Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 14:21 David Hogg ásamt skólasystur sinni Kelsey Friend. Vísir/AFP Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fær borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. Hogg er einn þeirra sem lifði af skotárás í Mary Stoneman Douglas-framhaldsskólanum þann 14. febrúar síðastliðinn. Hogg er í hópi um hundrað nemenda við skólann sem hafa undanfarna daga krafist þess að gripið verði til aðgerða svo koma megi í veg fyrir frekari skotárásir. Hogg, sem er í ritstjórn skólablaðsins, tók viðtöl við samnemendur sína á meðan á árásinni stóð. Samsæriskenningarsmiðir á netinu hafa nú sakað hópinn um að vera launaðir leikarar sem ferðist á milli vettvanga skotárása. Hefur Hogg sérstaklega vakið athygli netverja þar sem faðir hans er fyrrverandi starfsmaður bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. „Ég er ekki krísuleikari,“ sagði Hogg í viðtali við Anderson Cooper á CNN. „Ég er einhver sem þurfi að varð vitni að þessu og lifði þetta af og ég mun þurfa að lifa með því.“ „Ég er ekki hér á vegum neins.“Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar samsæriskenningar fara á flug í kringum harmleiki vestanhafs og hlutu slíkar sögur töluverða athygli í kjölfar skotárásarinnar í Las Vegas í október síðastliðnum sem var ein sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Benjamin Kelly, aðstoðarmaður ríkisþingmanns í Flórída, senti tölvupóst á dagblaðið Tampa Bay Times þar sem hann tók undir kenningar um að Hogg og samnemendur hans væru í raun leikarar. Kelly var í kjölfarið látinn fjúka af yfirmanni sínum, Repúblikananum Shawn Harrison, sem afneitaði jafnframt hegðun Kelly. Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Repúblikana frá Flórída, afneitaði einnig slíkum samsæriskenningum.Tonight Mr. Kelly was terminated from his position as my District Secretary. I am appalled at and strongly denounce his comments about the Parkland students. I am again sorry for any pain this has caused the grieving families of this tragedy.— Shawn Harrison (@Shawnfor63) February 21, 2018 Claiming some of the students on tv after #Parkland are actors is the work of a disgusting group of idiots with no sense of decency— Marco Rubio (@marcorubio) February 20, 2018 Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Repúblikanar grípa til sömu umræðu og áður í kjölfars mannskæðar skotárásar. 15. febrúar 2018 23:00 Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39 Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fær borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. Hogg er einn þeirra sem lifði af skotárás í Mary Stoneman Douglas-framhaldsskólanum þann 14. febrúar síðastliðinn. Hogg er í hópi um hundrað nemenda við skólann sem hafa undanfarna daga krafist þess að gripið verði til aðgerða svo koma megi í veg fyrir frekari skotárásir. Hogg, sem er í ritstjórn skólablaðsins, tók viðtöl við samnemendur sína á meðan á árásinni stóð. Samsæriskenningarsmiðir á netinu hafa nú sakað hópinn um að vera launaðir leikarar sem ferðist á milli vettvanga skotárása. Hefur Hogg sérstaklega vakið athygli netverja þar sem faðir hans er fyrrverandi starfsmaður bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. „Ég er ekki krísuleikari,“ sagði Hogg í viðtali við Anderson Cooper á CNN. „Ég er einhver sem þurfi að varð vitni að þessu og lifði þetta af og ég mun þurfa að lifa með því.“ „Ég er ekki hér á vegum neins.“Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar samsæriskenningar fara á flug í kringum harmleiki vestanhafs og hlutu slíkar sögur töluverða athygli í kjölfar skotárásarinnar í Las Vegas í október síðastliðnum sem var ein sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Benjamin Kelly, aðstoðarmaður ríkisþingmanns í Flórída, senti tölvupóst á dagblaðið Tampa Bay Times þar sem hann tók undir kenningar um að Hogg og samnemendur hans væru í raun leikarar. Kelly var í kjölfarið látinn fjúka af yfirmanni sínum, Repúblikananum Shawn Harrison, sem afneitaði jafnframt hegðun Kelly. Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Repúblikana frá Flórída, afneitaði einnig slíkum samsæriskenningum.Tonight Mr. Kelly was terminated from his position as my District Secretary. I am appalled at and strongly denounce his comments about the Parkland students. I am again sorry for any pain this has caused the grieving families of this tragedy.— Shawn Harrison (@Shawnfor63) February 21, 2018 Claiming some of the students on tv after #Parkland are actors is the work of a disgusting group of idiots with no sense of decency— Marco Rubio (@marcorubio) February 20, 2018
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Repúblikanar grípa til sömu umræðu og áður í kjölfars mannskæðar skotárásar. 15. febrúar 2018 23:00 Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39 Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30
Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Repúblikanar grípa til sömu umræðu og áður í kjölfars mannskæðar skotárásar. 15. febrúar 2018 23:00
Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39
Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36
„Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55