Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2018 07:51 Uber stöðvaði tilraunir með sjálfkeyrandi bíla í Norður-Ameríku eftir banaslysið. Vísir/AFP Tilraunir akstursþjónustunnar Uber með sjálfkeyrandi bíla gengu ekki sem skyldi jafnvel áður en einn þeirra ók á gangandi konu í Arizona í Bandaríkjunum í síðustu viku með þeim afleiðingum að hún lést. Framleiðandi skynjara sem sjálfkeyrandi bílar reiða sig á neitar allri ábyrgð og segist gáttaður á slysinu. Konan var 49 ára gömul en hún varð fyrir sjálfkeyrandi Uber-bíl þegar hún gekk yfir götu í borginni Tempe á mánudagskvöld. Bíllinn var þá á sjálfstýringu en ökumaður sat við stýrið. Bandarísk yfirvöld rannsaka nú slysið og Uber hefur stöðvað tilraunir með bílana í Bandaríkjunum og Kanada.New York Times greinir frá því að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bílana hafi ekki staðið undir væntingum í marga mánuði fyrir slysið. Bílarnir hafi átt erfitt að aka í gegnum framkvæmdasvæði og nærri háum bifreiðum eins og stórum flutningabílum. Þá þurftu mannlegir öryggisökumenn sem sitja við stýrið að grípa inn í mun oftar hjá Uber en hjá öðrum fyrirtækjum sem þróa sjálfkeyrandi bíla. Þannig segir Waymo, sem upphaflega var verkefni Google um sjálfkeyrnandi bíla, að ökumenn þeirra grípi inn í á um 9.000 kílómetra fresti. Hjá Uber voru inngripin hins vegar á um tuttugu kílómetra fresti. Blaðið lýsir því einnig að starfsmenn verkefnisins hafi verið undir þrýstingi frá yfirmönnum um að ljúka þróun sjálfkeyrandi bíla fyrir lok ársins og að ganga í augun á yfirstjórnendum.Á að geta séð í myrkriBreska ríkisútvarpið BBC hefur eftir fulltrúum Velodyne, fyrirtækisins sem framleiddi radarskynjarana á Uber-bílnum sem ók á konuna, að þeir furði sig á slysinu. Tækjabúnaðurinn eigi að gera bílnum kleift að „sjá“ í myrkri. Þeir hafna því að tækjabúnaði þeirra hafi verið um að kenna. Marta Hall, forseti Velodyne, bendir þess í stað á bíltölvu Uber. Það sé upp á tölvukerfið komið að túlka gögnin sem skynjararnir senda því og taka ákvarðanir út frá þeim. „Við vitum ekki hvernig ákvörðunartökukerfi Uber virkar,“ segir hún við BBC. Lögregla er enn að rannsaka slysið og hefur ekki komist að niðurstöðu um hvort að bíllinn hafi orðið valdur að því. Á myndbandsupptökum sást að hvorki bíllinn né ökumaðurinn brugðust við áður en hann skall á konunni. Þá virtist ökumaðurinn ekki vera með hendur á stýrinu. Tækni Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Tilraunir akstursþjónustunnar Uber með sjálfkeyrandi bíla gengu ekki sem skyldi jafnvel áður en einn þeirra ók á gangandi konu í Arizona í Bandaríkjunum í síðustu viku með þeim afleiðingum að hún lést. Framleiðandi skynjara sem sjálfkeyrandi bílar reiða sig á neitar allri ábyrgð og segist gáttaður á slysinu. Konan var 49 ára gömul en hún varð fyrir sjálfkeyrandi Uber-bíl þegar hún gekk yfir götu í borginni Tempe á mánudagskvöld. Bíllinn var þá á sjálfstýringu en ökumaður sat við stýrið. Bandarísk yfirvöld rannsaka nú slysið og Uber hefur stöðvað tilraunir með bílana í Bandaríkjunum og Kanada.New York Times greinir frá því að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bílana hafi ekki staðið undir væntingum í marga mánuði fyrir slysið. Bílarnir hafi átt erfitt að aka í gegnum framkvæmdasvæði og nærri háum bifreiðum eins og stórum flutningabílum. Þá þurftu mannlegir öryggisökumenn sem sitja við stýrið að grípa inn í mun oftar hjá Uber en hjá öðrum fyrirtækjum sem þróa sjálfkeyrandi bíla. Þannig segir Waymo, sem upphaflega var verkefni Google um sjálfkeyrnandi bíla, að ökumenn þeirra grípi inn í á um 9.000 kílómetra fresti. Hjá Uber voru inngripin hins vegar á um tuttugu kílómetra fresti. Blaðið lýsir því einnig að starfsmenn verkefnisins hafi verið undir þrýstingi frá yfirmönnum um að ljúka þróun sjálfkeyrandi bíla fyrir lok ársins og að ganga í augun á yfirstjórnendum.Á að geta séð í myrkriBreska ríkisútvarpið BBC hefur eftir fulltrúum Velodyne, fyrirtækisins sem framleiddi radarskynjarana á Uber-bílnum sem ók á konuna, að þeir furði sig á slysinu. Tækjabúnaðurinn eigi að gera bílnum kleift að „sjá“ í myrkri. Þeir hafna því að tækjabúnaði þeirra hafi verið um að kenna. Marta Hall, forseti Velodyne, bendir þess í stað á bíltölvu Uber. Það sé upp á tölvukerfið komið að túlka gögnin sem skynjararnir senda því og taka ákvarðanir út frá þeim. „Við vitum ekki hvernig ákvörðunartökukerfi Uber virkar,“ segir hún við BBC. Lögregla er enn að rannsaka slysið og hefur ekki komist að niðurstöðu um hvort að bíllinn hafi orðið valdur að því. Á myndbandsupptökum sást að hvorki bíllinn né ökumaðurinn brugðust við áður en hann skall á konunni. Þá virtist ökumaðurinn ekki vera með hendur á stýrinu.
Tækni Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25
Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39