Erlent

Alec Baldwin stekkur til varnar Woody Allen

Þórdís Valsdóttir skrifar
Woody Allen leikstýrði Alec Baldwin í kvikmyndinni To Rome With Love frá árinu 2012.
Woody Allen leikstýrði Alec Baldwin í kvikmyndinni To Rome With Love frá árinu 2012. Vísir/getty

Leikarinn Alec Baldwin notaði Twitter síðuna sína til þess að verja leikstjórann Woody Allen opinberlega. Dylan Farrow, dóttir leikstjórans hefur sakað föður sinn um að misnota hana kynferðislega þegar hún var barn.Alec Baldwin sagði á Twitter að Farrow myndi nýta tár sín til þess að láta fólk trúa frásögn sinni af misnotkuninni. Farrow hefur að undanförnu sakað fólk innan skemmtanabransans vestanhafs um hræsni fyrir það að vinna með föður hennar í ljósi ásakana hennar. Farrow var ættleidd af Woody Allen og leikkonunni Miu Farrow og hún greindi fyrst frá misnotkuninni árið 2014. Hún segir að misnotkunin hafi átt sér stað þegar hún var sjö ára gömul en Woody Allen hefur neitað sök.Á Twitter líkir Alec Baldwin Farrow við sögupersónuna Mayella Ewell úr hinni frægu bók „To Kill a Mockingbird“ eftir Harper Lee. Í bókinni sakar Mayella, sem er hvít kona, svartan mann um nauðgun án þess að hafa fyrir því nokkrar sannanir. „Eitt af því áhrifaríkasta sem Dylan Farrow hefur í vopnabúri sínu er „tilfinningaleg þrautseigja“. Eins og Mayella í To Kill a Mockingbird, eru tár hennar/eggjun til þess gerð að láta fólk trúa sögu hennar. En ég þarf meira en það áður en ég legg einhvern í rúst, óháð frægð hans. Ég þarf mun meira,“ segir Baldwin. 

Hvernig er hægt að trúa öðru systkininu en ekki hinu?

Alec Baldwin lét ekki þar við liggja á Twitter og ýjar að því að annað hvort Dylan Farrow eða Moses Farrow, bróðir hennar, séu að ljúga. Moses Farrow hefur haldið fram sakleysi föður þeirra frá því Dylan Farrow ásakaði Allen fyrst um misnotkun. Hann hefur einnig haldið því fram að Dylan Farrow sé undir áhrifum móður þeirra og kennir henni um að Dylan ásaki föður þeirra.„Það að segja að Dylan Farrow sé að segja sannleikann er það sama og að segja að Moses Farrow sé að ljúga. Hvort barna Miu fékk heiðarleika-genið og hvort þeirra gerði það ekki?,“ sagði Alec Baldwin á Twitter.

Hefur starfað með Woody Allen

Alec Baldwin lék í Woody Allen myndinni To Rome with Love árið 2012 með leikkonunni Ellen Page, sem hefur nú sagt að samstarfið við Allen hafi verið „stærstu mistök ferilsins“, og sagðist skammast sín fyrir það.Fyrr í mánuðinum tjáði Alec Baldwin sig einnig um það að fjölmargir í Hollywood hafi útskúfað Woody Allen og sagði útskúfunina „ósanngjarna“. „Woody Allen var rannsakaður réttartæknilega í tveimur ríkjum og engin ákæra var gefin út. Það að útskúfa hann hefur án efa einhvern tilgang en það er ósanngjarnt og sorglegt fyrir mér. Ég hef unnið þrisvar með Woody Allen og það voru ein mestu forréttindi ferils míns.“


Tengdar fréttir

Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana

Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.