Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2018 20:45 Greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica, sem kom að forsetaframboði Donald Trump og Brexit, notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Vísir/AFP Greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica, sem kom að forsetaframboði Donald Trump og Brexit, notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Gögnin, sem fyrirtækið komst yfir án leyfis og án réttinda, voru notuð til að byggja upp öflugan hugbúnað og hafa áhrif á kosningarnar. Hugbúnaðurinn greindi skoðanir einstaklinga svo hægt var að senda þeim hnitmiðaðar og persónulegar auglýsingar. Christopher Wylie, sem kom að stofnun fyrirtækisins og vann þar til 2014, segir tilgang þess hafa verið að nota persónugögn í pólitískum tilgangi. Fyrirtækið hafi notfært sér Facebook til öðlast upplýsingar um fólk og hafa áhrif á það. Fyrirtækið hefði verið stofnað í þeim tilgangi. Wylie hefur útvegað blaðamönnum og yfirvöldum upplýsingar sem innihalda meðal annars tölvupósta úr kerfi CA sem sýnir hvernig persónuupplýsingarnar voru notaðar.Sagðist ætla að nota gögnin til rannsókna Fyrirtækið keypti gögnin í gegnum utanaðkomandi aðila sem sagði Facebook að hann væri að safna gögnum fyrir rannsóknir. Aleksandr Kogan safnaði gögnunum meðal annars í gegnum snjalltækjaforritið thisisyourdigitallife. Hundruðum þúsunda aðila var greitt fyrir að nota forritið til að taka persónuleikapróf og var þeim sagt að gögnin yrðu notuð til rannsókna. Auk þess að taka upplýsingar þeirra sem tóku áðurnefnt persónuleikapróf safnaði forritið einnig upplýsingum Facebookvina þeirra. Samkvæmt reglum Facebook var Kogan þó óheimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Auðjöfurinn Robert Mercer á Cambridge Analytica og um tíma var fyrirtækinu stýrt af Steve Bannon, einum af helstu bandamönnum Trump.Vilja há menningarstríð „Reglur skipta þá engu máli,“ segir Wylie við New York Times. „Fyrir þeim er þetta stríð og allt er sanngjarnt. Þeir vilja há menningarstríð í Bandaríkjunum. Cambrigdge Analytica var ætlað að vera vopnabúr þeirra í því menningarstríði.“Á vef Guardian segir að starfsmenn Facebook hafi komist á snoðir um fyrirtækið á seinni hluta ársins 2015. Hins vegar hafi notendur ekki verið látnir vita og greip fyrirtækið ekki til afgerandi aðgerða til að koma höndum aftur yfir upplýsingarnar sem snúa að rúmlega 50 milljónum einstaklinga.New York Times segir að enn megi finna hluta gagnanna á netinu og CA býr yfir þeim enn, þrátt fyrir að hafa sagt starfsmönnum Facebook árið 2015 að þeim hefði verið eytt.Alexander Nix, framkvæmdastjóri CA.Vísir/AFPUppljóstrunin vekur enn og aftur spurningar um þátt samfélagsmiðilsins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Ekki er langt síðan Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytisins, ákærði þrettán Rússa fyrir að hafa meðal annars notað Facebook til að „upplýsingahernað“ gegn Bandaríkjunum, eins og það var orðað í ákærunum.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgKosningayfirvöld í Bretlandi og í Bandaríkjunum rannsaka nú málið. Forsvarsmenn Facebook og Cambridge Analytica sögðu þingmönnum í Bretlandi í síðasta mánuði að CA byggi ekki yfir og notaðist ekki við persónuupplýsingar frá Facebook.Skoða lagalega stöðu sína Facebook sendi frá sér tilkynningu í dag um að Kogan og Cambridge Analytica yrði meinaður aðgangur að samfélagsmiðlinum á meðan málið væri rannsakað. Þó kemur fram í umfjöllun Guardian að lögfræðingar Facebook sögðust vera að skoða lagalega stöðu fyrirtækisins vegna umfjöllunarinnar. Alexander Nix, framkvæmdastjóri CA, hefur ítrekað neitað því að fyrirtækið hefði öðlast gögn um notendur Facebook. Fyrirtækið viðurkenndi það þó í tilkynningu til New York Times en kenndi Kogan um að hafa brotið reglur Facebook og sagði að upplýsingunum hefði verið eytt fyrir tveimur árum, um leið og í ljós kom að gögnin hefðu verið illa fengin. Fyrrverandi starfsmenn CA segja það þó ekki rétt og blaðamenn New York Times hafa séð gögnin og sannreynt að þeim hafi ekki verið eytt. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Sjá meira
Greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica, sem kom að forsetaframboði Donald Trump og Brexit, notfærði sér persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Gögnin, sem fyrirtækið komst yfir án leyfis og án réttinda, voru notuð til að byggja upp öflugan hugbúnað og hafa áhrif á kosningarnar. Hugbúnaðurinn greindi skoðanir einstaklinga svo hægt var að senda þeim hnitmiðaðar og persónulegar auglýsingar. Christopher Wylie, sem kom að stofnun fyrirtækisins og vann þar til 2014, segir tilgang þess hafa verið að nota persónugögn í pólitískum tilgangi. Fyrirtækið hafi notfært sér Facebook til öðlast upplýsingar um fólk og hafa áhrif á það. Fyrirtækið hefði verið stofnað í þeim tilgangi. Wylie hefur útvegað blaðamönnum og yfirvöldum upplýsingar sem innihalda meðal annars tölvupósta úr kerfi CA sem sýnir hvernig persónuupplýsingarnar voru notaðar.Sagðist ætla að nota gögnin til rannsókna Fyrirtækið keypti gögnin í gegnum utanaðkomandi aðila sem sagði Facebook að hann væri að safna gögnum fyrir rannsóknir. Aleksandr Kogan safnaði gögnunum meðal annars í gegnum snjalltækjaforritið thisisyourdigitallife. Hundruðum þúsunda aðila var greitt fyrir að nota forritið til að taka persónuleikapróf og var þeim sagt að gögnin yrðu notuð til rannsókna. Auk þess að taka upplýsingar þeirra sem tóku áðurnefnt persónuleikapróf safnaði forritið einnig upplýsingum Facebookvina þeirra. Samkvæmt reglum Facebook var Kogan þó óheimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Auðjöfurinn Robert Mercer á Cambridge Analytica og um tíma var fyrirtækinu stýrt af Steve Bannon, einum af helstu bandamönnum Trump.Vilja há menningarstríð „Reglur skipta þá engu máli,“ segir Wylie við New York Times. „Fyrir þeim er þetta stríð og allt er sanngjarnt. Þeir vilja há menningarstríð í Bandaríkjunum. Cambrigdge Analytica var ætlað að vera vopnabúr þeirra í því menningarstríði.“Á vef Guardian segir að starfsmenn Facebook hafi komist á snoðir um fyrirtækið á seinni hluta ársins 2015. Hins vegar hafi notendur ekki verið látnir vita og greip fyrirtækið ekki til afgerandi aðgerða til að koma höndum aftur yfir upplýsingarnar sem snúa að rúmlega 50 milljónum einstaklinga.New York Times segir að enn megi finna hluta gagnanna á netinu og CA býr yfir þeim enn, þrátt fyrir að hafa sagt starfsmönnum Facebook árið 2015 að þeim hefði verið eytt.Alexander Nix, framkvæmdastjóri CA.Vísir/AFPUppljóstrunin vekur enn og aftur spurningar um þátt samfélagsmiðilsins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Ekki er langt síðan Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytisins, ákærði þrettán Rússa fyrir að hafa meðal annars notað Facebook til að „upplýsingahernað“ gegn Bandaríkjunum, eins og það var orðað í ákærunum.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgKosningayfirvöld í Bretlandi og í Bandaríkjunum rannsaka nú málið. Forsvarsmenn Facebook og Cambridge Analytica sögðu þingmönnum í Bretlandi í síðasta mánuði að CA byggi ekki yfir og notaðist ekki við persónuupplýsingar frá Facebook.Skoða lagalega stöðu sína Facebook sendi frá sér tilkynningu í dag um að Kogan og Cambridge Analytica yrði meinaður aðgangur að samfélagsmiðlinum á meðan málið væri rannsakað. Þó kemur fram í umfjöllun Guardian að lögfræðingar Facebook sögðust vera að skoða lagalega stöðu fyrirtækisins vegna umfjöllunarinnar. Alexander Nix, framkvæmdastjóri CA, hefur ítrekað neitað því að fyrirtækið hefði öðlast gögn um notendur Facebook. Fyrirtækið viðurkenndi það þó í tilkynningu til New York Times en kenndi Kogan um að hafa brotið reglur Facebook og sagði að upplýsingunum hefði verið eytt fyrir tveimur árum, um leið og í ljós kom að gögnin hefðu verið illa fengin. Fyrrverandi starfsmenn CA segja það þó ekki rétt og blaðamenn New York Times hafa séð gögnin og sannreynt að þeim hafi ekki verið eytt.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Sjá meira