Reyndu að koma höggi á CNN með fölsuðum tölvupósti Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2018 18:36 Mikil umræða hefur farið af stað um skovopn í Bandaríkjunum eftir árásina á Flórída á Valentínusardag. CNN gerði umræðuþátt í vikunni á formi borgarafundar þar sem nemendur frá skólanum spurðu þingmenn meðal annars spurninga. Vísir/AFP Fjölskylda nemanda við framhaldsskólann á Flórída þar sem vopnaður maður drap sautján manns í þarsíðustu viku lét fjölmiðla fá falsaðan tölvupóst til að sýna fram á að CNN-fréttastöðin hefði reynt að stýra ummælum hans í sjónvarpsþætti. Hægrisinnaðir fjölmiðlar í Bandaríkjunum stukku á fréttir þess efnis að CNN hefði skrifað spurningu fyrir nemanda við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann fyrir umræðuþátt um skotárásina í síðustu viku. Donald Trump forseti og stuðningsmenn hans hafa ítrekað vegið að heiðri CNN og sakað stöðina um að flytja „falsfréttir“. Colton Haab, nemandi við skólann, sagði þannig þáttastjórnanda Fox News á fimmtudag að framleiðandi hjá CNN hefði endurskrifað spurningu til þingmanns sem hann hafði lagt til. Framleiðandinn hafi sagt honum að „halda sig við handritið“. Forsvarsmenn CNN mótmæltu þessari lýsingu harðlega og sögðust hafa sannanir fyrir að hún ætti ekki við rök að styðjast. Þeir sögðu að Haab og framleiðandinn hefðu sammælst um að hann myndi spyrja einnar spurningar. Faðir hans hafi hins vegar síðan krafist þess að sonur sinn fengi að lesa langa ræðu með þremur spurningum til þingmanna. Framleiðandinn hafi svarað því að ræðan væri alltof löng og að Haab þyrfti að „halda sig við“ spurninguna sem upphaflega hafði verið rætt um. Eyddi út orðum úr tölvupóstiBusiness Insider segir að þegar tölvupóstar þessa efnis sem CNN afhenti þegar aðrir fjölmiðlar spurðust fyrir um málið voru bornir saman við þá sem fjölskylda Haab sendi kom í ljós að þeim hafði verið breytt. Í útgáfu CNN sagði framleiðandinn við föðurinn að sonur hans þyrfti að halda sig við spurninguna sem hann hafði upphaflega lagt fram. Í útgáfunni frá Haab-fjölskyldunni hafði orðunum „sem hann sendi inn“ verið eytt út. Svo virðist sem að faðir drengsins hafi verið sá sem breytti skjalinu síðast. Talsmaður CNN segir óheppilegt að tilraun til að koma óorði á stöðina hafi dregið athyglina frá tilgangi umræðuþáttarins. Stöðin hafi hins vegar séð sig knúna til að bregðast við þegar í ljós kom að tölvupóstum hafði verið hagrætt. Faðir drengsins tjáði sig ekki um málið. Bandaríkin Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Fjölskylda nemanda við framhaldsskólann á Flórída þar sem vopnaður maður drap sautján manns í þarsíðustu viku lét fjölmiðla fá falsaðan tölvupóst til að sýna fram á að CNN-fréttastöðin hefði reynt að stýra ummælum hans í sjónvarpsþætti. Hægrisinnaðir fjölmiðlar í Bandaríkjunum stukku á fréttir þess efnis að CNN hefði skrifað spurningu fyrir nemanda við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann fyrir umræðuþátt um skotárásina í síðustu viku. Donald Trump forseti og stuðningsmenn hans hafa ítrekað vegið að heiðri CNN og sakað stöðina um að flytja „falsfréttir“. Colton Haab, nemandi við skólann, sagði þannig þáttastjórnanda Fox News á fimmtudag að framleiðandi hjá CNN hefði endurskrifað spurningu til þingmanns sem hann hafði lagt til. Framleiðandinn hafi sagt honum að „halda sig við handritið“. Forsvarsmenn CNN mótmæltu þessari lýsingu harðlega og sögðust hafa sannanir fyrir að hún ætti ekki við rök að styðjast. Þeir sögðu að Haab og framleiðandinn hefðu sammælst um að hann myndi spyrja einnar spurningar. Faðir hans hafi hins vegar síðan krafist þess að sonur sinn fengi að lesa langa ræðu með þremur spurningum til þingmanna. Framleiðandinn hafi svarað því að ræðan væri alltof löng og að Haab þyrfti að „halda sig við“ spurninguna sem upphaflega hafði verið rætt um. Eyddi út orðum úr tölvupóstiBusiness Insider segir að þegar tölvupóstar þessa efnis sem CNN afhenti þegar aðrir fjölmiðlar spurðust fyrir um málið voru bornir saman við þá sem fjölskylda Haab sendi kom í ljós að þeim hafði verið breytt. Í útgáfu CNN sagði framleiðandinn við föðurinn að sonur hans þyrfti að halda sig við spurninguna sem hann hafði upphaflega lagt fram. Í útgáfunni frá Haab-fjölskyldunni hafði orðunum „sem hann sendi inn“ verið eytt út. Svo virðist sem að faðir drengsins hafi verið sá sem breytti skjalinu síðast. Talsmaður CNN segir óheppilegt að tilraun til að koma óorði á stöðina hafi dregið athyglina frá tilgangi umræðuþáttarins. Stöðin hafi hins vegar séð sig knúna til að bregðast við þegar í ljós kom að tölvupóstum hafði verið hagrætt. Faðir drengsins tjáði sig ekki um málið.
Bandaríkin Tengdar fréttir Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30 Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29 Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45 Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Formaður NRA hellti úr skálum reiði sinnar vegna umræðu eftir skólaárás Sósíalistar að evrópskri fyrirmynd vilja útrýma öllu einstaklingsfrelsi í Bandaríkjunum ef marka má fullyrðingar formanns stærstu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum. 22. febrúar 2018 19:30
Stórfyrirtæki yfirgefa hagsmunasamtök byssueigenda eftir skotárásina á Flórída NRA hafa verið holdgervingur andstöðu við herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum um árabil. 24. febrúar 2018 17:29
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41
Trump leggur til að vopna kennara til að fyrirbyggja skotárásir Bandaríkjaforseti viðurkenndi að hugmyndin yrði umdeild en að ríkisstjórn hans myndi skoða hana alvarlega. 21. febrúar 2018 23:45
Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fái borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. 21. febrúar 2018 14:21