Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2018 07:51 Uber stöðvaði tilraunir með sjálfkeyrandi bíla í Norður-Ameríku eftir banaslysið. Vísir/AFP Tilraunir akstursþjónustunnar Uber með sjálfkeyrandi bíla gengu ekki sem skyldi jafnvel áður en einn þeirra ók á gangandi konu í Arizona í Bandaríkjunum í síðustu viku með þeim afleiðingum að hún lést. Framleiðandi skynjara sem sjálfkeyrandi bílar reiða sig á neitar allri ábyrgð og segist gáttaður á slysinu. Konan var 49 ára gömul en hún varð fyrir sjálfkeyrandi Uber-bíl þegar hún gekk yfir götu í borginni Tempe á mánudagskvöld. Bíllinn var þá á sjálfstýringu en ökumaður sat við stýrið. Bandarísk yfirvöld rannsaka nú slysið og Uber hefur stöðvað tilraunir með bílana í Bandaríkjunum og Kanada.New York Times greinir frá því að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bílana hafi ekki staðið undir væntingum í marga mánuði fyrir slysið. Bílarnir hafi átt erfitt að aka í gegnum framkvæmdasvæði og nærri háum bifreiðum eins og stórum flutningabílum. Þá þurftu mannlegir öryggisökumenn sem sitja við stýrið að grípa inn í mun oftar hjá Uber en hjá öðrum fyrirtækjum sem þróa sjálfkeyrandi bíla. Þannig segir Waymo, sem upphaflega var verkefni Google um sjálfkeyrnandi bíla, að ökumenn þeirra grípi inn í á um 9.000 kílómetra fresti. Hjá Uber voru inngripin hins vegar á um tuttugu kílómetra fresti. Blaðið lýsir því einnig að starfsmenn verkefnisins hafi verið undir þrýstingi frá yfirmönnum um að ljúka þróun sjálfkeyrandi bíla fyrir lok ársins og að ganga í augun á yfirstjórnendum.Á að geta séð í myrkriBreska ríkisútvarpið BBC hefur eftir fulltrúum Velodyne, fyrirtækisins sem framleiddi radarskynjarana á Uber-bílnum sem ók á konuna, að þeir furði sig á slysinu. Tækjabúnaðurinn eigi að gera bílnum kleift að „sjá“ í myrkri. Þeir hafna því að tækjabúnaði þeirra hafi verið um að kenna. Marta Hall, forseti Velodyne, bendir þess í stað á bíltölvu Uber. Það sé upp á tölvukerfið komið að túlka gögnin sem skynjararnir senda því og taka ákvarðanir út frá þeim. „Við vitum ekki hvernig ákvörðunartökukerfi Uber virkar,“ segir hún við BBC. Lögregla er enn að rannsaka slysið og hefur ekki komist að niðurstöðu um hvort að bíllinn hafi orðið valdur að því. Á myndbandsupptökum sást að hvorki bíllinn né ökumaðurinn brugðust við áður en hann skall á konunni. Þá virtist ökumaðurinn ekki vera með hendur á stýrinu. Tækni Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Tilraunir akstursþjónustunnar Uber með sjálfkeyrandi bíla gengu ekki sem skyldi jafnvel áður en einn þeirra ók á gangandi konu í Arizona í Bandaríkjunum í síðustu viku með þeim afleiðingum að hún lést. Framleiðandi skynjara sem sjálfkeyrandi bílar reiða sig á neitar allri ábyrgð og segist gáttaður á slysinu. Konan var 49 ára gömul en hún varð fyrir sjálfkeyrandi Uber-bíl þegar hún gekk yfir götu í borginni Tempe á mánudagskvöld. Bíllinn var þá á sjálfstýringu en ökumaður sat við stýrið. Bandarísk yfirvöld rannsaka nú slysið og Uber hefur stöðvað tilraunir með bílana í Bandaríkjunum og Kanada.New York Times greinir frá því að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bílana hafi ekki staðið undir væntingum í marga mánuði fyrir slysið. Bílarnir hafi átt erfitt að aka í gegnum framkvæmdasvæði og nærri háum bifreiðum eins og stórum flutningabílum. Þá þurftu mannlegir öryggisökumenn sem sitja við stýrið að grípa inn í mun oftar hjá Uber en hjá öðrum fyrirtækjum sem þróa sjálfkeyrandi bíla. Þannig segir Waymo, sem upphaflega var verkefni Google um sjálfkeyrnandi bíla, að ökumenn þeirra grípi inn í á um 9.000 kílómetra fresti. Hjá Uber voru inngripin hins vegar á um tuttugu kílómetra fresti. Blaðið lýsir því einnig að starfsmenn verkefnisins hafi verið undir þrýstingi frá yfirmönnum um að ljúka þróun sjálfkeyrandi bíla fyrir lok ársins og að ganga í augun á yfirstjórnendum.Á að geta séð í myrkriBreska ríkisútvarpið BBC hefur eftir fulltrúum Velodyne, fyrirtækisins sem framleiddi radarskynjarana á Uber-bílnum sem ók á konuna, að þeir furði sig á slysinu. Tækjabúnaðurinn eigi að gera bílnum kleift að „sjá“ í myrkri. Þeir hafna því að tækjabúnaði þeirra hafi verið um að kenna. Marta Hall, forseti Velodyne, bendir þess í stað á bíltölvu Uber. Það sé upp á tölvukerfið komið að túlka gögnin sem skynjararnir senda því og taka ákvarðanir út frá þeim. „Við vitum ekki hvernig ákvörðunartökukerfi Uber virkar,“ segir hún við BBC. Lögregla er enn að rannsaka slysið og hefur ekki komist að niðurstöðu um hvort að bíllinn hafi orðið valdur að því. Á myndbandsupptökum sást að hvorki bíllinn né ökumaðurinn brugðust við áður en hann skall á konunni. Þá virtist ökumaðurinn ekki vera með hendur á stýrinu.
Tækni Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25
Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39