Erlent

Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu

Kjartan Kjartansson skrifar
Zakharova setti fram ásakanir á hendur Breta í dag.
Zakharova setti fram ásakanir á hendur Breta í dag. Vísir/AFP

Utanríkisráðuneyti Rússlands segir að bresk stjórnvöld ættu að sanna að þau haldi ekki Sergei Skrípal og dóttur hans í gíslingu. Alþjóðleg eftirlitsstofnun með efnavopnum staðfesti í dag að taugaeitrið sem var notað í banatilræði gegn þeim hafi komið frá Rússlandi.

Rússar hafa neitað harðlega að hafa staðið að baki taugaeitursárásinni á feðginin í bænum Salisbury á Englandi í byrjun mars eins og Bretar og aðrar vestrænar þjóðir hafa sakað þá um. Skrípal var leyniþjónustumaður í Rússlandi en var fangelsaður eftir að hann njósnaði fyrir Breta.

Efnavopnastofnunin í Haag (OPCW) tilkynnti í dag að rannsókn hennar hefði staðfest niðurstöður rannsóknarstofu breska varnarmálaráðuneytisins um að eitrið hafi komið frá Rússlandi. Rússar hafa vísað á alla aðra og meðal annars gefið í skyn að Svíar eða Bretar sjálfir hafi staðið að tilræðinu.

Nú ýjar María Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, að því að bresk stjórnvöld gætu haldið Skrípal-feðgininum í haldi gegn vilja sínum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Bresk stjórnvöld hafa einangrað þau og enginn hafi séð þau í mánuð.

Þá sagði Zakharova að efasemdir væru um að yfirlýsing frá Júlíu Skrípal um að hún vildi ekki hjálp rússneska sendiráðsins í London væri raunverulega frá henni komin.

Vestræn ríki hafa gripið til refsiaðgerða gegn Rússum vegna taugaeitursárásarinnar. Rússar hafa svarað í svöru mynt, meðal annars með því að reka erlenda erindreka úr landi.


Tengdar fréttir

Taugaeitrið frá Rússlandi

Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCWAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.