Katrín ræddi mál Hauks Hilmarssonar við Merkel Hulda Hólmkelsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 19. mars 2018 14:46 Katrín og Merkel héldu stuttan blaðamannafund áður en þær héldu til fundar. Vísir/EPA Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fundaði í dag með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Katrín og Merkel héldu stuttan blaðamannafund áður en þær héldu til fundar. Meðal þess sem þær ræddu á fundinum var mál Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi þann 24. febrúar síðastliðinn. Óskaði Katrín eftir því að íslensk yfirvöld mættu njóta liðsinnis þýskra yfirvalda til að leita upplýsinga um örlög Hauks. „Ég bara notaði tækifærið í ljósi þess að við vorum á þessum fundi og óskaði þess að við mættum njóta liðsinnis Þjóðverja í því máli þar sem þau hafa auðvitað töluvert mikla reynslu af málum sem þessum. þannig ég notaði tækifærið og óskaði liðsinnis og var mjög vel tekið með það,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Vísir/EPA Vissi Merkel um mál Hauks? „Nei hún þekkti ekki til þess fyrir en auðvitað þekkir mjög vel til aðstæðna í Tyrklandi og meðal þess sem við ræddum á fundinum voru stóru línurnar þegar kemur að málefnum flóttamanna. Þar hefur hún auðvitað stigið mjög eindregið fram og talað mjög sterklega fyrir því að vestræn ríki þurfi líka að efla þróunarsamvinnu og þróunaraðstoð.“ Katrín ræddi fund sinn með Merkel í Reykjavík síðdegis í dag. Engar nýjar upplýsingar liggja fyrir í máli Hauks að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Ráðuneytið vinnur áfram í málinu og að sögn Sveins er lögð áhersla á samvinnu við ástvini Hauks og að halda þeim upplýstum um gang mála. Aðstandendur Hauks funduðu með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þann 13. mars síðastliðinn og hefur Guðlaugur Þór rætt við utanríkisráðherra Tyrklands vegna málsins. Í heimsókn sinni í Þýskalandi mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra jafnframt taka þátt í dagskrá fullveldishátíðar á vegum sendiráðs Íslands í Berlín og ávarpa jafnréttisráðstefnu sem ber yfirskriftina DÓTTIR þar sem m.a. verður fjallað um samræmingu vinnu og fjölskyldulífs. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Engar nýjar upplýsingar í máli Hauks Talið er að Haukur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. 19. mars 2018 14:29 Eva telur hugsanlegt að sonur hennar sé á lífi Eva Hauksdóttir segir ýmislegt mótsagnakennt er varðar fregnir af andláti Hauks Hilmarssonar. 16. mars 2018 12:54 Ræddi við félagsmálaráðherra Tyrklands út af Hauki Hilmarssyni Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ræddi við fjöskyldu- og félagsmálaráðherra Tyrklands í gær um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í loftárás Tyrkja í Sýrlandi í síðasta mánuði. 15. mars 2018 13:50 Utanríkismálanefnd fundaði um mál Hauks Hilmarssonar Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði í morgun um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að afla sem fyrst upplýsinga um afdrif Hauks. 14. mars 2018 18:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fundaði í dag með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Katrín og Merkel héldu stuttan blaðamannafund áður en þær héldu til fundar. Meðal þess sem þær ræddu á fundinum var mál Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi þann 24. febrúar síðastliðinn. Óskaði Katrín eftir því að íslensk yfirvöld mættu njóta liðsinnis þýskra yfirvalda til að leita upplýsinga um örlög Hauks. „Ég bara notaði tækifærið í ljósi þess að við vorum á þessum fundi og óskaði þess að við mættum njóta liðsinnis Þjóðverja í því máli þar sem þau hafa auðvitað töluvert mikla reynslu af málum sem þessum. þannig ég notaði tækifærið og óskaði liðsinnis og var mjög vel tekið með það,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Vísir/EPA Vissi Merkel um mál Hauks? „Nei hún þekkti ekki til þess fyrir en auðvitað þekkir mjög vel til aðstæðna í Tyrklandi og meðal þess sem við ræddum á fundinum voru stóru línurnar þegar kemur að málefnum flóttamanna. Þar hefur hún auðvitað stigið mjög eindregið fram og talað mjög sterklega fyrir því að vestræn ríki þurfi líka að efla þróunarsamvinnu og þróunaraðstoð.“ Katrín ræddi fund sinn með Merkel í Reykjavík síðdegis í dag. Engar nýjar upplýsingar liggja fyrir í máli Hauks að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Ráðuneytið vinnur áfram í málinu og að sögn Sveins er lögð áhersla á samvinnu við ástvini Hauks og að halda þeim upplýstum um gang mála. Aðstandendur Hauks funduðu með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þann 13. mars síðastliðinn og hefur Guðlaugur Þór rætt við utanríkisráðherra Tyrklands vegna málsins. Í heimsókn sinni í Þýskalandi mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra jafnframt taka þátt í dagskrá fullveldishátíðar á vegum sendiráðs Íslands í Berlín og ávarpa jafnréttisráðstefnu sem ber yfirskriftina DÓTTIR þar sem m.a. verður fjallað um samræmingu vinnu og fjölskyldulífs.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Engar nýjar upplýsingar í máli Hauks Talið er að Haukur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. 19. mars 2018 14:29 Eva telur hugsanlegt að sonur hennar sé á lífi Eva Hauksdóttir segir ýmislegt mótsagnakennt er varðar fregnir af andláti Hauks Hilmarssonar. 16. mars 2018 12:54 Ræddi við félagsmálaráðherra Tyrklands út af Hauki Hilmarssyni Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ræddi við fjöskyldu- og félagsmálaráðherra Tyrklands í gær um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í loftárás Tyrkja í Sýrlandi í síðasta mánuði. 15. mars 2018 13:50 Utanríkismálanefnd fundaði um mál Hauks Hilmarssonar Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði í morgun um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að afla sem fyrst upplýsinga um afdrif Hauks. 14. mars 2018 18:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Engar nýjar upplýsingar í máli Hauks Talið er að Haukur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. 19. mars 2018 14:29
Eva telur hugsanlegt að sonur hennar sé á lífi Eva Hauksdóttir segir ýmislegt mótsagnakennt er varðar fregnir af andláti Hauks Hilmarssonar. 16. mars 2018 12:54
Ræddi við félagsmálaráðherra Tyrklands út af Hauki Hilmarssyni Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ræddi við fjöskyldu- og félagsmálaráðherra Tyrklands í gær um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í loftárás Tyrkja í Sýrlandi í síðasta mánuði. 15. mars 2018 13:50
Utanríkismálanefnd fundaði um mál Hauks Hilmarssonar Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði í morgun um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að afla sem fyrst upplýsinga um afdrif Hauks. 14. mars 2018 18:45
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“