Enski boltinn

Danilo: Við vorum betra liðið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Danilo í baráttunni við Marcus Rashford í gær
Danilo í baráttunni við Marcus Rashford í gær visir/getty
Manchester United vann grannaslaginn við Manchester City í gær og kom í veg fyrir að City gæti fagnað Englandsmeistaratitlinum. Varnarmaður City vildi þó ekki viðurkenna að United hafi verið betra liðið í leiknum.

Danilo, sem spilaði allan leikinn í öftustu línu City, sagði Jose Mourinho hafa þurft að bregða á það ráð að nota langar sendingar fram og City hafi ráðið leiknum.

„Ef þú skoðar tölfræði leiksins, rýnir í leikinn, þá vorum við meira með boltann og við stjórnuðum leiknum,“ sagði Danilo eftir tapið í gær.

„Þeir sendu bara langa bolta fram, skoruðu þrjú mörk og unnu. Við spiluðum eins og við höfum gert í allan vetur en það dugði ekki til í dag.“

„Það eru margar ástæður fyrir því að við töpuðum. Gætu verið misnotuð færi og margt annað, en þeir skoruðu þrjú mörk og við tvö og það er það sem skiptir máli.“

Manchester City á erfitt verkefni fram undan þegar liðið tekur á móti Liverpool í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn en Liverpool vann fyrri leikinn 3-0.


Tengdar fréttir

Pogba skoraði tvö í sigri United á City

Manchester City mistókst að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn er liðið tapaði fyrir grönnum sínum Í United en leiknum lauk með 3-2 sigri þeirra rauðklæddu.

Mourinho: Viljum ná öðru sætinu

José Mourinho, stjóri United, var að vonum ánægður með sigur sinna manna á Manchester City í dag en hann telur markmið síns liðs að enda í öðru sæti deildarinnar.

Sjáðu endurkomu United og allt hitt úr leikjum gærdagsins

Enska úrvalsdeildin sýndi það í gær að hún er ein skemmtilegasta deild í heimi. Stórleikur fullur af umdeildum atvikum; mark þar sem tveir leikmenn bítast um heiðurinn, dramatískir fallslagir, allir fengu sitt fyrir aðgöngumiðann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×