Veittu Assange ríkisborgararétt Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2018 18:23 Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í byrjun árs 2016 að vera Assange í sendiráðinu jafnaðist á við ólöglega fangelsun. Vísir/AFP Stjórnvöld Ekvador hafa veitt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, ríkisborgararétt. Það var gert þann tólfta desember og í framhaldi af því báðu Ekvadorar Breta um að samþykkja Assange sem erindreka ríkisins svo hann gæti yfirgefið sendiráð Ekvador í London án þess að vera handtekinn. Bretar neituðu því þann 21. desember, einum degi eftir að beiðnin var lögð fram. Ekvadorar leita nú leiða til að koma Assange úr sendiráðinu og segja hann ekki geta búið þar til lengdar.Fyrrverandi forseti Ekvador, Rafael Correa, veitti Assange hæli í sendiráðinu árið 2012 svo hann yrði ekki framseldur til Svíþjóðar þar sem hann hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot og þar á meðal nauðgun. Ákæran var felld niður í fyrra en Assange á enn von á því að vera handtekinn fyrir að brjóta gegn lausnartryggingu í Bretlandi og mæta ekki fyrir dómara þegar hann var boðaður. Hann óttast að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm. Maria Fernanda Espinosa, utanríkisráðherra Ekvador, sagði að ekki yrði frekari skref tekin til að reyna að gera Assange að erindreka vegna þessa góða sambands sem Ekvador á við Bretland. Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneyti Bretlands segir að „Ekvador viti að leiðin til að leysa þetta mál sé að Julian Assange yfirgefi sendiráðið“. Þá gæti málið farið rétta leið í gegnum dómsmálakerfi Bretlands.Key dates in the life of WikiLeaks founder Julian Assange pic.twitter.com/ozYbU6suuI— AFP news agency (@AFP) January 11, 2018 Ekvador Suður-Ameríka Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Stjórnvöld Ekvador hafa veitt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, ríkisborgararétt. Það var gert þann tólfta desember og í framhaldi af því báðu Ekvadorar Breta um að samþykkja Assange sem erindreka ríkisins svo hann gæti yfirgefið sendiráð Ekvador í London án þess að vera handtekinn. Bretar neituðu því þann 21. desember, einum degi eftir að beiðnin var lögð fram. Ekvadorar leita nú leiða til að koma Assange úr sendiráðinu og segja hann ekki geta búið þar til lengdar.Fyrrverandi forseti Ekvador, Rafael Correa, veitti Assange hæli í sendiráðinu árið 2012 svo hann yrði ekki framseldur til Svíþjóðar þar sem hann hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot og þar á meðal nauðgun. Ákæran var felld niður í fyrra en Assange á enn von á því að vera handtekinn fyrir að brjóta gegn lausnartryggingu í Bretlandi og mæta ekki fyrir dómara þegar hann var boðaður. Hann óttast að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm. Maria Fernanda Espinosa, utanríkisráðherra Ekvador, sagði að ekki yrði frekari skref tekin til að reyna að gera Assange að erindreka vegna þessa góða sambands sem Ekvador á við Bretland. Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneyti Bretlands segir að „Ekvador viti að leiðin til að leysa þetta mál sé að Julian Assange yfirgefi sendiráðið“. Þá gæti málið farið rétta leið í gegnum dómsmálakerfi Bretlands.Key dates in the life of WikiLeaks founder Julian Assange pic.twitter.com/ozYbU6suuI— AFP news agency (@AFP) January 11, 2018
Ekvador Suður-Ameríka Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira