Enski boltinn

Guardiola: Vildum vinna fyrir stuðningsmennina

Dagur Lárusson skrifar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri City, segir að hann og leikmenn hans séu miður sín eftir leikinn í dag og þá sérstaklega vegna stuðningsmanna sinna.

 

Manchester United kom til baka á ótrúlegan máta í seinni hálfleiknum og vann 3-2 eftir að City mikið sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum.

 

„Við gerðum allt sem við gátum. Í fyrri hálfleiknum vorum við næstum því búnir að gera út um leikinn, við sköpuðum okkur svo mikið að færum en náðum ekki að skora nógu mikið.“

 

„Við erum miður okkar eftir leikinn og þá sérstaklega útaf stuðningsmönnum okkar. Við vildum vinna fyrir þá og fá þá í gott skap fyrir þriðjudaginn.“

 

„Knattspyrna snýst allt um vítateiginn, báðum megin. Ef þú stendur þig vel báðum megin þá áttu góðan möguleika á að vinna leikinn.“

 

Næsti leikur Manchester City er gegn Liverpool í Meistaradeildinni á þriðjudaginn en þar hafa Pep og lærisveinar hans verk að vinna eftir að hafa tapað fyrri leiknum 3-0.

 


Tengdar fréttir

Pogba skoraði tvö í sigri United á City

Manchester City mistókst að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn er liðið tapaði fyrir grönnum sínum Í United en leiknum lauk með 3-2 sigri þeirra rauðklæddu.

Mourinho: Viljum ná öðru sætinu

José Mourinho, stjóri United, var að vonum ánægður með sigur sinna manna á Manchester City í dag en hann telur markmið síns liðs að enda í öðru sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×