Innlent

Ræddi við félagsmálaráðherra Tyrklands út af Hauki Hilmarssyni

Höskuldur Kári Schram skrifar
Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ræddi við fjöskyldu- og félagsmálaráðherra Tyrklands í gær um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í loftárás Tyrkja í Sýrlandi í síðasta mánuði.

Ráðherrarnir hittust óformlega á fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York í Bandaríkjunum. Tyrkneski ráðherrann tók vel í málaleitan Ásmundar en íslensk stjórnvöld hafa með óformlegum og formlegum hætti óskað eftir aðstoð Tyrkja við að fá upplýsingar um afdrif Hauks.

Fyrr í þessari viku ræddi Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra við tyrkneska starfsbróður sinn vegna sama máls.


Tengdar fréttir

Utanríkismálanefnd fundaði um mál Hauks Hilmarssonar

Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði í morgun um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að afla sem fyrst upplýsinga um afdrif Hauks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×