Enski boltinn

Mourinho: Viljum ná öðru sætinu

Dagur Lárusson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. vísir/getty
José Mourinho, stjóri United, var að vonum ánægður með sigur sinna manna á Manchester City í dag en hann telur markmið síns liðs að enda í öðru sæti deildarinnar.

 

Manchester City var yfir 2-0 í hálfleiknum en United kom til baka og vann ótrúlegan 3-2 sigur.

 

„Við spiluðum boltanum hraðar en öll lið sem hafa spilað gegn City í vetur. Við pressuðum þá hátt og héldum skipulagi sem lagði grunninn að þessum sigri.“

 

„Við þurfum sex stig til þess að tryggja okkur Meistaradeildarsæti og þessi sigur hjálpaði okkur við að ná því markmiði.“

 

„Okkar markmið er að enda í öðru sæti en ég vil óska Manchester City til hamingju með titilinn vegna þess að þeir eiga hann svo innilega skilið. Þeir gáfu engu öðru liði möguleika því þeir hættu ekki að vinna.“

 

„Ég ætlaði mér ekkert að koma hingað til þess að eyðileggja einhver fagnaðarlæti, ég vildi bara koma og ná í þrjú stig.“

 

 

 

Eftir leikinn er United með 71 stig í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Tottenham og Liverpool.

 


Tengdar fréttir

Pogba skoraði tvö í sigri United á City

Manchester City mistókst að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn er liðið tapaði fyrir grönnum sínum Í United en leiknum lauk með 3-2 sigri þeirra rauðklæddu.

Mourinho: Við erum næstbestir

Jose Mourinho svarar gagnrýnisröddum og segir Man Utd vera næstbesta lið ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×