Reiknað með því að Trump laski Íranssamninginn í dag Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2018 13:18 Trump með þjóðaröryggisráðgjafa sínum John Bolton sem hefur meðal annars talað fyrir stríði við Íran. Vísir/AFP Fastlega er gert ráð fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti endurveki refsiaðgerðir gegn Íran í dag og stefni þannig kjarnorkusamningi heimsveldanna við Asíuríkið í hættu, þvert á bónir annarra þjóðarleiðtoga. Trump greindi frá því í gær að hann hygðist tilkynna um ákvörðun sína um framtíð samningsins síðdegis í dag að íslenskum tíma. Hann hefur ítrekað gagnrýnt samninginn og kallað hann „geðveikan“. Með samkomulaginu sem gert var árið 2015 samþykktu Íranar að takmarka kjarnorkuáætlun sína til að fullvissa alþjóðsamfélagið að þeir væru ekki að þróa kjarnavopn. Á móti samþykktu heimsveldin að fella niður refsiaðgerðir gegn Íran. Ekkert uppsagnarákvæði er í samningnum en írönsk stjórnvöld hafa hótað því að setja kjarnorkuáætlun sína aftur af stað ef Trump ákveður að hunsa skuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart honum, að því er segir í frétt Washington Post. Evrópskir leiðtogar, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hafa reynt að tala Trump ofan af því að rifta samningnum. Ekki er búist við því að Trump slái samninginn algerlega út af borðinu í dag heldur muni hann endurvekja refsiaðgerðir sem voru settar til hliðar með samningnum. Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði í morgun að ef Bandaríkin hætta að virða samninginn muni land hans standa frammi fyrir vandamálum í tvo til þrjá mánuði en yfirstíga þau. Írani muni halda áfram að vinna með heiminum. Tengdar fréttir Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51 Trump vildi koma óorði á samningamennina Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. 6. maí 2018 09:53 Íranir ætla ekki endursemja Trump hefur gefið bandamönnum Bandaríkjanna frest til 12. maí til þess að "laga“ samkomulagið en Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran segir það óásættanlegt. 3. maí 2018 23:04 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Fastlega er gert ráð fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti endurveki refsiaðgerðir gegn Íran í dag og stefni þannig kjarnorkusamningi heimsveldanna við Asíuríkið í hættu, þvert á bónir annarra þjóðarleiðtoga. Trump greindi frá því í gær að hann hygðist tilkynna um ákvörðun sína um framtíð samningsins síðdegis í dag að íslenskum tíma. Hann hefur ítrekað gagnrýnt samninginn og kallað hann „geðveikan“. Með samkomulaginu sem gert var árið 2015 samþykktu Íranar að takmarka kjarnorkuáætlun sína til að fullvissa alþjóðsamfélagið að þeir væru ekki að þróa kjarnavopn. Á móti samþykktu heimsveldin að fella niður refsiaðgerðir gegn Íran. Ekkert uppsagnarákvæði er í samningnum en írönsk stjórnvöld hafa hótað því að setja kjarnorkuáætlun sína aftur af stað ef Trump ákveður að hunsa skuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart honum, að því er segir í frétt Washington Post. Evrópskir leiðtogar, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hafa reynt að tala Trump ofan af því að rifta samningnum. Ekki er búist við því að Trump slái samninginn algerlega út af borðinu í dag heldur muni hann endurvekja refsiaðgerðir sem voru settar til hliðar með samningnum. Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði í morgun að ef Bandaríkin hætta að virða samninginn muni land hans standa frammi fyrir vandamálum í tvo til þrjá mánuði en yfirstíga þau. Írani muni halda áfram að vinna með heiminum.
Tengdar fréttir Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51 Trump vildi koma óorði á samningamennina Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. 6. maí 2018 09:53 Íranir ætla ekki endursemja Trump hefur gefið bandamönnum Bandaríkjanna frest til 12. maí til þess að "laga“ samkomulagið en Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran segir það óásættanlegt. 3. maí 2018 23:04 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51
Trump vildi koma óorði á samningamennina Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. 6. maí 2018 09:53
Íranir ætla ekki endursemja Trump hefur gefið bandamönnum Bandaríkjanna frest til 12. maí til þess að "laga“ samkomulagið en Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran segir það óásættanlegt. 3. maí 2018 23:04
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent