Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar: „Ekkert bendir til að við séum með rangan mann í haldi“ Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2017 12:58 Alls létu fjórir lífið í árásinni og eru tíu manns slasaðir, sumir alvarlega. Vísir/afp Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir ekkert benda til að lögregla sé með rangan mann í haldi eftir að vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur á Drottninggatan í Stokkhólmi í gær. Dan Eliasson sagði að þvert á móti grunsemdir hafa styrkst eftir því sem rannsókninni vindur fram. Þetta kom fram á blaðamannafundi sænsku lögreglunnar í hádeginu. Þar var staðfest að einhvers konar eldfimur búnaður hafi fundist í stýrishúsi vörubílsins, þó að lögregla vilji enn ekki fullyrða að um sérstakan sprengjubúnað væri að ræða. Lögregla staðfesti að maðurinn sem handtekinn var í úthverfi norður af Stokkhólmi í gærkvöldi sé 39 ára úsbeskur ríkisborgari sem öryggislögregla hafi áður fengið upplýsingar um. Hann hafi þó ekki verið til sérstakrar rannsóknar. Ekki er vitað hvað maðurinn hafi dvalið lengi í Svíþjóð og ekki var gefið upp hvort hann hafi áður fengið dvalarleyfi eða sótt um hæli. Á blaðamannafundinum kom jafnframt fram að víðtæk rannsókn standi enn yfir og ekki sé útilokað að fleiri hafi komið að árásinni. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort maðurinn hafi haft í hyggju fleiri árásir. Alls létu fjórir lífið í árásinni og eru tíu manns slasaðir, sumir alvarlega. Lögregla hefur ekki viljað gefa uppi um kyn eða aldur fórnarlamba, enn sem komið er. Enn sé unnið að því að bera kennsl á lík og upplýsa aðstandendur. Tengdar fréttir Vegfarendur í Stokkhólmi héldu að þeir væru að upplifa sitt síðasta Þúsundir Íslendinga eru staddir í Stokkhólmi á hverjum degi. Nokkrir þeirra voru við Drottningargötu þegar hryðjuverk var framið þar um miðjan dag í gær. Sumir þeirra voru læstir inni klukkutímum saman. 8. apríl 2017 07:00 Segja að taska með sprengiefnum hafi fundist í vörubílnum Lögregla í Stokkhólmi segir að maðurinn sem handtekinn var í gær sé líklega maðurinn sem ók vörubíl niður verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólms og banaði fjórum hið minnsta. 8. apríl 2017 07:16 Þetta vitum við um árásina í Stokkhólmi Lögregla handtók mann í gærkvöldi sem grunaður er um árásina. Sænskir fjölmiðlar segja að heimagerð sprengja hafi fundist í vörubílnum. 8. apríl 2017 10:00 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir ekkert benda til að lögregla sé með rangan mann í haldi eftir að vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur á Drottninggatan í Stokkhólmi í gær. Dan Eliasson sagði að þvert á móti grunsemdir hafa styrkst eftir því sem rannsókninni vindur fram. Þetta kom fram á blaðamannafundi sænsku lögreglunnar í hádeginu. Þar var staðfest að einhvers konar eldfimur búnaður hafi fundist í stýrishúsi vörubílsins, þó að lögregla vilji enn ekki fullyrða að um sérstakan sprengjubúnað væri að ræða. Lögregla staðfesti að maðurinn sem handtekinn var í úthverfi norður af Stokkhólmi í gærkvöldi sé 39 ára úsbeskur ríkisborgari sem öryggislögregla hafi áður fengið upplýsingar um. Hann hafi þó ekki verið til sérstakrar rannsóknar. Ekki er vitað hvað maðurinn hafi dvalið lengi í Svíþjóð og ekki var gefið upp hvort hann hafi áður fengið dvalarleyfi eða sótt um hæli. Á blaðamannafundinum kom jafnframt fram að víðtæk rannsókn standi enn yfir og ekki sé útilokað að fleiri hafi komið að árásinni. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort maðurinn hafi haft í hyggju fleiri árásir. Alls létu fjórir lífið í árásinni og eru tíu manns slasaðir, sumir alvarlega. Lögregla hefur ekki viljað gefa uppi um kyn eða aldur fórnarlamba, enn sem komið er. Enn sé unnið að því að bera kennsl á lík og upplýsa aðstandendur.
Tengdar fréttir Vegfarendur í Stokkhólmi héldu að þeir væru að upplifa sitt síðasta Þúsundir Íslendinga eru staddir í Stokkhólmi á hverjum degi. Nokkrir þeirra voru við Drottningargötu þegar hryðjuverk var framið þar um miðjan dag í gær. Sumir þeirra voru læstir inni klukkutímum saman. 8. apríl 2017 07:00 Segja að taska með sprengiefnum hafi fundist í vörubílnum Lögregla í Stokkhólmi segir að maðurinn sem handtekinn var í gær sé líklega maðurinn sem ók vörubíl niður verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólms og banaði fjórum hið minnsta. 8. apríl 2017 07:16 Þetta vitum við um árásina í Stokkhólmi Lögregla handtók mann í gærkvöldi sem grunaður er um árásina. Sænskir fjölmiðlar segja að heimagerð sprengja hafi fundist í vörubílnum. 8. apríl 2017 10:00 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Vegfarendur í Stokkhólmi héldu að þeir væru að upplifa sitt síðasta Þúsundir Íslendinga eru staddir í Stokkhólmi á hverjum degi. Nokkrir þeirra voru við Drottningargötu þegar hryðjuverk var framið þar um miðjan dag í gær. Sumir þeirra voru læstir inni klukkutímum saman. 8. apríl 2017 07:00
Segja að taska með sprengiefnum hafi fundist í vörubílnum Lögregla í Stokkhólmi segir að maðurinn sem handtekinn var í gær sé líklega maðurinn sem ók vörubíl niður verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólms og banaði fjórum hið minnsta. 8. apríl 2017 07:16
Þetta vitum við um árásina í Stokkhólmi Lögregla handtók mann í gærkvöldi sem grunaður er um árásina. Sænskir fjölmiðlar segja að heimagerð sprengja hafi fundist í vörubílnum. 8. apríl 2017 10:00