Reiknað með því að Trump laski Íranssamninginn í dag Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2018 13:18 Trump með þjóðaröryggisráðgjafa sínum John Bolton sem hefur meðal annars talað fyrir stríði við Íran. Vísir/AFP Fastlega er gert ráð fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti endurveki refsiaðgerðir gegn Íran í dag og stefni þannig kjarnorkusamningi heimsveldanna við Asíuríkið í hættu, þvert á bónir annarra þjóðarleiðtoga. Trump greindi frá því í gær að hann hygðist tilkynna um ákvörðun sína um framtíð samningsins síðdegis í dag að íslenskum tíma. Hann hefur ítrekað gagnrýnt samninginn og kallað hann „geðveikan“. Með samkomulaginu sem gert var árið 2015 samþykktu Íranar að takmarka kjarnorkuáætlun sína til að fullvissa alþjóðsamfélagið að þeir væru ekki að þróa kjarnavopn. Á móti samþykktu heimsveldin að fella niður refsiaðgerðir gegn Íran. Ekkert uppsagnarákvæði er í samningnum en írönsk stjórnvöld hafa hótað því að setja kjarnorkuáætlun sína aftur af stað ef Trump ákveður að hunsa skuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart honum, að því er segir í frétt Washington Post. Evrópskir leiðtogar, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hafa reynt að tala Trump ofan af því að rifta samningnum. Ekki er búist við því að Trump slái samninginn algerlega út af borðinu í dag heldur muni hann endurvekja refsiaðgerðir sem voru settar til hliðar með samningnum. Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði í morgun að ef Bandaríkin hætta að virða samninginn muni land hans standa frammi fyrir vandamálum í tvo til þrjá mánuði en yfirstíga þau. Írani muni halda áfram að vinna með heiminum. Tengdar fréttir Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51 Trump vildi koma óorði á samningamennina Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. 6. maí 2018 09:53 Íranir ætla ekki endursemja Trump hefur gefið bandamönnum Bandaríkjanna frest til 12. maí til þess að "laga“ samkomulagið en Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran segir það óásættanlegt. 3. maí 2018 23:04 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Fastlega er gert ráð fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti endurveki refsiaðgerðir gegn Íran í dag og stefni þannig kjarnorkusamningi heimsveldanna við Asíuríkið í hættu, þvert á bónir annarra þjóðarleiðtoga. Trump greindi frá því í gær að hann hygðist tilkynna um ákvörðun sína um framtíð samningsins síðdegis í dag að íslenskum tíma. Hann hefur ítrekað gagnrýnt samninginn og kallað hann „geðveikan“. Með samkomulaginu sem gert var árið 2015 samþykktu Íranar að takmarka kjarnorkuáætlun sína til að fullvissa alþjóðsamfélagið að þeir væru ekki að þróa kjarnavopn. Á móti samþykktu heimsveldin að fella niður refsiaðgerðir gegn Íran. Ekkert uppsagnarákvæði er í samningnum en írönsk stjórnvöld hafa hótað því að setja kjarnorkuáætlun sína aftur af stað ef Trump ákveður að hunsa skuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart honum, að því er segir í frétt Washington Post. Evrópskir leiðtogar, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hafa reynt að tala Trump ofan af því að rifta samningnum. Ekki er búist við því að Trump slái samninginn algerlega út af borðinu í dag heldur muni hann endurvekja refsiaðgerðir sem voru settar til hliðar með samningnum. Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði í morgun að ef Bandaríkin hætta að virða samninginn muni land hans standa frammi fyrir vandamálum í tvo til þrjá mánuði en yfirstíga þau. Írani muni halda áfram að vinna með heiminum.
Tengdar fréttir Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51 Trump vildi koma óorði á samningamennina Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. 6. maí 2018 09:53 Íranir ætla ekki endursemja Trump hefur gefið bandamönnum Bandaríkjanna frest til 12. maí til þess að "laga“ samkomulagið en Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran segir það óásættanlegt. 3. maí 2018 23:04 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51
Trump vildi koma óorði á samningamennina Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. 6. maí 2018 09:53
Íranir ætla ekki endursemja Trump hefur gefið bandamönnum Bandaríkjanna frest til 12. maí til þess að "laga“ samkomulagið en Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran segir það óásættanlegt. 3. maí 2018 23:04