Reiknað með því að Trump laski Íranssamninginn í dag Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2018 13:18 Trump með þjóðaröryggisráðgjafa sínum John Bolton sem hefur meðal annars talað fyrir stríði við Íran. Vísir/AFP Fastlega er gert ráð fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti endurveki refsiaðgerðir gegn Íran í dag og stefni þannig kjarnorkusamningi heimsveldanna við Asíuríkið í hættu, þvert á bónir annarra þjóðarleiðtoga. Trump greindi frá því í gær að hann hygðist tilkynna um ákvörðun sína um framtíð samningsins síðdegis í dag að íslenskum tíma. Hann hefur ítrekað gagnrýnt samninginn og kallað hann „geðveikan“. Með samkomulaginu sem gert var árið 2015 samþykktu Íranar að takmarka kjarnorkuáætlun sína til að fullvissa alþjóðsamfélagið að þeir væru ekki að þróa kjarnavopn. Á móti samþykktu heimsveldin að fella niður refsiaðgerðir gegn Íran. Ekkert uppsagnarákvæði er í samningnum en írönsk stjórnvöld hafa hótað því að setja kjarnorkuáætlun sína aftur af stað ef Trump ákveður að hunsa skuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart honum, að því er segir í frétt Washington Post. Evrópskir leiðtogar, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hafa reynt að tala Trump ofan af því að rifta samningnum. Ekki er búist við því að Trump slái samninginn algerlega út af borðinu í dag heldur muni hann endurvekja refsiaðgerðir sem voru settar til hliðar með samningnum. Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði í morgun að ef Bandaríkin hætta að virða samninginn muni land hans standa frammi fyrir vandamálum í tvo til þrjá mánuði en yfirstíga þau. Írani muni halda áfram að vinna með heiminum. Tengdar fréttir Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51 Trump vildi koma óorði á samningamennina Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. 6. maí 2018 09:53 Íranir ætla ekki endursemja Trump hefur gefið bandamönnum Bandaríkjanna frest til 12. maí til þess að "laga“ samkomulagið en Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran segir það óásættanlegt. 3. maí 2018 23:04 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Fastlega er gert ráð fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti endurveki refsiaðgerðir gegn Íran í dag og stefni þannig kjarnorkusamningi heimsveldanna við Asíuríkið í hættu, þvert á bónir annarra þjóðarleiðtoga. Trump greindi frá því í gær að hann hygðist tilkynna um ákvörðun sína um framtíð samningsins síðdegis í dag að íslenskum tíma. Hann hefur ítrekað gagnrýnt samninginn og kallað hann „geðveikan“. Með samkomulaginu sem gert var árið 2015 samþykktu Íranar að takmarka kjarnorkuáætlun sína til að fullvissa alþjóðsamfélagið að þeir væru ekki að þróa kjarnavopn. Á móti samþykktu heimsveldin að fella niður refsiaðgerðir gegn Íran. Ekkert uppsagnarákvæði er í samningnum en írönsk stjórnvöld hafa hótað því að setja kjarnorkuáætlun sína aftur af stað ef Trump ákveður að hunsa skuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart honum, að því er segir í frétt Washington Post. Evrópskir leiðtogar, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hafa reynt að tala Trump ofan af því að rifta samningnum. Ekki er búist við því að Trump slái samninginn algerlega út af borðinu í dag heldur muni hann endurvekja refsiaðgerðir sem voru settar til hliðar með samningnum. Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði í morgun að ef Bandaríkin hætta að virða samninginn muni land hans standa frammi fyrir vandamálum í tvo til þrjá mánuði en yfirstíga þau. Írani muni halda áfram að vinna með heiminum.
Tengdar fréttir Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51 Trump vildi koma óorði á samningamennina Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. 6. maí 2018 09:53 Íranir ætla ekki endursemja Trump hefur gefið bandamönnum Bandaríkjanna frest til 12. maí til þess að "laga“ samkomulagið en Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran segir það óásættanlegt. 3. maí 2018 23:04 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51
Trump vildi koma óorði á samningamennina Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. 6. maí 2018 09:53
Íranir ætla ekki endursemja Trump hefur gefið bandamönnum Bandaríkjanna frest til 12. maí til þess að "laga“ samkomulagið en Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran segir það óásættanlegt. 3. maí 2018 23:04