Styttu Steinunnar stolið af bekk í Louisiana Atli Ísleifsson skrifar 10. ágúst 2018 08:53 22 styttum Steinunnar Þórarinsdóttur var komið fyrir víðs vegar um miðborg Baton Rouge á síðasta ári. Fréttablaðið/Andri Marinó Lögregla í Louisiana í Bandaríkjunum rannsakar nú stuld á styttu íslensku listakonunnar Steinunnar Þórarinsdóttur í höfuðborg ríkisins Baton Rouge. Styttan var á bekk í miðborg Baton Rouge og var ein 22 sambærilegra stytta sem var hluti af listaverki Steinunnar, Landamæri, eða Borders. Í frétt WBRZ2 kemur fram að styttan sé rúmlega 180 kíló að þyngd og telur lögregla að henni hafi verið stolið í mars eða apríl fyrr á þessu ári. Fyrst var tekið eftir stuldinum þegar til stóð að flytja verkið til borgarinnar Shreveport, einnig í Louisiana. Verkinu er ætlað að varpa ljósi á menningarlegan, pólitískan og félagslegan fjölbreytileika. Haft samband við tökulið myndar Tom Hanks Eftir að upp komst að styttan væri horfin var haft samband við aðstandendur kvikmyndarinnar Greyhound, sem skartar Tom Hanks í aðalhlutverki, en tökur á myndinni fóru meðal annars fram nálægt bekknum þar sem styttan var og um það leyti sem hún á að hafa horfið. Þeir kváðust þó ekkert vita um hvarf styttunnar. Yfirvöld í Baton Rouge hafa einnig haft samband við Steinunni sem sögð er hafa miklar áhyggur af stuldinum enda er styttan hluti sýningar hennar. Takist ekki að hafa upp á styttunni þurfa borgaryfirvöld að greiða 60 þúsund dala tryggingu, tæplega 6,5 milljónir króna á núvirði. Uppsetning verksins var kostuð af einkaaðilum og var ekkert fé sótt í opinbera sjóði borgarinnar, að því er fram kemur í frétt WBRZ2. Bandaríkin Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Lögregla í Louisiana í Bandaríkjunum rannsakar nú stuld á styttu íslensku listakonunnar Steinunnar Þórarinsdóttur í höfuðborg ríkisins Baton Rouge. Styttan var á bekk í miðborg Baton Rouge og var ein 22 sambærilegra stytta sem var hluti af listaverki Steinunnar, Landamæri, eða Borders. Í frétt WBRZ2 kemur fram að styttan sé rúmlega 180 kíló að þyngd og telur lögregla að henni hafi verið stolið í mars eða apríl fyrr á þessu ári. Fyrst var tekið eftir stuldinum þegar til stóð að flytja verkið til borgarinnar Shreveport, einnig í Louisiana. Verkinu er ætlað að varpa ljósi á menningarlegan, pólitískan og félagslegan fjölbreytileika. Haft samband við tökulið myndar Tom Hanks Eftir að upp komst að styttan væri horfin var haft samband við aðstandendur kvikmyndarinnar Greyhound, sem skartar Tom Hanks í aðalhlutverki, en tökur á myndinni fóru meðal annars fram nálægt bekknum þar sem styttan var og um það leyti sem hún á að hafa horfið. Þeir kváðust þó ekkert vita um hvarf styttunnar. Yfirvöld í Baton Rouge hafa einnig haft samband við Steinunni sem sögð er hafa miklar áhyggur af stuldinum enda er styttan hluti sýningar hennar. Takist ekki að hafa upp á styttunni þurfa borgaryfirvöld að greiða 60 þúsund dala tryggingu, tæplega 6,5 milljónir króna á núvirði. Uppsetning verksins var kostuð af einkaaðilum og var ekkert fé sótt í opinbera sjóði borgarinnar, að því er fram kemur í frétt WBRZ2.
Bandaríkin Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira