Peter Madsen dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. apríl 2018 11:00 Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen. VÍSIR/AFP Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen var í dag dæmdur í fangelsi fyrir lífstíð fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. Í beinni textalýsingu danska ríkisútvarpsins, DR, úr dómsal kemur fram að allir þrír dómararnir sem dæmdu í málinu við dómstólinn í Kaupmannahöfn hafi verið sammála um að dæma skyldi Madsen í fangelsi fyrir lífstíð. Um er að ræða þyngstu refsinguna í danska dómskerfinu en ekki er algengt að menn séu dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Danmörku. Madsen var viðstaddur dómsuppkvaðninguna og starði hann niður á borðið fyrir framan sig þegar dómsorðið var lesið upp. Wall fór með Madsen um borð í kafbát hans þann 10. ágúst 2017. Var hún að vinna að blaðagrein um Madsen og var ferðin í kafbátinn hluti af því verkefni. Madsen var handtekinn daginn eftir en kafbáturinn hafði þá sokkið og Wall var horfin. Telja að Madsen hafi skipulagt morðið Í janúar síðastliðnum var Madsen síðan ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana. Hann neitaði sök í málinu og sagði Wall hafa látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Hann var einnig ákærður fyrir illa meðferð á líki en Madsen játaði að hafa bútað lík Wall niður. Hann neitaði hins vegar fyrir dómi að lýsa því hvernig hann hefði gert það. Þá var hann einnig ákærður fyrir kynferðisbrot. Var Madsen einnig dæmdur fyrir bæði þessi brot. Fram kom í réttarhöldunum yfir Madsen að hann eigi að hafa stungið Wall með oddhvössum hlut meðan hún var enn á lífi. Það væri þó ekki hægt að fullyrða um dánarorsök Wall en mögulegt væri að hún hefði verið skorin á háls eða pyntuð. Dómararnir þrír komast að þeirri niðurstöðu í málinu að Madsen hafi ekki gefið trúverðuga skýringu á því hvers vegna hann hafði ýmsa hluti í kafbátnum sem dómurinn telur að hann hafi notað til að búta lík Wall í sundur. Þar af leiðandi telur dómurinn ástæðu til að ætla að hann hafi skipulagt morðið. Þá leggur dómurinn áherslu á það að Madsen hafi ítrekað breytt framburði sínum í málinu og lýsingum á því sem gerðist. Þannig hafi hann í fyrstu sagt að Wall hafi fengið lúgu í höfuðið en sá framburður breyttist síðar. Verjandi Madsen, Betina Hald Engmark, tilkynnti í dómsal í dag að hann muni áfrýja dómnum. Hann mun áfram sitja í fangelsi á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum og áfram hlýta takmörkunum á því hverjir geta heimsótt hann og sent honum bréf. Engmark mótmælti þessum takmörkunum og sagði að umbjóðandi sinn hefði setið í fangelsi síðan í ágúst og fengið leyfi fyrir fáum heimsóknum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 11:50. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45 Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen var í dag dæmdur í fangelsi fyrir lífstíð fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. Í beinni textalýsingu danska ríkisútvarpsins, DR, úr dómsal kemur fram að allir þrír dómararnir sem dæmdu í málinu við dómstólinn í Kaupmannahöfn hafi verið sammála um að dæma skyldi Madsen í fangelsi fyrir lífstíð. Um er að ræða þyngstu refsinguna í danska dómskerfinu en ekki er algengt að menn séu dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Danmörku. Madsen var viðstaddur dómsuppkvaðninguna og starði hann niður á borðið fyrir framan sig þegar dómsorðið var lesið upp. Wall fór með Madsen um borð í kafbát hans þann 10. ágúst 2017. Var hún að vinna að blaðagrein um Madsen og var ferðin í kafbátinn hluti af því verkefni. Madsen var handtekinn daginn eftir en kafbáturinn hafði þá sokkið og Wall var horfin. Telja að Madsen hafi skipulagt morðið Í janúar síðastliðnum var Madsen síðan ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana. Hann neitaði sök í málinu og sagði Wall hafa látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Hann var einnig ákærður fyrir illa meðferð á líki en Madsen játaði að hafa bútað lík Wall niður. Hann neitaði hins vegar fyrir dómi að lýsa því hvernig hann hefði gert það. Þá var hann einnig ákærður fyrir kynferðisbrot. Var Madsen einnig dæmdur fyrir bæði þessi brot. Fram kom í réttarhöldunum yfir Madsen að hann eigi að hafa stungið Wall með oddhvössum hlut meðan hún var enn á lífi. Það væri þó ekki hægt að fullyrða um dánarorsök Wall en mögulegt væri að hún hefði verið skorin á háls eða pyntuð. Dómararnir þrír komast að þeirri niðurstöðu í málinu að Madsen hafi ekki gefið trúverðuga skýringu á því hvers vegna hann hafði ýmsa hluti í kafbátnum sem dómurinn telur að hann hafi notað til að búta lík Wall í sundur. Þar af leiðandi telur dómurinn ástæðu til að ætla að hann hafi skipulagt morðið. Þá leggur dómurinn áherslu á það að Madsen hafi ítrekað breytt framburði sínum í málinu og lýsingum á því sem gerðist. Þannig hafi hann í fyrstu sagt að Wall hafi fengið lúgu í höfuðið en sá framburður breyttist síðar. Verjandi Madsen, Betina Hald Engmark, tilkynnti í dómsal í dag að hann muni áfrýja dómnum. Hann mun áfram sitja í fangelsi á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum og áfram hlýta takmörkunum á því hverjir geta heimsótt hann og sent honum bréf. Engmark mótmælti þessum takmörkunum og sagði að umbjóðandi sinn hefði setið í fangelsi síðan í ágúst og fengið leyfi fyrir fáum heimsóknum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 11:50.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45 Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
„Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17
„Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45
Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent