Innlent

Ræddi við félagsmálaráðherra Tyrklands út af Hauki Hilmarssyni

Höskuldur Kári Schram skrifar
Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason.

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ræddi við fjöskyldu- og félagsmálaráðherra Tyrklands í gær um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í loftárás Tyrkja í Sýrlandi í síðasta mánuði.

Ráðherrarnir hittust óformlega á fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York í Bandaríkjunum. Tyrkneski ráðherrann tók vel í málaleitan Ásmundar en íslensk stjórnvöld hafa með óformlegum og formlegum hætti óskað eftir aðstoð Tyrkja við að fá upplýsingar um afdrif Hauks.

Fyrr í þessari viku ræddi Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra við tyrkneska starfsbróður sinn vegna sama máls.


Tengdar fréttir

Utanríkismálanefnd fundaði um mál Hauks Hilmarssonar

Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði í morgun um mál Hauks Hilmarssonar sem féll í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að afla sem fyrst upplýsinga um afdrif Hauks.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.