Víkingar senda frá sér yfirlýsingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. mars 2018 20:39 Sigurður Egill Lárusson í baráttunni við Davíð Örn Atlason í leik Vals og Víkings síðasta sumar. Ólafur Jóhannesson þjálfar Íslandsmeistara Vals. vísir/andri marinó Knattspyrnudeild Víkings sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net í dag. Þar sagði Ólafur að hann telji úrslit leiks Víkings R. og Völsungs í 1. deild árið 2013 hafa verið fyrirfram ákveðin, en Víkingur vann leikinn 16-0 og komst því upp í efstu deild á markatölu. Í yfirlýsingu Víkings segir að „umræddum ummælum Ólafs Jóhannessonar er alfarið vísað á bug sem rakalausum með öllu. Um er að ræða alvarlegar aðdróttanir í garð félaganna beggja sem ekki er nokkur einasti fótur fyrir.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að Víkingur hefði kvartað yfir ummælunum til KSÍ. Þá segir í yfirlýsingunni að Víkingar skori á Ólaf að biðjast afsökunar opinberlega á ummælum sínum.Yfirlýsing Knattspyrnufélagsins Víkings til fjölmiðla, vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, knattspyrnuþjálfara Vals í útvarpsviðtali á Fótbolti.net í dag. Af gefnu tilefni vegna alvarlegra aðdróttana Ólafs Jóhannessonar þjálfara Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í útvarpsviðtali, í garð Knattspyrnufélagsins Víkings og Völsungs á Húsavík um hagræðingu úrslita árið 2013 vill Knattspyrnufélagið Víkingur taka eftirfarandi fram: Umræddum ummælum Ólafs Jóhannessonar er alfarið vísað á bug sem rakalausum með öllu. Um er að ræða alvarlegar aðdróttanir í garð félaganna beggja, sem ekki er nokkur einasti fótur fyrir. Virðast ummælin sett fram í þeim eina tilgangi að kasta rýrð á ímynd félaganna og það starf sem þar er unnið, skaða félögin og orðspor þeirra, með því að saka þau um óheiðarleika fullkomlega að ósekju. Knattspyrnufélagið Víkingur áréttar að aðdróttanir af þessum toga kunna að varða þann sem hefur þær uppi ábyrgð að lögum, en spjótum sínum beinir Ólafur Jóhannesson, með ummælum sínum að félögunum sjálfum, þeim sem þar starfa, stjórnarmönnum og leikmönnum. Verður ekki við það unað, enda með öllu óásættanlegt. Forsvarsmenn íþróttafélaga, þ.m.t. þjálfarar, einkum og sér í lagi þeir sem teljast í framvarðarsveit knattspyrnuhreyfingarinnar, verða í hvívetna að gæta orða sinna, á vettvangi knattspyrnunnar líkt og annarsstaðar, og gæta þess eins og allir aðrir að veitast ekki að öðrum íþróttafélögum og þeim sem þar starfa, með ásökunum sem engan rétt eiga á sér. Knattspyrnufélagið Víkingur gerir ráð fyrir að Ólafur Jóhannesson sjái að sér og skorar á hann að biðjast afsökunar opinberlega vegna ummælanna, svo sem minnstir eftirmálar verði af þeim eða skaði. Knattspyrnufélagið Víkingur hefur ákveðið að vísa ummælum þessum til stjórnar KSÍ og aganefndar og gerir ráð fyrir að brugðist verði við þeim með viðhlítandi hætti innan knattspyrnusambandsins. Umrædd yfirlýsing óskast birt í fjölmiðlum. Knattspyrnufélagið Víkingur Björn Einarsson Formaður Aðalstjórnar Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35 Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23 Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins Segir að það hafi verið óeðlileg úrslit í næstefstu deild þegar Víkingur vann Völsung, 16-0. 1. mars 2018 15:15 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Knattspyrnudeild Víkings sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net í dag. Þar sagði Ólafur að hann telji úrslit leiks Víkings R. og Völsungs í 1. deild árið 2013 hafa verið fyrirfram ákveðin, en Víkingur vann leikinn 16-0 og komst því upp í efstu deild á markatölu. Í yfirlýsingu Víkings segir að „umræddum ummælum Ólafs Jóhannessonar er alfarið vísað á bug sem rakalausum með öllu. Um er að ræða alvarlegar aðdróttanir í garð félaganna beggja sem ekki er nokkur einasti fótur fyrir.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að Víkingur hefði kvartað yfir ummælunum til KSÍ. Þá segir í yfirlýsingunni að Víkingar skori á Ólaf að biðjast afsökunar opinberlega á ummælum sínum.Yfirlýsing Knattspyrnufélagsins Víkings til fjölmiðla, vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, knattspyrnuþjálfara Vals í útvarpsviðtali á Fótbolti.net í dag. Af gefnu tilefni vegna alvarlegra aðdróttana Ólafs Jóhannessonar þjálfara Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í útvarpsviðtali, í garð Knattspyrnufélagsins Víkings og Völsungs á Húsavík um hagræðingu úrslita árið 2013 vill Knattspyrnufélagið Víkingur taka eftirfarandi fram: Umræddum ummælum Ólafs Jóhannessonar er alfarið vísað á bug sem rakalausum með öllu. Um er að ræða alvarlegar aðdróttanir í garð félaganna beggja, sem ekki er nokkur einasti fótur fyrir. Virðast ummælin sett fram í þeim eina tilgangi að kasta rýrð á ímynd félaganna og það starf sem þar er unnið, skaða félögin og orðspor þeirra, með því að saka þau um óheiðarleika fullkomlega að ósekju. Knattspyrnufélagið Víkingur áréttar að aðdróttanir af þessum toga kunna að varða þann sem hefur þær uppi ábyrgð að lögum, en spjótum sínum beinir Ólafur Jóhannesson, með ummælum sínum að félögunum sjálfum, þeim sem þar starfa, stjórnarmönnum og leikmönnum. Verður ekki við það unað, enda með öllu óásættanlegt. Forsvarsmenn íþróttafélaga, þ.m.t. þjálfarar, einkum og sér í lagi þeir sem teljast í framvarðarsveit knattspyrnuhreyfingarinnar, verða í hvívetna að gæta orða sinna, á vettvangi knattspyrnunnar líkt og annarsstaðar, og gæta þess eins og allir aðrir að veitast ekki að öðrum íþróttafélögum og þeim sem þar starfa, með ásökunum sem engan rétt eiga á sér. Knattspyrnufélagið Víkingur gerir ráð fyrir að Ólafur Jóhannesson sjái að sér og skorar á hann að biðjast afsökunar opinberlega vegna ummælanna, svo sem minnstir eftirmálar verði af þeim eða skaði. Knattspyrnufélagið Víkingur hefur ákveðið að vísa ummælum þessum til stjórnar KSÍ og aganefndar og gerir ráð fyrir að brugðist verði við þeim með viðhlítandi hætti innan knattspyrnusambandsins. Umrædd yfirlýsing óskast birt í fjölmiðlum. Knattspyrnufélagið Víkingur Björn Einarsson Formaður Aðalstjórnar
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35 Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23 Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins Segir að það hafi verið óeðlileg úrslit í næstefstu deild þegar Víkingur vann Völsung, 16-0. 1. mars 2018 15:15 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35
Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23
Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins Segir að það hafi verið óeðlileg úrslit í næstefstu deild þegar Víkingur vann Völsung, 16-0. 1. mars 2018 15:15