rússlands segir að bresk stjórnvöld ættu að sanna að þau haldi ekki Sergei Skrípal og dóttur hans í gíslingu. Alþjóðleg eftirlitsstofnun með efnavopnum staðfesti í dag að taugaeitrið sem var notað í banatilræði gegn þeim hafi komið frá Rússlandi. Rússar hafa neitað harðlega að hafa staðið að baki taugaeitursárásinni á feðginin í bænum Salisbury á Englandi í byrjun mars eins og Bretar og aðrar vestrænar þjóðir hafa sakað þá um. Skrípal var leyniþjónustumaður í Rússlandi en var fangelsaður eftir að hann njósnaði fyrir Breta. Efnavopnastofnunin í Haag (OPCW) tilkynnti í dag að rannsókn hennar hefði staðfest niðurstöður rannsóknarstofu breska varnarmálaráðuneytisins um að eitrið hafi komið frá Rússlandi. Rússar hafa vísað á alla aðra og meðal annars gefið í skyn að Svíar eða Bretar sjálfir hafi staðið að tilræðinu. Nú ýjar María Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, að því að bresk stjórnvöld gætu haldið Skrípal-feðgininum í haldi gegn vilja sínum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Bresk stjórnvöld hafa einangrað þau og enginn hafi séð þau í mánuð. Þá sagði Zakharova að efasemdir væru um að yfirlýsing frá Júlíu Skrípal um að hún vildi ekki hjálp rússneska sendiráðsins í London væri raunverulega frá henni komin. Vestræn ríki hafa gripið til refsiaðgerða gegn Rússum vegna taugaeitursárásarinnar. Rússar hafa svarað í svöru mynt, meðal annars með því að reka erlenda erindreka úr landi. Tengdar fréttir Skrípal sagður á batavegi Læknir á sjúkrahúsinu í Salisbury segir fyrrverandi njósnarann ekki lengur í lífshættu. 6. apríl 2018 14:41 Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33 Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Rússlands segir að bresk stjórnvöld ættu að sanna að þau haldi ekki Sergei Skrípal og dóttur hans í gíslingu. Alþjóðleg eftirlitsstofnun með efnavopnum staðfesti í dag að taugaeitrið sem var notað í banatilræði gegn þeim hafi komið frá Rússlandi. Rússar hafa neitað harðlega að hafa staðið að baki taugaeitursárásinni á feðginin í bænum Salisbury á Englandi í byrjun mars eins og Bretar og aðrar vestrænar þjóðir hafa sakað þá um. Skrípal var leyniþjónustumaður í Rússlandi en var fangelsaður eftir að hann njósnaði fyrir Breta. Efnavopnastofnunin í Haag (OPCW) tilkynnti í dag að rannsókn hennar hefði staðfest niðurstöður rannsóknarstofu breska varnarmálaráðuneytisins um að eitrið hafi komið frá Rússlandi. Rússar hafa vísað á alla aðra og meðal annars gefið í skyn að Svíar eða Bretar sjálfir hafi staðið að tilræðinu. Nú ýjar María Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, að því að bresk stjórnvöld gætu haldið Skrípal-feðgininum í haldi gegn vilja sínum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Bresk stjórnvöld hafa einangrað þau og enginn hafi séð þau í mánuð. Þá sagði Zakharova að efasemdir væru um að yfirlýsing frá Júlíu Skrípal um að hún vildi ekki hjálp rússneska sendiráðsins í London væri raunverulega frá henni komin. Vestræn ríki hafa gripið til refsiaðgerða gegn Rússum vegna taugaeitursárásarinnar. Rússar hafa svarað í svöru mynt, meðal annars með því að reka erlenda erindreka úr landi.
Tengdar fréttir Skrípal sagður á batavegi Læknir á sjúkrahúsinu í Salisbury segir fyrrverandi njósnarann ekki lengur í lífshættu. 6. apríl 2018 14:41 Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33 Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira
Skrípal sagður á batavegi Læknir á sjúkrahúsinu í Salisbury segir fyrrverandi njósnarann ekki lengur í lífshættu. 6. apríl 2018 14:41
Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33
Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46