Valsmenn íhuga að áfrýja sekt KSÍ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. mars 2018 14:30 Ólafur Jóhannesson á hliðarlínunni síðasta sumar. vísir/anton Líklegt er að Valur muni áfrýja 100 þúsund króna sektinni sem KSÍ dæmdi félaginu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi. Þetta kemur fram á Fótbolta.net í dag.Vísir greindi frá því í morgun að aga- og úrskurðarnenfd KSÍ hefði ákveðið að sekta knattspyrnudeild Vals um 100 þúsund vegna ummæla Ólafs þar sem hann ýjaði að því að Víkingur R og Völsungur hefðu komið sér saman um úrslitin í hinum fræga 16-0 leik liðanna árið 2013.Sjá einnig:Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins „Ég tel allar líkur á að við áfrýjum því að dómurinn beinist gegn okkur þrátt fyrir að við höfum alveg haldið okkur frá þessari umræðu,“ sagði Edvard Börkur Edvardsson, formaður meistaraflokksráðs Vals í frétt Fótbolta.net. Edvard Börkur segir Knattspyrnufélagið Val ekki hafa neina skoðun á umræddum leik eða úrslitum hans, KSÍ sé að beina spjótum sínum að Val þar sem Ólafur Jóhannesson er í vinnu hjá félaginu. „Okkur finnst þessi dómur hálf kjánalegur af því að hann beinist að Val. Við sem félag tökum ekki undir það sem Ólafur sagði í þessu viðtali.“ Hann sagði jafnframt að búið sé að blása þetta mál of mikið upp og tími sé kominn á að félögin sem um ræðir og Ólafur fari að hugsa um eitthvað annað. Knattspyrnudeild Víkings R. lítur málið hins vegar mjög alvarlegum augum og Haraldur Haraldsson, framkvæmdarstjóri deildarinnar, sagði í viðtali við Akraborgina að það kæmi til greina að kæra Ólaf fyrir meiðyrði. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35 Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23 Víkingar senda frá sér yfirlýsingu Knattspyrnudeild Víkings sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net í dag. 1. mars 2018 20:39 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Líklegt er að Valur muni áfrýja 100 þúsund króna sektinni sem KSÍ dæmdi félaginu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi. Þetta kemur fram á Fótbolta.net í dag.Vísir greindi frá því í morgun að aga- og úrskurðarnenfd KSÍ hefði ákveðið að sekta knattspyrnudeild Vals um 100 þúsund vegna ummæla Ólafs þar sem hann ýjaði að því að Víkingur R og Völsungur hefðu komið sér saman um úrslitin í hinum fræga 16-0 leik liðanna árið 2013.Sjá einnig:Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins „Ég tel allar líkur á að við áfrýjum því að dómurinn beinist gegn okkur þrátt fyrir að við höfum alveg haldið okkur frá þessari umræðu,“ sagði Edvard Börkur Edvardsson, formaður meistaraflokksráðs Vals í frétt Fótbolta.net. Edvard Börkur segir Knattspyrnufélagið Val ekki hafa neina skoðun á umræddum leik eða úrslitum hans, KSÍ sé að beina spjótum sínum að Val þar sem Ólafur Jóhannesson er í vinnu hjá félaginu. „Okkur finnst þessi dómur hálf kjánalegur af því að hann beinist að Val. Við sem félag tökum ekki undir það sem Ólafur sagði í þessu viðtali.“ Hann sagði jafnframt að búið sé að blása þetta mál of mikið upp og tími sé kominn á að félögin sem um ræðir og Ólafur fari að hugsa um eitthvað annað. Knattspyrnudeild Víkings R. lítur málið hins vegar mjög alvarlegum augum og Haraldur Haraldsson, framkvæmdarstjóri deildarinnar, sagði í viðtali við Akraborgina að það kæmi til greina að kæra Ólaf fyrir meiðyrði.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35 Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23 Víkingar senda frá sér yfirlýsingu Knattspyrnudeild Víkings sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net í dag. 1. mars 2018 20:39 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35
Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23
Víkingar senda frá sér yfirlýsingu Knattspyrnudeild Víkings sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net í dag. 1. mars 2018 20:39