Fox News sat á frétt um Trump og klámstjörnu í kosningabaráttunni Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2018 08:48 Stephanie Clifford var í viðræðum við fjölda bandarískra fjölmiðla um viðtöl um samband hennar við forsetaframbjóðandann Trump mánuði fyrir kosningar árið 2016. Vísir/AFP Fréttamaður Fox News vann frétt um meint kynferðislegt samband Donalds Trump við klámstjörnu þegar kosningabaráttan í Bandaríkjunum stóð sem hæst árið 2016. Stjórnendur stöðvarinnar kusu hins vegar að sitja á fréttinni. Wall Street Journal sagði frá því á föstudag að lögmaður Trump hefði greitt Stephanie Clifford, klámstjörnu sem gengur undir viðurnefninu Stormy Daniels, 130.000 dollara fyrir að þegja um samband hennar við þá forsetaframbjóðandann rétt fyrir kosningarnar. Nú segir CNN að Fox News, íhaldssama fréttastöðin sem hefur verið hliðholl Trump, hafi verið með tilbúna frétt um samband Trump við Clifford í október 2016. Diana Falzone, fréttakona Fox News, hefði jafnvel séð tölvupósta um samkomulagið sem gert var við Clifford. Stöðin hafi hins vegar ákveðið að birta fréttina ekki. Noah Kotch, ritstjóri og varaforseti stafræna hluta Fox News, segir að stöðin hafi vissulega verið að kanna málið á sínum tíma. Ekki hefðist hins vegar tekist að staðfesta fréttina og birta hana. Talsmaður Fox News svaraði ekki fyrirspurn CNN um hvers vegna stöðin hefði ekki birt á eigin heimildavinnu eftir að málið varð opinbert fyrir helgi. Lögmaður Trump, Clifford og Hvíta húsið hafa öll hafnað fregnunum. Engu að síður er Clifford sögð hafa verið í viðræðum við fjölda fjölmiðla um viðtal um samband hennar við Trump rétt fyrir kosningarnar í fyrra. Donald Trump Tengdar fréttir Fleiri klámmyndaleikkonur segjast hafa átt í samskiptum við Trump Klámmyndaleikkonan Alana Evans segir að sér hafi verið boðið upp á hótelherbergi Donalds Trump árið 2006. 14. janúar 2018 15:38 Lögmaður Trump sagður hafa greitt klámmyndaleikkonu fyrir þögn Greiðslan mun hafa verið vegna samkomulags um að Stephanie Clifford myndi ekki segja frá því að hafa stundað kynlíf með forsetanum árið 2006. 12. janúar 2018 21:26 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Fréttamaður Fox News vann frétt um meint kynferðislegt samband Donalds Trump við klámstjörnu þegar kosningabaráttan í Bandaríkjunum stóð sem hæst árið 2016. Stjórnendur stöðvarinnar kusu hins vegar að sitja á fréttinni. Wall Street Journal sagði frá því á föstudag að lögmaður Trump hefði greitt Stephanie Clifford, klámstjörnu sem gengur undir viðurnefninu Stormy Daniels, 130.000 dollara fyrir að þegja um samband hennar við þá forsetaframbjóðandann rétt fyrir kosningarnar. Nú segir CNN að Fox News, íhaldssama fréttastöðin sem hefur verið hliðholl Trump, hafi verið með tilbúna frétt um samband Trump við Clifford í október 2016. Diana Falzone, fréttakona Fox News, hefði jafnvel séð tölvupósta um samkomulagið sem gert var við Clifford. Stöðin hafi hins vegar ákveðið að birta fréttina ekki. Noah Kotch, ritstjóri og varaforseti stafræna hluta Fox News, segir að stöðin hafi vissulega verið að kanna málið á sínum tíma. Ekki hefðist hins vegar tekist að staðfesta fréttina og birta hana. Talsmaður Fox News svaraði ekki fyrirspurn CNN um hvers vegna stöðin hefði ekki birt á eigin heimildavinnu eftir að málið varð opinbert fyrir helgi. Lögmaður Trump, Clifford og Hvíta húsið hafa öll hafnað fregnunum. Engu að síður er Clifford sögð hafa verið í viðræðum við fjölda fjölmiðla um viðtal um samband hennar við Trump rétt fyrir kosningarnar í fyrra.
Donald Trump Tengdar fréttir Fleiri klámmyndaleikkonur segjast hafa átt í samskiptum við Trump Klámmyndaleikkonan Alana Evans segir að sér hafi verið boðið upp á hótelherbergi Donalds Trump árið 2006. 14. janúar 2018 15:38 Lögmaður Trump sagður hafa greitt klámmyndaleikkonu fyrir þögn Greiðslan mun hafa verið vegna samkomulags um að Stephanie Clifford myndi ekki segja frá því að hafa stundað kynlíf með forsetanum árið 2006. 12. janúar 2018 21:26 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Fleiri klámmyndaleikkonur segjast hafa átt í samskiptum við Trump Klámmyndaleikkonan Alana Evans segir að sér hafi verið boðið upp á hótelherbergi Donalds Trump árið 2006. 14. janúar 2018 15:38
Lögmaður Trump sagður hafa greitt klámmyndaleikkonu fyrir þögn Greiðslan mun hafa verið vegna samkomulags um að Stephanie Clifford myndi ekki segja frá því að hafa stundað kynlíf með forsetanum árið 2006. 12. janúar 2018 21:26