Enski boltinn

Sjáðu endurkomu United og allt hitt úr leikjum gærdagsins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Enska úrvalsdeildin sýndi það í gær að hún er ein skemmtilegasta deild í heimi. Stórleikur fullur af umdeildum atvikum; mark þar sem tveir leikmenn bítast um heiðurinn, dramatískir fallslagir, allir fengu sitt fyrir aðgöngumiðann.

Leikurinn sem beðið hefur verið eftir í vikunni var án efa stórleikur Manchester liðanna á Etihad vellinum þar sem City gat orðið Englandsmeistari með sigri á nágrönnunum og erkifjendunum.

Útlitið var mjög gott fyrir City sem var komið 2-0 yfir, staða sem liðið hefur ekki tapað í deildinni síðan 2008. Ótrúleg endurkoma United í seinni hálfleik sá þá rauðklæddu fara með 3-2 sigur þar sem Ashley Young hefði tvisvar getað fengið dæmda á sig vítaspyrnu.

Hinn grannaslagur dagsins stóð hins vegar ekki undir væntingum. Everton og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í afar bragðdaufum leik á Goodison Park.

Harry Kane var mættur aftur í byrjunarlið Tottenham og virtist hafa skorað sigurmarkið gegn Stoke þegar hann stýrði aukaspyrnu Christian Eriksen í marknetið. Hins vegar ákvað markanefnd úrvalsdeildarinnar að Kane ætti ekkert í þessu marki og skráði það á Eriksen.

Fimm af neðstu sex liðunum í deildinni voru í eldlínunni í dag og var mikið um jafntefli í leikjum þeirra svo enn er allt galopið í baráttunni um fallið.

Öll atvikin úr einstökum leikjum má sjá hér að neðan, samantekt frá leikjum gærdagsins er í spilaranum að ofan.

Manchester City - Manchester United 2-3
Stoke - Tottenham 1-2
Everton - Liverpool
Watford - Burnley 1-2
Leicester - Newcastle 1-2
WBA - Swansea 1-1
Brighton - Huddersfield 1-1
Bournemouth - Crystal Palace 2-2



Fleiri fréttir

Sjá meira


×