Eins og að bíða eftir að harðsoðið egg klekist út Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 06:15 Kim Jong-Un og Donald Trump funduðu í Singapúr í júní. Fundur þeirra virðist litlu hafa skilað. Vísir/AP Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru örg út í Bandaríkin fyrir að halda viðskiptaþvingunum sínum gegn ríkinu áfram. Embættismenn í Pjongjang krefjast þess að þeim verði aflétt, því að þeirra mati eru þvinganirnar leifar „úrelts handrits“ sem fyrri stjórnir í Washington hafi fylgt „með litlum árangri.“ Samkomulag sem Donald Trump Bandaríkjaforseti og leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, handsöluðu í Singapúr í júní virðist vera í uppnámi. Meðal þess sem samkomulagið kvað á um var „algjör kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans“ - án þess þó að það væri útskýrt nánar eða boðið upp á nákvæma útlistun á aðgerðum eða mikilvægum tímasetningum. Það kann að útskýra hvers vegna norður-kóresk stjórnvöld hafa ekki afhent kjarnorkuvopn sín. Þvert á móti segja alþjóðlegir eftirlitsmenn að kjarnorkuáætlun ríkisins sé enn í fullum gangi. Það er ekki síst af þeim sökum sem Bandaríkjastjórn hefur ekki enn aflétt viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu, sem leikið hafa hið einangraða ríki grátt á síðustu misserum. Washington telur mikilvægt að þvinganirnar séu enn við lýði svo að Pjongjang verði tilneytt til að fylgja Singapúr-samkomulaginu. Þar að auki hafa háttsettir embættismenn Bandaríkjanna, eins og þjóðaröryggisráðgjafinn John Bolton, gefið í skyn á síðustu dögum að þolinmæði Washington sé takmörkuð. Afvopnun Norðu-Kóreu skuli hefjast tafarlaust, ellegar séu þvinganirnar ekki á förum. Þessari diplómasíu mótmæla norður-kóresk stjórnvöld og segja hana í raun stríða gegn anda fyrrnefnd samkomulags og stefnu Bandaríkjaforseta. Þau telja þannig litlar líkur á árangri ef utanríkisstefna Bandaríkjanna mun áfram fylgja sama „úrelta handriti“ og áður. Allar ásakanir á hendur Pjongjang séu þar að auki tilhæfulausar og eini tilgangur þeirra sé að auka þrýsting alþjóðasamfélagsins á Norður-Kóreu. Í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti landsins sendi frá sér í gær er stefnu Bandaríkjanna í afvopnunarmálum Kóreuskagans líkt við það að „bíða eftir því að soðið egg klekist út.“ Sem sagt: Algjörlega tilgangslaus og ekki líkleg til árangurs. Því má í raun segja að um eiginlega störukeppni sé að ræða í málinu. Norður-Kórea ætlar ekki gefa sig fyrr en Bandaríkin gefa eftir - og öfugt. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38 Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15 Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru örg út í Bandaríkin fyrir að halda viðskiptaþvingunum sínum gegn ríkinu áfram. Embættismenn í Pjongjang krefjast þess að þeim verði aflétt, því að þeirra mati eru þvinganirnar leifar „úrelts handrits“ sem fyrri stjórnir í Washington hafi fylgt „með litlum árangri.“ Samkomulag sem Donald Trump Bandaríkjaforseti og leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, handsöluðu í Singapúr í júní virðist vera í uppnámi. Meðal þess sem samkomulagið kvað á um var „algjör kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans“ - án þess þó að það væri útskýrt nánar eða boðið upp á nákvæma útlistun á aðgerðum eða mikilvægum tímasetningum. Það kann að útskýra hvers vegna norður-kóresk stjórnvöld hafa ekki afhent kjarnorkuvopn sín. Þvert á móti segja alþjóðlegir eftirlitsmenn að kjarnorkuáætlun ríkisins sé enn í fullum gangi. Það er ekki síst af þeim sökum sem Bandaríkjastjórn hefur ekki enn aflétt viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu, sem leikið hafa hið einangraða ríki grátt á síðustu misserum. Washington telur mikilvægt að þvinganirnar séu enn við lýði svo að Pjongjang verði tilneytt til að fylgja Singapúr-samkomulaginu. Þar að auki hafa háttsettir embættismenn Bandaríkjanna, eins og þjóðaröryggisráðgjafinn John Bolton, gefið í skyn á síðustu dögum að þolinmæði Washington sé takmörkuð. Afvopnun Norðu-Kóreu skuli hefjast tafarlaust, ellegar séu þvinganirnar ekki á förum. Þessari diplómasíu mótmæla norður-kóresk stjórnvöld og segja hana í raun stríða gegn anda fyrrnefnd samkomulags og stefnu Bandaríkjaforseta. Þau telja þannig litlar líkur á árangri ef utanríkisstefna Bandaríkjanna mun áfram fylgja sama „úrelta handriti“ og áður. Allar ásakanir á hendur Pjongjang séu þar að auki tilhæfulausar og eini tilgangur þeirra sé að auka þrýsting alþjóðasamfélagsins á Norður-Kóreu. Í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti landsins sendi frá sér í gær er stefnu Bandaríkjanna í afvopnunarmálum Kóreuskagans líkt við það að „bíða eftir því að soðið egg klekist út.“ Sem sagt: Algjörlega tilgangslaus og ekki líkleg til árangurs. Því má í raun segja að um eiginlega störukeppni sé að ræða í málinu. Norður-Kórea ætlar ekki gefa sig fyrr en Bandaríkin gefa eftir - og öfugt.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38 Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15 Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38
Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15
Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“