Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2018 20:16 Lögreglubíll keyrir fram hjá höfuðstöðvum Cambridge Analytica í miðborg London. Vísir/AFP Dómari á Bretlandi hefur veitt þarlendum persónuverndaryfirvöldum heimild til húsleitar á skrifstofum greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica. Greint hefur verið frá því að fyrirtækið hafi notast við persónuupplýsingar tuga milljóna Facebook-notenda sem fengnar voru með óheiðarlegum hætti.The Guardian segir að rannsakendur sækist eftir skrám og gögnum fyrirtækisins. Rannsókn bresku persónuverndarinnar beinit að því hvort að Cambridge Analytica hafi notast við persónuupplýsingar um fimmtíu milljón bandarískra Facebook-notenda sem aflað var í gegnum persónuleikapróf á samfélagsmiðlinum. Þær upplýsingar eru sagðar hafa verið notaðar til þess að sérsníða áróður að kjósendum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. Cambridge Analytica vann þá fyrir framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Fyrirtækið auglýsti sig á þann hátt að það gæti haft áhrif á hegðun fólks með gangagreiningarvinnu sinni. Leynilegar upptökur sem Channel 4-sjónvarpsstöðin birti í vikunni sýndu stjórnendur Cambridge Analytica lýsa því hvernig þeir hefðu unnið í kosningum í fjölda landa um allan heim á laun. Sögðu þeir meðal annars frá því hvernig þeir gætu leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Alexander Nix, forstjóra Cambridge Analytica, var vikið tímabundið frá störfum í vikunni á meðan rannsókn fer fram. Donald Trump Tengdar fréttir Segir netið nýtt til sálfræðihernaðar gegn kjósendum Þingmaður Pírata segir ríki heims hafa brugðist borgurum með allt of veikri persónu- og upplýsingaverndarlöggjöf. Hann segir sálfræðihernað hafa verið stundaðan gegn kjósendum á samfélagsmiðlum. Almannatengill segir ólíklegt að aðferðirnar myndu virka á Íslandi. Íslendingar séu fáir og hér þekki allir alla. 21. mars 2018 08:00 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Dómari á Bretlandi hefur veitt þarlendum persónuverndaryfirvöldum heimild til húsleitar á skrifstofum greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica. Greint hefur verið frá því að fyrirtækið hafi notast við persónuupplýsingar tuga milljóna Facebook-notenda sem fengnar voru með óheiðarlegum hætti.The Guardian segir að rannsakendur sækist eftir skrám og gögnum fyrirtækisins. Rannsókn bresku persónuverndarinnar beinit að því hvort að Cambridge Analytica hafi notast við persónuupplýsingar um fimmtíu milljón bandarískra Facebook-notenda sem aflað var í gegnum persónuleikapróf á samfélagsmiðlinum. Þær upplýsingar eru sagðar hafa verið notaðar til þess að sérsníða áróður að kjósendum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. Cambridge Analytica vann þá fyrir framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Fyrirtækið auglýsti sig á þann hátt að það gæti haft áhrif á hegðun fólks með gangagreiningarvinnu sinni. Leynilegar upptökur sem Channel 4-sjónvarpsstöðin birti í vikunni sýndu stjórnendur Cambridge Analytica lýsa því hvernig þeir hefðu unnið í kosningum í fjölda landa um allan heim á laun. Sögðu þeir meðal annars frá því hvernig þeir gætu leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Alexander Nix, forstjóra Cambridge Analytica, var vikið tímabundið frá störfum í vikunni á meðan rannsókn fer fram.
Donald Trump Tengdar fréttir Segir netið nýtt til sálfræðihernaðar gegn kjósendum Þingmaður Pírata segir ríki heims hafa brugðist borgurum með allt of veikri persónu- og upplýsingaverndarlöggjöf. Hann segir sálfræðihernað hafa verið stundaðan gegn kjósendum á samfélagsmiðlum. Almannatengill segir ólíklegt að aðferðirnar myndu virka á Íslandi. Íslendingar séu fáir og hér þekki allir alla. 21. mars 2018 08:00 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Segir netið nýtt til sálfræðihernaðar gegn kjósendum Þingmaður Pírata segir ríki heims hafa brugðist borgurum með allt of veikri persónu- og upplýsingaverndarlöggjöf. Hann segir sálfræðihernað hafa verið stundaðan gegn kjósendum á samfélagsmiðlum. Almannatengill segir ólíklegt að aðferðirnar myndu virka á Íslandi. Íslendingar séu fáir og hér þekki allir alla. 21. mars 2018 08:00
Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30
Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45
Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45