Erlent

Varar Trump við „sögulegum mistökum“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rouhani hefur dregur í efa lögmæti þess að Bandaríkjamenn og Frakkar ákveði breytingar á samningi sem sex ríki auk ESB eiga aðild að.
Rouhani hefur dregur í efa lögmæti þess að Bandaríkjamenn og Frakkar ákveði breytingar á samningi sem sex ríki auk ESB eiga aðild að. Vísir/AFP
Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. BBC greinir frá.

Trump hefur ítrekað sagt að samningurinn, sem gerður var í tíð Barack Obama, forvera Trumps í starfi, hafi verið mistök, og hefur hann hótað því að gera samninginn að engu. Hefur hann til 12. maí til þess að taka ákvörðun um það.

Samningurinn var gerður árið 2015 á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Þýskalands, Frakklands og Bretlands og lifti hann viðskiptaþvingunum á Íran í skiptum fyrir að Íranir samþykktu takmarkanir á kjarnorkuáætlun ríkisins.

Trump hefur sagt að hann muni draga Bandaríkin úr samningnum nema bandaríska þingið og Evrópuríkin lagfæri samninginn. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands er væntanlegur til Bandaríkjanna til viðræðna við embættismenn Bandaríkjastjórnar vegna málsins.

Rouhani sagði í sjónvarpsávarpi að Íranir litu svo á að ekki væri hægt að endursemja samninginn, hann væri endanlegur.

„Ef Bandaríkin yfirgefa samninginn mun það fela í sér söguleg mistök,“ sagði Rouhani.


Tengdar fréttir

Trump vildi koma óorði á samningamennina

Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni.

Íranir ætla ekki endursemja

Trump hefur gefið bandamönnum Bandaríkjanna frest til 12. maí til þess að "laga“ samkomulagið en Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran segir það óásættanlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×