Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2018 19:05 Losun manna á gróðurhúsalofttegundum er talin í tugum milljarða tonna. Öll eldfjöll jarðar losa innan við eitt prósent af því magni á ári. Vísir/Getty Hagvöxtur í heiminum leiddi til þess að losun á koltvísýringi, helstu gróðurhúsalofttegundinni sem veldur hnattrænni hlýnun, jókst í fyrra í fyrsta skipti í fjögur ár. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að losunin nái ekki hámarki fyrr en í fyrsta lagi árið 2030, áratug síðar en nauðsynlegt er talið til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Vonir vöknuðu um að losun manna á gróðurhúsalofttegundum væru að ná hámarki þegar losunartölur frá iðnaði og orkuframleiðslu stóðu svo gott sem í stað þrátt fyrir efnhagslegan vöxt frá 2014 til 2016. Breyting varð hins vegar til þess verra í fyrra þegar losunin jókst um 1,2% frá fyrra ári, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Árleg losun manna á gróðurhúsalofttegundum nemur nú 53,5 milljörðum tonna af koltvísýringsígildum. Miðað við þá losun gæti hnattræn hlýnun numið 3,2°C fyrir lok aldarinnar, langt umfram markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hana við 1,5-2°C. Skýrsla sem Sameinuðu þjóðirnar létu taka saman í aðdraganda næstu loftslagsráðstefnu sem haldin verður í Póllandi í byrjun desember sýnir að munurinn á milli núverandi losunar manna og þeirra sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins hefur aldrei verið meiri.Markmiðin þurfa að vera fimmfalt metnaðarfyllri Í ágripi af skýrslunni ætluðu ráðamönnum kemur fram að núverandi landsmarkmið aðilarríkja Parísarsamkomulagsins dugi ekki til að brúa bilið. Tæknilega sé enn hægt að gera það og koma í veg fyrir að hlýnun verði meiri en 1,5-2°C. Herði ríkin ekki aðgerðir sínar fyrir árið 2030 „verður ekki lengur hægt að forðast að fara yfir 1,5°C markið“. Losunin árið 2030 þarf að vera 55% lægri en hún var í fyrra ætli ríki heims sér að ná Parísarmarkmiðunum. Til þess þurfa landsmarkmið ríkjanna að vera fimmfalt metnaðarfyllri en þau eru nú. Eins og stendur er aðeins útlit fyrir að losun muni hafa náð hámarki sínu í 57 löndum þar sem um 60% losunar á sér stað fyrir árið 2030. Það er sagt víðsfjarri því sem þarf til að koma í veg fyrir meiriháttar hlýnun með afdrifaríkum afleiðingum fyrir samfélög manna og lífríki jarðar. Stór ríki eins og Bandaríkin, Evrópusambandið, Ástralía, Kanada eru sögð í hættu á að ná ekki eigin markmiðum um samdrátt í losun fyrir árið 2030. Höfundar skýrslunnar segja að þau ríki sem virðist ætla að ná markmiðum sínum eða jafnvel gera betur eins og Indland, Rússland og Tyrkland muni aðeins gera það vegna þess hversu metnaðarlítil þau voru til að byrja með. Vaxandi hnattrænni hlýnun fylgir hækkun yfirborðs sjávar á heimsvísu, auknar veðuröfgar eins og verri hitabylgjur, þurrkar og skógareldar en einnig ákafari úrkoma. Svo hraðar loftslagsbreytingar eru taldar ógna lífi og lífsviðurværi milljóna manna um allan heim og ógna líffræðilegum fjölbreytileika jarðarinnar. Ástralía Kanada Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33 Ofsahlýnun í kortunum ef farið verður að fordæmi stórra ríkja Hnattræn hlýnun af völdum manna gæti numið 5°C fyrir lok aldarinnar er öll ríki heims gera eins líitð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og Rússland, Kína og Kanada. 19. nóvember 2018 13:55 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Hagvöxtur í heiminum leiddi til þess að losun á koltvísýringi, helstu gróðurhúsalofttegundinni sem veldur hnattrænni hlýnun, jókst í fyrra í fyrsta skipti í fjögur ár. