Hótar ofsóknum á hendur pólitískum andstæðingum Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2018 16:20 Bolsonaro er þekktur fyrir ofstæki og hatursorðræðu. Hann hótar andstæðingum sínum nú ofsóknum. Vísir/EPA Jair Bolsonaro, öfgahægrimaðurinn sem nær öruggt er talið að verði kjörinn forseti Brasilíu um helgina, segir að pólitískir andstæðingar sínir muni hrökklast úr landi eða enda í fangelsi. Hótaði hann „hreinsun“ sem engin fordæmi væru um í sögu landsins. Skoðanakannanir benda til þess að Bolsonaro vinni afgerandi sigur á Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins, í seinni umferð forsetakosninganna á sunnudag. Í ávarpi til stuðningsmanna sinna boðaði Bolsonaro afturhvarf til tíma herforingjastjórna sem réðu ríkjum í landinu á 20. öld. „Þessir rauðu útlagar verða hraktir á brott frá heimalandi okkar. Það verður hreinsun sem hefur aldrei sést áður í brasilískri sögu,“ sagði Bolsonaro í myndbandsávarpi sem hann sendi út á netinu, að því er segir í frétt The Guardian. „Annað hvort fara þeir úr landi eða þeir fara í fangelsi,“ hótaði Bolsonaro við mikinn fögnuð þúsunda stuðningsmanna hans sem voru samankomnir til að hlýða á ávarpið. Frambjóðandinn er sjálfur að ná sér af stungusári á heimili sínu í Ríó de Janeiro. Nefndi harðlínumaðurinn ákveðna hópa sem yrðu sérstaklega teknir fyrir þegar hann kemst til valda. Kallaði hann félaga í samtökum landlausra bænda „þrjóta“ sem yrðu skilgreindir sem hryðjuverkamenn. Þá myndi hann láta Lula da Silva, fyrrverandi forseta, „rotna í fangelsi“ ásamt öðrum flokkssystkinum hans úr Verkamannaflokknum. Silva afplánar nú dóm vegna spillingar. Haddad sagði að Bolsonaro hefði með ummælum sínum hótað lífi andstæðinga sinna. „Við verðum að verja lýðræðislegt réttarríkið. Hvernig getur fólk fundið til öryggis ef hann hótar þeim sem hafa aðrar skoðanir en hann?“ tísti Haddad. Brasilía Tengdar fréttir Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Frambjóðandi hægrimanna boðar nær algert afturhvarf frá aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af völdum manna. Hann þykir sigurstranglegur fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu. 17. október 2018 13:06 „Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. 21. október 2018 11:00 Haddad sakar Bolsonaro um kosningasvindl Brasilíski forsetaframbjóðandinn Fernando Haddad hefur sakað andstæðing sinn, hægriöfgamanninn Jair Bolsonaro, um að dreifa lygum um sig á samfélagsmiðlum. 19. október 2018 08:50 Jair Bolsonaro vann fyrstu umferð forsetakosninga í Brasilíu Bolsonaro náði fjörutíu og sex prósent atkvæða og Fernando Haddad tuttugu og níu og því þarf að kjósa að nýju á milli tveggja efstu. 8. október 2018 07:27 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Jair Bolsonaro, öfgahægrimaðurinn sem nær öruggt er talið að verði kjörinn forseti Brasilíu um helgina, segir að pólitískir andstæðingar sínir muni hrökklast úr landi eða enda í fangelsi. Hótaði hann „hreinsun“ sem engin fordæmi væru um í sögu landsins. Skoðanakannanir benda til þess að Bolsonaro vinni afgerandi sigur á Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins, í seinni umferð forsetakosninganna á sunnudag. Í ávarpi til stuðningsmanna sinna boðaði Bolsonaro afturhvarf til tíma herforingjastjórna sem réðu ríkjum í landinu á 20. öld. „Þessir rauðu útlagar verða hraktir á brott frá heimalandi okkar. Það verður hreinsun sem hefur aldrei sést áður í brasilískri sögu,“ sagði Bolsonaro í myndbandsávarpi sem hann sendi út á netinu, að því er segir í frétt The Guardian. „Annað hvort fara þeir úr landi eða þeir fara í fangelsi,“ hótaði Bolsonaro við mikinn fögnuð þúsunda stuðningsmanna hans sem voru samankomnir til að hlýða á ávarpið. Frambjóðandinn er sjálfur að ná sér af stungusári á heimili sínu í Ríó de Janeiro. Nefndi harðlínumaðurinn ákveðna hópa sem yrðu sérstaklega teknir fyrir þegar hann kemst til valda. Kallaði hann félaga í samtökum landlausra bænda „þrjóta“ sem yrðu skilgreindir sem hryðjuverkamenn. Þá myndi hann láta Lula da Silva, fyrrverandi forseta, „rotna í fangelsi“ ásamt öðrum flokkssystkinum hans úr Verkamannaflokknum. Silva afplánar nú dóm vegna spillingar. Haddad sagði að Bolsonaro hefði með ummælum sínum hótað lífi andstæðinga sinna. „Við verðum að verja lýðræðislegt réttarríkið. Hvernig getur fólk fundið til öryggis ef hann hótar þeim sem hafa aðrar skoðanir en hann?“ tísti Haddad.
Brasilía Tengdar fréttir Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Frambjóðandi hægrimanna boðar nær algert afturhvarf frá aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af völdum manna. Hann þykir sigurstranglegur fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu. 17. október 2018 13:06 „Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. 21. október 2018 11:00 Haddad sakar Bolsonaro um kosningasvindl Brasilíski forsetaframbjóðandinn Fernando Haddad hefur sakað andstæðing sinn, hægriöfgamanninn Jair Bolsonaro, um að dreifa lygum um sig á samfélagsmiðlum. 19. október 2018 08:50 Jair Bolsonaro vann fyrstu umferð forsetakosninga í Brasilíu Bolsonaro náði fjörutíu og sex prósent atkvæða og Fernando Haddad tuttugu og níu og því þarf að kjósa að nýju á milli tveggja efstu. 8. október 2018 07:27 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Frambjóðandi hægrimanna boðar nær algert afturhvarf frá aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af völdum manna. Hann þykir sigurstranglegur fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu. 17. október 2018 13:06
„Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. 21. október 2018 11:00
Haddad sakar Bolsonaro um kosningasvindl Brasilíski forsetaframbjóðandinn Fernando Haddad hefur sakað andstæðing sinn, hægriöfgamanninn Jair Bolsonaro, um að dreifa lygum um sig á samfélagsmiðlum. 19. október 2018 08:50
Jair Bolsonaro vann fyrstu umferð forsetakosninga í Brasilíu Bolsonaro náði fjörutíu og sex prósent atkvæða og Fernando Haddad tuttugu og níu og því þarf að kjósa að nýju á milli tveggja efstu. 8. október 2018 07:27