Treysta Facebook ekki til að fylgja lögum Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2018 19:56 Þingmaðurinn Mark Warner, æðsti demókratinn í þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, sagði í dag að Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook og hæstráðandi, bæri að svara spurningum þingmanna. Vísir/AFP Almenningur í Bandaríkjunum og Þýskalandi er að missa traust á Facebook og því hvernig fyrirtækið meðhöndlar persónuupplýsingar notenda. Facebook birti í dag auglýsingar í dagblöðum í Bandaríkjunum og í Bretlandi þar sem notendur voru beðnir afsökunar vegna máls Cambridge Analytica sem kom höndum yfir og notaði persónuupplýsingar um 50 milljóna notenda með óheiðarlegum hætti.Samkvæmt könnun Reuters og Ipsos treysta tæplega fimmtíu prósent Bandaríkjamanna Facebook til að fylgja lögum ríkisins um meðhöndlun persónuupplýsinga. Önnur könnun sem gerð var fyrir Bild am Sonntag bendir til þess að um 60 prósent Þjóðverja segja Facebook og aðra samfélagsmiðla hafa neikvæð áhrif á lýðræði.66 prósent sögðust treysta Amazon til að fylgja lögum, 62 prósent sögðust treysta Google og 60 prósent sögðust treysta Microsoft. Í áðurnefndri auglýsingu Facebook stóð að fyrirtækið bæri skyldu til þess að verja persónuupplýsingar notenda og ef þeir gætu það ekki, ættu þeir ekki rétt á því að öðlast þessar upplýsingar. Cambridge Analytica keypti gögnin í gegnum utanaðkomandi aðila sem sagði Facebook að hann væri að safna gögnum fyrir rannsóknir. Aleksandr Kogan safnaði gögnunum meðal annars í gegnum snjalltækjaforritið thisisyourdigitallife. Hundruðum þúsunda aðila var greitt fyrir að nota forritið til að taka persónuleikapróf og var þeim sagt að gögnin yrðu notuð til rannsókna. Auk þess að taka upplýsingar þeirra sem tóku áðurnefnt persónuleikapróf safnaði forritið einnig upplýsingum Facebookvina þeirra. Samkvæmt reglum Facebook var Kogan þó óheimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Upplýsingarnar voru notaðar til að sérsníða áróður að kjósendum í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016.Sjá einnig: Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónirÞingmaðurinn Mark Warner, æðsti demókratinn í þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, sagði í dag að Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook og hæstráðandi, bæri að svara spurningum þingmanna.Hann þyrfti að útskýra fyrir þingmönnum og öllum hvernig fyrirtækið ætlaði að verja gögn notenda og tryggja að atvik sem þetta gæti ekki stungið upp kollinum aftur. Warner sagðist einnig vilja ræða við Steve Bannon. Hann var varaforseti Cambridge Analytica þegar fyrirtækið kom höndum yfir upplýsingarnar og áður en hann tók að sér að stýra framboði Donald Trump. Bannon sagði fyrr í vikunni að hann mundi ekki til þess að hafa keypt persónuupplýsingarnar sem um ræðir. Facebook Tengdar fréttir Zuckerberg baðst afsökunar á CNN Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook hefur beðist afsökunar á því að Cambridge Analytica hafi tekist að hagnýta sér persónuupplýsingar Bandaríkjamanna með ólögmætum hætti í aðdaganda forsetakosninganna 2016. Hann segist tilbúinn að koma fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að svara spurningum um málið sé þess óskað. 22. mars 2018 14:01 Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16 Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Sjá meira
Almenningur í Bandaríkjunum og Þýskalandi er að missa traust á Facebook og því hvernig fyrirtækið meðhöndlar persónuupplýsingar notenda. Facebook birti í dag auglýsingar í dagblöðum í Bandaríkjunum og í Bretlandi þar sem notendur voru beðnir afsökunar vegna máls Cambridge Analytica sem kom höndum yfir og notaði persónuupplýsingar um 50 milljóna notenda með óheiðarlegum hætti.Samkvæmt könnun Reuters og Ipsos treysta tæplega fimmtíu prósent Bandaríkjamanna Facebook til að fylgja lögum ríkisins um meðhöndlun persónuupplýsinga. Önnur könnun sem gerð var fyrir Bild am Sonntag bendir til þess að um 60 prósent Þjóðverja segja Facebook og aðra samfélagsmiðla hafa neikvæð áhrif á lýðræði.66 prósent sögðust treysta Amazon til að fylgja lögum, 62 prósent sögðust treysta Google og 60 prósent sögðust treysta Microsoft. Í áðurnefndri auglýsingu Facebook stóð að fyrirtækið bæri skyldu til þess að verja persónuupplýsingar notenda og ef þeir gætu það ekki, ættu þeir ekki rétt á því að öðlast þessar upplýsingar. Cambridge Analytica keypti gögnin í gegnum utanaðkomandi aðila sem sagði Facebook að hann væri að safna gögnum fyrir rannsóknir. Aleksandr Kogan safnaði gögnunum meðal annars í gegnum snjalltækjaforritið thisisyourdigitallife. Hundruðum þúsunda aðila var greitt fyrir að nota forritið til að taka persónuleikapróf og var þeim sagt að gögnin yrðu notuð til rannsókna. Auk þess að taka upplýsingar þeirra sem tóku áðurnefnt persónuleikapróf safnaði forritið einnig upplýsingum Facebookvina þeirra. Samkvæmt reglum Facebook var Kogan þó óheimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Upplýsingarnar voru notaðar til að sérsníða áróður að kjósendum í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016.Sjá einnig: Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónirÞingmaðurinn Mark Warner, æðsti demókratinn í þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, sagði í dag að Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook og hæstráðandi, bæri að svara spurningum þingmanna.Hann þyrfti að útskýra fyrir þingmönnum og öllum hvernig fyrirtækið ætlaði að verja gögn notenda og tryggja að atvik sem þetta gæti ekki stungið upp kollinum aftur. Warner sagðist einnig vilja ræða við Steve Bannon. Hann var varaforseti Cambridge Analytica þegar fyrirtækið kom höndum yfir upplýsingarnar og áður en hann tók að sér að stýra framboði Donald Trump. Bannon sagði fyrr í vikunni að hann mundi ekki til þess að hafa keypt persónuupplýsingarnar sem um ræðir.
Facebook Tengdar fréttir Zuckerberg baðst afsökunar á CNN Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook hefur beðist afsökunar á því að Cambridge Analytica hafi tekist að hagnýta sér persónuupplýsingar Bandaríkjamanna með ólögmætum hætti í aðdaganda forsetakosninganna 2016. Hann segist tilbúinn að koma fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að svara spurningum um málið sé þess óskað. 22. mars 2018 14:01 Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16 Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Sjá meira
Zuckerberg baðst afsökunar á CNN Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook hefur beðist afsökunar á því að Cambridge Analytica hafi tekist að hagnýta sér persónuupplýsingar Bandaríkjamanna með ólögmætum hætti í aðdaganda forsetakosninganna 2016. Hann segist tilbúinn að koma fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að svara spurningum um málið sé þess óskað. 22. mars 2018 14:01
Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16
Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45
Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent