Trump ver „hættulegasta fyrirtæki Bandaríkjanna“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2018 06:42 Höfuðstöðvar Sinclair í Maryland. Vísir/AP Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur tekið upp hanskann fyrir sjónvarpsrisann Sinclair Broadcast Group sem hefur mátt þola harða gagnrýni síðastliðna viku. Sinclair rekur um 200 staðbundnar sjónvarpsstöðvar víðsvegar um Bandaríkin og er sjónvarpsmönnum þeirra gert að flytja einræðu þar sem „falskar fréttir“ eru gagnrýndar. Fá myndbönd fengu meira áhorf um páskahelgina en samantekt vefsins Deadspin á einræðu sjónvarpsmanna Sinclair-veldisins. Myndbandið má sjá hér að neðan en það sýnir hvernig tugir fréttamanna á ótal stöðvum flytja allir sömu töluna um óheiðarleika stærstu fréttamiðla Bandaríkjanna.How America's largest local TV owner turned its news anchors into soldiers in Trump's war on the media: https://t.co/iLVtKRQycL pic.twitter.com/dMdSGellH3— Deadspin (@Deadspin) March 31, 2018 Fréttaskýrendum þykir myndbandið óþægilegt á hið minnsta tvo vegu. Annars vegar afhjúpi það augljósa slagsíðu Sinclair-veldsins, sem lengi hefur verið gagnrýnt fyrir íhaldssama hægrimennsku í ritstjórnarstefnu sinni. Hins vegar segja þeir myndbandið til marks um það hvernig íhaldsöfl vestanhafs grafa markvisst undan stöndugum bandarískum fjölmiðlum. Það sé sérstaklega ógnvekjandi í þessu tilfelli þar sem rannsóknir benda til þess að Bandaríkjamenn treysti staðbundnum miðlum, sem flyja alla jafna fréttir af málum í nærumhverfi áhorfenda, betur en stóru fjölmiðlunum. Útsendingar Sinclair-veldisins ná nú þegar inn á 38% bandarískra heimila og því um að ræða fjölmiðlaveldi í búningi hins traustvekjandi staðbundna miðils. Hefur Sinclair því stundum verið nefnt „hættulegasta bandaríska fyrirtækið sem þú hefur aldri heyrt um,“ sannkallaður úlfur í sauðagæru. Ekki aðeins þurfa fréttamenn að lesa fyrrnefnda möntru heldur er sjónvarpsstöðvum Sinclair einnig skipað að sýna nokkra dagskrárliði, sem sagðir eru einkennast af sömu slagsíðu. Geri stöðvarnar það ekki megi þær búast við sektum frá móðurfélaginu og mótmæli fréttamenn eiga þeir á hættu að vera sagt upp. Sinclair lýtur stjórn milljarðamæringsins David Smith sem er góður kunningi Bandaríkjaforseta. Það kom því ekki mörgu á óvart þegar Donald Trump kom vini sínum til varnar á Twitter um helgina.So funny to watch Fake News Networks, among the most dishonest groups of people I have ever dealt with, criticize Sinclair Broadcasting for being biased. Sinclair is far superior to CNN and even more Fake NBC, which is a total joke.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 2, 2018 Sinclair reynir nú að festa kaup á sjónvarpsstöðvum útsendingarfyrirtækisins Tribune Media. Gangi viðskiptin eftir munu fréttir Sinclair ná inn á heimili í 42 bandarískum borgum til viðbótar. Einræða fréttamannanna myndi því birtast í 75% allra sjónvarpstækja vestanhafs. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur tekið upp hanskann fyrir sjónvarpsrisann Sinclair Broadcast Group sem hefur mátt þola harða gagnrýni síðastliðna viku. Sinclair rekur um 200 staðbundnar sjónvarpsstöðvar víðsvegar um Bandaríkin og er sjónvarpsmönnum þeirra gert að flytja einræðu þar sem „falskar fréttir“ eru gagnrýndar. Fá myndbönd fengu meira áhorf um páskahelgina en samantekt vefsins Deadspin á einræðu sjónvarpsmanna Sinclair-veldisins. Myndbandið má sjá hér að neðan en það sýnir hvernig tugir fréttamanna á ótal stöðvum flytja allir sömu töluna um óheiðarleika stærstu fréttamiðla Bandaríkjanna.How America's largest local TV owner turned its news anchors into soldiers in Trump's war on the media: https://t.co/iLVtKRQycL pic.twitter.com/dMdSGellH3— Deadspin (@Deadspin) March 31, 2018 Fréttaskýrendum þykir myndbandið óþægilegt á hið minnsta tvo vegu. Annars vegar afhjúpi það augljósa slagsíðu Sinclair-veldsins, sem lengi hefur verið gagnrýnt fyrir íhaldssama hægrimennsku í ritstjórnarstefnu sinni. Hins vegar segja þeir myndbandið til marks um það hvernig íhaldsöfl vestanhafs grafa markvisst undan stöndugum bandarískum fjölmiðlum. Það sé sérstaklega ógnvekjandi í þessu tilfelli þar sem rannsóknir benda til þess að Bandaríkjamenn treysti staðbundnum miðlum, sem flyja alla jafna fréttir af málum í nærumhverfi áhorfenda, betur en stóru fjölmiðlunum. Útsendingar Sinclair-veldisins ná nú þegar inn á 38% bandarískra heimila og því um að ræða fjölmiðlaveldi í búningi hins traustvekjandi staðbundna miðils. Hefur Sinclair því stundum verið nefnt „hættulegasta bandaríska fyrirtækið sem þú hefur aldri heyrt um,“ sannkallaður úlfur í sauðagæru. Ekki aðeins þurfa fréttamenn að lesa fyrrnefnda möntru heldur er sjónvarpsstöðvum Sinclair einnig skipað að sýna nokkra dagskrárliði, sem sagðir eru einkennast af sömu slagsíðu. Geri stöðvarnar það ekki megi þær búast við sektum frá móðurfélaginu og mótmæli fréttamenn eiga þeir á hættu að vera sagt upp. Sinclair lýtur stjórn milljarðamæringsins David Smith sem er góður kunningi Bandaríkjaforseta. Það kom því ekki mörgu á óvart þegar Donald Trump kom vini sínum til varnar á Twitter um helgina.So funny to watch Fake News Networks, among the most dishonest groups of people I have ever dealt with, criticize Sinclair Broadcasting for being biased. Sinclair is far superior to CNN and even more Fake NBC, which is a total joke.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 2, 2018 Sinclair reynir nú að festa kaup á sjónvarpsstöðvum útsendingarfyrirtækisins Tribune Media. Gangi viðskiptin eftir munu fréttir Sinclair ná inn á heimili í 42 bandarískum borgum til viðbótar. Einræða fréttamannanna myndi því birtast í 75% allra sjónvarpstækja vestanhafs.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira