Uber slökkti á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíla Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 16:31 Sjálfkeyrandi bíll Uber á götum San Francisco Vísir/AFP Slökkt var á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíls á vegum farveitunnar Uber sem ók á gangandi konu í Bandaríkjunum í mars með þeim afleiðingum að hún lést. Í skýrslu samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna kemur einnig fram að skynjarar bílsins hafi átt erfitt með að greina konuna. Skynjararnir námu konuna sex sekúndum áður en Volvo XC90-bifreiðina ók á hana. Hugbúnaður bílsins taldi konuna fyrst vera óþekkt fyrirbæri, síðan bifreið og að lokum hjól. Tölvan ákvað að bíllinn þyrfti að nauðhemla 1,3 sekúndum fyrir áreksturinn. Uber hafði hins vegar aftengt neyðarhemlunina til að koma í veg fyrir að sjálfkeyrandi bílarnir hegðuðu sér á ófyrirsjáanlegan hátt, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þetta var fyrsta banaslysið af völdum sjálfkeyrandi bíls í Bandaríkjunum. Konan sem lést var 49 ára gömul en hún var að reiða hjólið sitt yfir fjögurra akreina götu við gangbraut í bænum Tempe í Arizona þegar bíllinn ók á hana á 64 kílómetra hraða. Uber ákvað að hætta tilraunum sínum með sjálfkeyrandi bíla í framhaldinu. Nú segist fyrirtækið ætla að hætta tilraunum í Arizona en halda áfram í Pittsburgh og tveimur borgum í Kaliforníu. Ökumaður sat í bílstjórasæti bílsins en myndband innan úr bílnum bendir til þess að hann hafi ekki verið með augun á veginum rétt fyrir slysið. Ætlast er til þess að ökumennirnir séu tilbúnir að grípa inn í við tilraunirnar með sjálfkeyrandi bíla. Í kjölfar slyssins var greint frá erfiðleikum sem höfðu plagað tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla. Þannig þurftu mannlegir ökumenn að grípa mun oftar inn í aksturinn hjá Uber en við tilraunir keppinauta eins og Waymo. Einnig kom fram að Uber hafði fækkað skynjurum sem greina umhverfi sjálfkeyrandi bílanna. Bílarnir væru þannig með fleiri blindbletti en keppninautarnir og eldri útgáfur bíla fyrirtækisins. Tengdar fréttir Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Sjá meira
Slökkt var á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíls á vegum farveitunnar Uber sem ók á gangandi konu í Bandaríkjunum í mars með þeim afleiðingum að hún lést. Í skýrslu samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna kemur einnig fram að skynjarar bílsins hafi átt erfitt með að greina konuna. Skynjararnir námu konuna sex sekúndum áður en Volvo XC90-bifreiðina ók á hana. Hugbúnaður bílsins taldi konuna fyrst vera óþekkt fyrirbæri, síðan bifreið og að lokum hjól. Tölvan ákvað að bíllinn þyrfti að nauðhemla 1,3 sekúndum fyrir áreksturinn. Uber hafði hins vegar aftengt neyðarhemlunina til að koma í veg fyrir að sjálfkeyrandi bílarnir hegðuðu sér á ófyrirsjáanlegan hátt, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þetta var fyrsta banaslysið af völdum sjálfkeyrandi bíls í Bandaríkjunum. Konan sem lést var 49 ára gömul en hún var að reiða hjólið sitt yfir fjögurra akreina götu við gangbraut í bænum Tempe í Arizona þegar bíllinn ók á hana á 64 kílómetra hraða. Uber ákvað að hætta tilraunum sínum með sjálfkeyrandi bíla í framhaldinu. Nú segist fyrirtækið ætla að hætta tilraunum í Arizona en halda áfram í Pittsburgh og tveimur borgum í Kaliforníu. Ökumaður sat í bílstjórasæti bílsins en myndband innan úr bílnum bendir til þess að hann hafi ekki verið með augun á veginum rétt fyrir slysið. Ætlast er til þess að ökumennirnir séu tilbúnir að grípa inn í við tilraunirnar með sjálfkeyrandi bíla. Í kjölfar slyssins var greint frá erfiðleikum sem höfðu plagað tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla. Þannig þurftu mannlegir ökumenn að grípa mun oftar inn í aksturinn hjá Uber en við tilraunir keppinauta eins og Waymo. Einnig kom fram að Uber hafði fækkað skynjurum sem greina umhverfi sjálfkeyrandi bílanna. Bílarnir væru þannig með fleiri blindbletti en keppninautarnir og eldri útgáfur bíla fyrirtækisins.
Tengdar fréttir Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Sjá meira
Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30
Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39
Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51
Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56