Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 14:21 David Hogg ásamt skólasystur sinni Kelsey Friend. Vísir/AFP Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fær borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. Hogg er einn þeirra sem lifði af skotárás í Mary Stoneman Douglas-framhaldsskólanum þann 14. febrúar síðastliðinn. Hogg er í hópi um hundrað nemenda við skólann sem hafa undanfarna daga krafist þess að gripið verði til aðgerða svo koma megi í veg fyrir frekari skotárásir. Hogg, sem er í ritstjórn skólablaðsins, tók viðtöl við samnemendur sína á meðan á árásinni stóð. Samsæriskenningarsmiðir á netinu hafa nú sakað hópinn um að vera launaðir leikarar sem ferðist á milli vettvanga skotárása. Hefur Hogg sérstaklega vakið athygli netverja þar sem faðir hans er fyrrverandi starfsmaður bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. „Ég er ekki krísuleikari,“ sagði Hogg í viðtali við Anderson Cooper á CNN. „Ég er einhver sem þurfi að varð vitni að þessu og lifði þetta af og ég mun þurfa að lifa með því.“ „Ég er ekki hér á vegum neins.“Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar samsæriskenningar fara á flug í kringum harmleiki vestanhafs og hlutu slíkar sögur töluverða athygli í kjölfar skotárásarinnar í Las Vegas í október síðastliðnum sem var ein sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Benjamin Kelly, aðstoðarmaður ríkisþingmanns í Flórída, senti tölvupóst á dagblaðið Tampa Bay Times þar sem hann tók undir kenningar um að Hogg og samnemendur hans væru í raun leikarar. Kelly var í kjölfarið látinn fjúka af yfirmanni sínum, Repúblikananum Shawn Harrison, sem afneitaði jafnframt hegðun Kelly. Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Repúblikana frá Flórída, afneitaði einnig slíkum samsæriskenningum.Tonight Mr. Kelly was terminated from his position as my District Secretary. I am appalled at and strongly denounce his comments about the Parkland students. I am again sorry for any pain this has caused the grieving families of this tragedy.— Shawn Harrison (@Shawnfor63) February 21, 2018 Claiming some of the students on tv after #Parkland are actors is the work of a disgusting group of idiots with no sense of decency— Marco Rubio (@marcorubio) February 20, 2018 Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Repúblikanar grípa til sömu umræðu og áður í kjölfars mannskæðar skotárásar. 15. febrúar 2018 23:00 Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39 Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fær borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. Hogg er einn þeirra sem lifði af skotárás í Mary Stoneman Douglas-framhaldsskólanum þann 14. febrúar síðastliðinn. Hogg er í hópi um hundrað nemenda við skólann sem hafa undanfarna daga krafist þess að gripið verði til aðgerða svo koma megi í veg fyrir frekari skotárásir. Hogg, sem er í ritstjórn skólablaðsins, tók viðtöl við samnemendur sína á meðan á árásinni stóð. Samsæriskenningarsmiðir á netinu hafa nú sakað hópinn um að vera launaðir leikarar sem ferðist á milli vettvanga skotárása. Hefur Hogg sérstaklega vakið athygli netverja þar sem faðir hans er fyrrverandi starfsmaður bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. „Ég er ekki krísuleikari,“ sagði Hogg í viðtali við Anderson Cooper á CNN. „Ég er einhver sem þurfi að varð vitni að þessu og lifði þetta af og ég mun þurfa að lifa með því.“ „Ég er ekki hér á vegum neins.“Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar samsæriskenningar fara á flug í kringum harmleiki vestanhafs og hlutu slíkar sögur töluverða athygli í kjölfar skotárásarinnar í Las Vegas í október síðastliðnum sem var ein sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Benjamin Kelly, aðstoðarmaður ríkisþingmanns í Flórída, senti tölvupóst á dagblaðið Tampa Bay Times þar sem hann tók undir kenningar um að Hogg og samnemendur hans væru í raun leikarar. Kelly var í kjölfarið látinn fjúka af yfirmanni sínum, Repúblikananum Shawn Harrison, sem afneitaði jafnframt hegðun Kelly. Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Repúblikana frá Flórída, afneitaði einnig slíkum samsæriskenningum.Tonight Mr. Kelly was terminated from his position as my District Secretary. I am appalled at and strongly denounce his comments about the Parkland students. I am again sorry for any pain this has caused the grieving families of this tragedy.— Shawn Harrison (@Shawnfor63) February 21, 2018 Claiming some of the students on tv after #Parkland are actors is the work of a disgusting group of idiots with no sense of decency— Marco Rubio (@marcorubio) February 20, 2018
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Repúblikanar grípa til sömu umræðu og áður í kjölfars mannskæðar skotárásar. 15. febrúar 2018 23:00 Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39 Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30
Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Repúblikanar grípa til sömu umræðu og áður í kjölfars mannskæðar skotárásar. 15. febrúar 2018 23:00
Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39
Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36
„Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55