Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2018 15:42 Tilraunir Macron til að tala um fyrir Trump um kjarnorkusamninginn báru engan árangur. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Írani í morgun. New York Times greinir frá þessu. Ákvörðun Trump er í andstöðu við vilja helstu bandamanna Bandaríkjanna. Til stendur að Trump tilkynnti formlega um ákvörðun sína varðandi samkomulagið kl. 14:00 að staðartíma í Washington, kl. 18 að íslenskum tíma. Forsetinn hefur lengi hatast við samkomulagið sem hann hefur lýst sem „geðveiku“. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Bandaríkjastjórn er nú sögð undirbúa að leggja refsiaðgerðirnar sem hún féll frá með samkomulaginu aftur á og bæta nýjum við, samkvæmt heimildarmanni bandaríska dagblaðsins.Reuters-fréttastofan hefur aftur á móti eftir skrifstofu Macron hafi ekkert gefið uppi um framtíð samkomulagsins í símtali þeirra í dag.Sakar Trump um að einangra Bandaríkin Evrópuþjóðirnar hafa heitið því að halda sig við samkomulagið og er talið að ákvörðun Trump nú muni einangra Bandaríkjastjórn á alþjóðavettvangi og setja samskiptin við þessar helstu bandalagsþjóðir í uppnám. Þá er ákvörðunin talin líkleg til að reyna enn á stirð samskipti við Kínverja og Rússa. Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í tíð Baracks Obama, gagnrýnir Trump harðlega fyrir ákvörðunina á Twitter. „Trump hefur rústað trúverðugleika Bandaríkjanna og greitt götuna að því að Íranir hefji aftur kjarnorkuvopnaáætlun sína. Trump hefur gert það sem er óhugsandi: einangrað Bandaríkin og fylkt heiminum að baki Írönum,“ tísti Power. Hún varar jafnframt við því að kostnaðurinn við hernaðaðgerðir gegn Íran hafi aðeins aukist frá því áður en samkomulagið tók gildi.Trump has demolished America's credibility & paved the way for Iran to re-start its nuclear program. Trump has done the unthinkable: isolated the US & rallied the world around Iran. The costs of using military force have only increased. (2/2)— Samantha Power (@SamanthaJPower) May 8, 2018 Tengdar fréttir Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51 Bretar hvetja Trump til að standa við gerða samninga við Íran Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hvetur Trump Bandaríkjaforseta til að standa við alþjóðlega samkomulagið um kjarnorkuáætlun Írans. 7. maí 2018 06:45 Reiknað með því að Trump laski Íranssamninginn í dag Þrátt fyrir óskir bandamanna Bandaríkjanna sem eiga aðild að kjarnorkusamningnum virðist Bandaríkjaforseti ætla að setja hann í hættu með því að endurvekja refsiaðgerðir gegn Íran. 8. maí 2018 13:18 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Írani í morgun. New York Times greinir frá þessu. Ákvörðun Trump er í andstöðu við vilja helstu bandamanna Bandaríkjanna. Til stendur að Trump tilkynnti formlega um ákvörðun sína varðandi samkomulagið kl. 14:00 að staðartíma í Washington, kl. 18 að íslenskum tíma. Forsetinn hefur lengi hatast við samkomulagið sem hann hefur lýst sem „geðveiku“. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Bandaríkjastjórn er nú sögð undirbúa að leggja refsiaðgerðirnar sem hún féll frá með samkomulaginu aftur á og bæta nýjum við, samkvæmt heimildarmanni bandaríska dagblaðsins.Reuters-fréttastofan hefur aftur á móti eftir skrifstofu Macron hafi ekkert gefið uppi um framtíð samkomulagsins í símtali þeirra í dag.Sakar Trump um að einangra Bandaríkin Evrópuþjóðirnar hafa heitið því að halda sig við samkomulagið og er talið að ákvörðun Trump nú muni einangra Bandaríkjastjórn á alþjóðavettvangi og setja samskiptin við þessar helstu bandalagsþjóðir í uppnám. Þá er ákvörðunin talin líkleg til að reyna enn á stirð samskipti við Kínverja og Rússa. Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í tíð Baracks Obama, gagnrýnir Trump harðlega fyrir ákvörðunina á Twitter. „Trump hefur rústað trúverðugleika Bandaríkjanna og greitt götuna að því að Íranir hefji aftur kjarnorkuvopnaáætlun sína. Trump hefur gert það sem er óhugsandi: einangrað Bandaríkin og fylkt heiminum að baki Írönum,“ tísti Power. Hún varar jafnframt við því að kostnaðurinn við hernaðaðgerðir gegn Íran hafi aðeins aukist frá því áður en samkomulagið tók gildi.Trump has demolished America's credibility & paved the way for Iran to re-start its nuclear program. Trump has done the unthinkable: isolated the US & rallied the world around Iran. The costs of using military force have only increased. (2/2)— Samantha Power (@SamanthaJPower) May 8, 2018
Tengdar fréttir Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51 Bretar hvetja Trump til að standa við gerða samninga við Íran Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hvetur Trump Bandaríkjaforseta til að standa við alþjóðlega samkomulagið um kjarnorkuáætlun Írans. 7. maí 2018 06:45 Reiknað með því að Trump laski Íranssamninginn í dag Þrátt fyrir óskir bandamanna Bandaríkjanna sem eiga aðild að kjarnorkusamningnum virðist Bandaríkjaforseti ætla að setja hann í hættu með því að endurvekja refsiaðgerðir gegn Íran. 8. maí 2018 13:18 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51
Bretar hvetja Trump til að standa við gerða samninga við Íran Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hvetur Trump Bandaríkjaforseta til að standa við alþjóðlega samkomulagið um kjarnorkuáætlun Írans. 7. maí 2018 06:45
Reiknað með því að Trump laski Íranssamninginn í dag Þrátt fyrir óskir bandamanna Bandaríkjanna sem eiga aðild að kjarnorkusamningnum virðist Bandaríkjaforseti ætla að setja hann í hættu með því að endurvekja refsiaðgerðir gegn Íran. 8. maí 2018 13:18