Reiknað með því að Trump laski Íranssamninginn í dag Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2018 13:18 Trump með þjóðaröryggisráðgjafa sínum John Bolton sem hefur meðal annars talað fyrir stríði við Íran. Vísir/AFP Fastlega er gert ráð fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti endurveki refsiaðgerðir gegn Íran í dag og stefni þannig kjarnorkusamningi heimsveldanna við Asíuríkið í hættu, þvert á bónir annarra þjóðarleiðtoga. Trump greindi frá því í gær að hann hygðist tilkynna um ákvörðun sína um framtíð samningsins síðdegis í dag að íslenskum tíma. Hann hefur ítrekað gagnrýnt samninginn og kallað hann „geðveikan“. Með samkomulaginu sem gert var árið 2015 samþykktu Íranar að takmarka kjarnorkuáætlun sína til að fullvissa alþjóðsamfélagið að þeir væru ekki að þróa kjarnavopn. Á móti samþykktu heimsveldin að fella niður refsiaðgerðir gegn Íran. Ekkert uppsagnarákvæði er í samningnum en írönsk stjórnvöld hafa hótað því að setja kjarnorkuáætlun sína aftur af stað ef Trump ákveður að hunsa skuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart honum, að því er segir í frétt Washington Post. Evrópskir leiðtogar, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hafa reynt að tala Trump ofan af því að rifta samningnum. Ekki er búist við því að Trump slái samninginn algerlega út af borðinu í dag heldur muni hann endurvekja refsiaðgerðir sem voru settar til hliðar með samningnum. Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði í morgun að ef Bandaríkin hætta að virða samninginn muni land hans standa frammi fyrir vandamálum í tvo til þrjá mánuði en yfirstíga þau. Írani muni halda áfram að vinna með heiminum. Tengdar fréttir Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51 Trump vildi koma óorði á samningamennina Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. 6. maí 2018 09:53 Íranir ætla ekki endursemja Trump hefur gefið bandamönnum Bandaríkjanna frest til 12. maí til þess að "laga“ samkomulagið en Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran segir það óásættanlegt. 3. maí 2018 23:04 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Fastlega er gert ráð fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti endurveki refsiaðgerðir gegn Íran í dag og stefni þannig kjarnorkusamningi heimsveldanna við Asíuríkið í hættu, þvert á bónir annarra þjóðarleiðtoga. Trump greindi frá því í gær að hann hygðist tilkynna um ákvörðun sína um framtíð samningsins síðdegis í dag að íslenskum tíma. Hann hefur ítrekað gagnrýnt samninginn og kallað hann „geðveikan“. Með samkomulaginu sem gert var árið 2015 samþykktu Íranar að takmarka kjarnorkuáætlun sína til að fullvissa alþjóðsamfélagið að þeir væru ekki að þróa kjarnavopn. Á móti samþykktu heimsveldin að fella niður refsiaðgerðir gegn Íran. Ekkert uppsagnarákvæði er í samningnum en írönsk stjórnvöld hafa hótað því að setja kjarnorkuáætlun sína aftur af stað ef Trump ákveður að hunsa skuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart honum, að því er segir í frétt Washington Post. Evrópskir leiðtogar, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hafa reynt að tala Trump ofan af því að rifta samningnum. Ekki er búist við því að Trump slái samninginn algerlega út af borðinu í dag heldur muni hann endurvekja refsiaðgerðir sem voru settar til hliðar með samningnum. Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði í morgun að ef Bandaríkin hætta að virða samninginn muni land hans standa frammi fyrir vandamálum í tvo til þrjá mánuði en yfirstíga þau. Írani muni halda áfram að vinna með heiminum.
Tengdar fréttir Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51 Trump vildi koma óorði á samningamennina Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. 6. maí 2018 09:53 Íranir ætla ekki endursemja Trump hefur gefið bandamönnum Bandaríkjanna frest til 12. maí til þess að "laga“ samkomulagið en Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran segir það óásættanlegt. 3. maí 2018 23:04 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51
Trump vildi koma óorði á samningamennina Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. 6. maí 2018 09:53
Íranir ætla ekki endursemja Trump hefur gefið bandamönnum Bandaríkjanna frest til 12. maí til þess að "laga“ samkomulagið en Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran segir það óásættanlegt. 3. maí 2018 23:04