Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. mars 2018 17:23 Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013.Ólafur sagði í þættinum Návígi á Fótbolta.net að „það er ljóst að það hefur eitthvað annað verið að baki. Ég veit það ekki en ég veit það samt.“ Ólafur var á þeim tíma þjálfari Hauka sem sátu eftir í 1. deildinni ásamt Grindavík með sárt ennið en Víkingur fór upp í efstu deild á markatölu eftir þennan 16-0 sigur. Hrannar Björn, sem í dag leikur með KA en var leikmaður Völsungs á þessum tíma, var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu 977 í dag. „Þetta er argasta kjaftæði. Ég get ekki sagt mikið meira um það,“ sagði Hrannar um þessi orð sem hann, og flestir aðrir, túlka sem ásökun um veðmálasvindl. Hjörtur spilaði þennan leik fyrir Víking og hann sagði að leikmennirnir í liðinu vissu vel að úrslit mótsins myndu ráðast á markatölu og því hafi þeir spilað til þess að sækja í 90. mínútur og slökuðu aldrei á. Þá tók hann fram að um ef eitthvað óheiðarlegt hefði verið að ræða í þessum leik þá hafi það aldrei verið borið undir hann. Þá lýsti Hrannar aðstæðum innan Völsungs þar sem allt virtist vera í ljósum logum, félagið rekið í þrot og það hefði ekki komið svo mikið á óvart að liðið myndi tapa með slíkum mun. „Án þess að gagnrýna of mikið þá sem voru með mér í þessu liði, þá hefði hópurinn seinni hlutan af mótinu getað fallið úr þriðju deild. Liðið var það slakt.“ „Að eitthvað veðmálsvindl hafi verið hjá mér, bróður mínum eða einhverjum öðrum er bara kjaftæði,“ sagði Hrannar. Markmaðurinn sem var í markinu þennan dag spilaði sinn fyrsta og eina meistaraflokksleik, 16 ára að aldri, í þessum leik. Ólafur gagnrýndi Hrannar og bróðir hans Guðmund Óla fyrir að láta reka sig útaf vísvitandi og Hjörtur sagði að hans upplifun hafi verið sú að þeir væru að sækjast eftir rauða spjaldinu. „Ég get alveg sagt þér það að ég reyndi aldrei að fá rautt. Ég var ekki búinn að hugsa í leiknum að ég vildi láta reka mig út af. Það er ekki séns,“ sagði Hrannar Björn Steingrímsson. Viðtal Hjartar við Hrannar má heyra í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013.Ólafur sagði í þættinum Návígi á Fótbolta.net að „það er ljóst að það hefur eitthvað annað verið að baki. Ég veit það ekki en ég veit það samt.“ Ólafur var á þeim tíma þjálfari Hauka sem sátu eftir í 1. deildinni ásamt Grindavík með sárt ennið en Víkingur fór upp í efstu deild á markatölu eftir þennan 16-0 sigur. Hrannar Björn, sem í dag leikur með KA en var leikmaður Völsungs á þessum tíma, var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu 977 í dag. „Þetta er argasta kjaftæði. Ég get ekki sagt mikið meira um það,“ sagði Hrannar um þessi orð sem hann, og flestir aðrir, túlka sem ásökun um veðmálasvindl. Hjörtur spilaði þennan leik fyrir Víking og hann sagði að leikmennirnir í liðinu vissu vel að úrslit mótsins myndu ráðast á markatölu og því hafi þeir spilað til þess að sækja í 90. mínútur og slökuðu aldrei á. Þá tók hann fram að um ef eitthvað óheiðarlegt hefði verið að ræða í þessum leik þá hafi það aldrei verið borið undir hann. Þá lýsti Hrannar aðstæðum innan Völsungs þar sem allt virtist vera í ljósum logum, félagið rekið í þrot og það hefði ekki komið svo mikið á óvart að liðið myndi tapa með slíkum mun. „Án þess að gagnrýna of mikið þá sem voru með mér í þessu liði, þá hefði hópurinn seinni hlutan af mótinu getað fallið úr þriðju deild. Liðið var það slakt.“ „Að eitthvað veðmálsvindl hafi verið hjá mér, bróður mínum eða einhverjum öðrum er bara kjaftæði,“ sagði Hrannar. Markmaðurinn sem var í markinu þennan dag spilaði sinn fyrsta og eina meistaraflokksleik, 16 ára að aldri, í þessum leik. Ólafur gagnrýndi Hrannar og bróðir hans Guðmund Óla fyrir að láta reka sig útaf vísvitandi og Hjörtur sagði að hans upplifun hafi verið sú að þeir væru að sækjast eftir rauða spjaldinu. „Ég get alveg sagt þér það að ég reyndi aldrei að fá rautt. Ég var ekki búinn að hugsa í leiknum að ég vildi láta reka mig út af. Það er ekki séns,“ sagði Hrannar Björn Steingrímsson. Viðtal Hjartar við Hrannar má heyra í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó