Erlent

Diane Keaton trúir Woody Allen

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Diane Keaton trúir vini sínum Woody Allen.
Diane Keaton trúir vini sínum Woody Allen. vísir/getty

Leikkonan Diane Keaton hefur sagt að hún styðji leikstjórann Woody Allen og að hún trúi honum þegar hann neiti ásökunum um kynferðislegt ofbeldi. Dylan Farrow, ættleidd dóttir Allen og leikkonunnar Miu Farrow, hefur sakað föður sinn um að beita sig kynferðislegu ofbeldi þegar hún var barn.



Allen hefur staðfastlega neitað ásökununum en dóttir hans hefur undanfarið rifjað málið upp í tengslum við MeToo-byltinguna og átakið Time‘s Up. Þannig fór Dylan Farrow í fyrsta sjónvarpsviðtal vegna málsins fyrr í þessum mánuði.



„Woody Allen er vinur minn og ég trúi honum enn,“ segir Keaton á Twitter-síðu sinni og bendir fólki á að horfa á viðtal við Allen sem tekið var við hann í fréttaskýringarþættinum 60 mínútur árið 1992.



Keaton vann Óskarsverðlaun árið 1977 fyrir hlutverk sitt í mynd Allen, Annie Hall. Þá áttu þau í ástarsambandi á 8. áratugnum.



Yfirlýsing Keaton nú kemur í kjölfar þess að ýmsar leikkonur hafa sagt að þær muni aldrei aftur vinna með leikaranum. Þar á meðal eru þær Greta Gerwig og Mira Sorvino.


Tengdar fréttir

Alec Baldwin stekkur til varnar Woody Allen

Alec Baldwin leggur orð í belg varðandi ásakanir Dylan Farrow á hendur Woody Allen. Hann segir Farrow nota tár sín til þess að fá aðra til þess að trúa henni.

Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana

Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×