Erlent

Taugaeitrið frá Rússlandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla hefur rannsakað heimili Skripal-fjölskyldunnar að undanförnu.
Lögregla hefur rannsakað heimili Skripal-fjölskyldunnar að undanförnu. Vísir/Getty

Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar, OPCW. BBC greinir frá.

Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að blóðsýni hafi verið rannsökuð sem staðfesti niðurstöður breskra rannsóknarstofnanna sem áður höfðu gefið út að um eitrið Novichok værið að ræða, sem þróað var í Rússlandi.

Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa staðið að taugaeitursárásinni í upphafi síðasta mánaðar þegar eitrað var fyrir Sergei og Juliu Skripal í breska bænum Salisbury.

Júlía hefur yfirgefið sjúkrahúsið er hún var flutt á eftir að feðginin fundust meðvitundarlaus á bekk. Sergei er enn á sjúkrahúsi en er ástand hans sagt sífellt batnandi.

Sergei var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu.

Rússar segjast sem fyrr segir saklausir og hafa sakað Breta og önnur Vesturlönd um blekkingarleiki í málinu. Meðal þess sem þeir hafa sagt er að Bretar séu að nota feðginin til að beina sviðsljósinu frá eigin vandræðagangi í tengslum við Brexit.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.