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að losunin nái ekki hámarki fyrr en í fyrsta lagi árið 2030, áratug síðar en nauðsynlegt er talið til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Vonir vöknuðu um að losun manna á gróðurhúsalofttegundum væru að ná hámarki þegar losunartölur frá iðnaði og orkuframleiðslu stóðu svo gott sem í stað þrátt fyrir efnhagslegan vöxt frá 2014 til 2016. Breyting varð hins vegar til þess verra í fyrra þegar losunin jókst um 1,2% frá fyrra ári, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Árleg losun manna á gróðurhúsalofttegundum nemur nú 53,5 milljörðum tonna af koltvísýringsígildum. Miðað við þá losun gæti hnattræn hlýnun numið 3,2°C fyrir lok aldarinnar, langt umfram markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hana við 1,5-2°C. Skýrsla sem Sameinuðu þjóðirnar létu taka saman í aðdraganda næstu loftslagsráðstefnu sem haldin verður í Póllandi í byrjun desember sýnir að munurinn á milli núverandi losunar manna og þeirra sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins hefur aldrei verið meiri.Markmiðin þurfa að vera fimmfalt metnaðarfyllri Í ágripi af skýrslunni ætluðu ráðamönnum kemur fram að núverandi landsmarkmið aðilarríkja Parísarsamkomulagsins dugi ekki til að brúa bilið. Tæknilega sé enn hægt að gera það og koma í veg fyrir að hlýnun verði meiri en 1,5-2°C. Herði ríkin ekki aðgerðir sínar fyrir árið 2030 „verður ekki lengur hægt að forðast að fara yfir 1,5°C markið“. Losunin árið 2030 þarf að vera 55% lægri en hún var í fyrra ætli ríki heims sér að ná Parísarmarkmiðunum. Til þess þurfa landsmarkmið ríkjanna að vera fimmfalt metnaðarfyllri en þau eru nú. Eins og stendur er aðeins útlit fyrir að losun muni hafa náð hámarki sínu í 57 löndum þar sem um 60% losunar á sér stað fyrir árið 2030. Það er sagt víðsfjarri því sem þarf til að koma í veg fyrir meiriháttar hlýnun með afdrifaríkum afleiðingum fyrir samfélög manna og lífríki jarðar. Stór ríki eins og Bandaríkin, Evrópusambandið, Ástralía, Kanada eru sögð í hættu á að ná ekki eigin markmiðum um samdrátt í losun fyrir árið 2030. Höfundar skýrslunnar segja að þau ríki sem virðist ætla að ná markmiðum sínum eða jafnvel gera betur eins og Indland, Rússland og Tyrkland muni aðeins gera það vegna þess hversu metnaðarlítil þau voru til að byrja með. Vaxandi hnattrænni hlýnun fylgir hækkun yfirborðs sjávar á heimsvísu, auknar veðuröfgar eins og verri hitabylgjur, þurrkar og skógareldar en einnig ákafari úrkoma. Svo hraðar loftslagsbreytingar eru taldar ógna lífi og lífsviðurværi milljóna manna um allan heim og ógna líffræðilegum fjölbreytileika jarðarinnar.
Ástralía Kanada Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33 Ofsahlýnun í kortunum ef farið verður að fordæmi stórra ríkja Hnattræn hlýnun af völdum manna gæti numið 5°C fyrir lok aldarinnar er öll ríki heims gera eins líitð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og Rússland, Kína og Kanada. 19. nóvember 2018 13:55 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33
Ofsahlýnun í kortunum ef farið verður að fordæmi stórra ríkja Hnattræn hlýnun af völdum manna gæti numið 5°C fyrir lok aldarinnar er öll ríki heims gera eins líitð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og Rússland, Kína og Kanada. 19. nóvember 2018 13:55
Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34