Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar: „Ekkert bendir til að við séum með rangan mann í haldi“ Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2017 12:58 Alls létu fjórir lífið í árásinni og eru tíu manns slasaðir, sumir alvarlega. Vísir/afp Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir ekkert benda til að lögregla sé með rangan mann í haldi eftir að vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur á Drottninggatan í Stokkhólmi í gær. Dan Eliasson sagði að þvert á móti grunsemdir hafa styrkst eftir því sem rannsókninni vindur fram. Þetta kom fram á blaðamannafundi sænsku lögreglunnar í hádeginu. Þar var staðfest að einhvers konar eldfimur búnaður hafi fundist í stýrishúsi vörubílsins, þó að lögregla vilji enn ekki fullyrða að um sérstakan sprengjubúnað væri að ræða. Lögregla staðfesti að maðurinn sem handtekinn var í úthverfi norður af Stokkhólmi í gærkvöldi sé 39 ára úsbeskur ríkisborgari sem öryggislögregla hafi áður fengið upplýsingar um. Hann hafi þó ekki verið til sérstakrar rannsóknar. Ekki er vitað hvað maðurinn hafi dvalið lengi í Svíþjóð og ekki var gefið upp hvort hann hafi áður fengið dvalarleyfi eða sótt um hæli. Á blaðamannafundinum kom jafnframt fram að víðtæk rannsókn standi enn yfir og ekki sé útilokað að fleiri hafi komið að árásinni. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort maðurinn hafi haft í hyggju fleiri árásir. Alls létu fjórir lífið í árásinni og eru tíu manns slasaðir, sumir alvarlega. Lögregla hefur ekki viljað gefa uppi um kyn eða aldur fórnarlamba, enn sem komið er. Enn sé unnið að því að bera kennsl á lík og upplýsa aðstandendur. Tengdar fréttir Vegfarendur í Stokkhólmi héldu að þeir væru að upplifa sitt síðasta Þúsundir Íslendinga eru staddir í Stokkhólmi á hverjum degi. Nokkrir þeirra voru við Drottningargötu þegar hryðjuverk var framið þar um miðjan dag í gær. Sumir þeirra voru læstir inni klukkutímum saman. 8. apríl 2017 07:00 Segja að taska með sprengiefnum hafi fundist í vörubílnum Lögregla í Stokkhólmi segir að maðurinn sem handtekinn var í gær sé líklega maðurinn sem ók vörubíl niður verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólms og banaði fjórum hið minnsta. 8. apríl 2017 07:16 Þetta vitum við um árásina í Stokkhólmi Lögregla handtók mann í gærkvöldi sem grunaður er um árásina. Sænskir fjölmiðlar segja að heimagerð sprengja hafi fundist í vörubílnum. 8. apríl 2017 10:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir ekkert benda til að lögregla sé með rangan mann í haldi eftir að vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur á Drottninggatan í Stokkhólmi í gær. Dan Eliasson sagði að þvert á móti grunsemdir hafa styrkst eftir því sem rannsókninni vindur fram. Þetta kom fram á blaðamannafundi sænsku lögreglunnar í hádeginu. Þar var staðfest að einhvers konar eldfimur búnaður hafi fundist í stýrishúsi vörubílsins, þó að lögregla vilji enn ekki fullyrða að um sérstakan sprengjubúnað væri að ræða. Lögregla staðfesti að maðurinn sem handtekinn var í úthverfi norður af Stokkhólmi í gærkvöldi sé 39 ára úsbeskur ríkisborgari sem öryggislögregla hafi áður fengið upplýsingar um. Hann hafi þó ekki verið til sérstakrar rannsóknar. Ekki er vitað hvað maðurinn hafi dvalið lengi í Svíþjóð og ekki var gefið upp hvort hann hafi áður fengið dvalarleyfi eða sótt um hæli. Á blaðamannafundinum kom jafnframt fram að víðtæk rannsókn standi enn yfir og ekki sé útilokað að fleiri hafi komið að árásinni. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort maðurinn hafi haft í hyggju fleiri árásir. Alls létu fjórir lífið í árásinni og eru tíu manns slasaðir, sumir alvarlega. Lögregla hefur ekki viljað gefa uppi um kyn eða aldur fórnarlamba, enn sem komið er. Enn sé unnið að því að bera kennsl á lík og upplýsa aðstandendur.
Tengdar fréttir Vegfarendur í Stokkhólmi héldu að þeir væru að upplifa sitt síðasta Þúsundir Íslendinga eru staddir í Stokkhólmi á hverjum degi. Nokkrir þeirra voru við Drottningargötu þegar hryðjuverk var framið þar um miðjan dag í gær. Sumir þeirra voru læstir inni klukkutímum saman. 8. apríl 2017 07:00 Segja að taska með sprengiefnum hafi fundist í vörubílnum Lögregla í Stokkhólmi segir að maðurinn sem handtekinn var í gær sé líklega maðurinn sem ók vörubíl niður verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólms og banaði fjórum hið minnsta. 8. apríl 2017 07:16 Þetta vitum við um árásina í Stokkhólmi Lögregla handtók mann í gærkvöldi sem grunaður er um árásina. Sænskir fjölmiðlar segja að heimagerð sprengja hafi fundist í vörubílnum. 8. apríl 2017 10:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Vegfarendur í Stokkhólmi héldu að þeir væru að upplifa sitt síðasta Þúsundir Íslendinga eru staddir í Stokkhólmi á hverjum degi. Nokkrir þeirra voru við Drottningargötu þegar hryðjuverk var framið þar um miðjan dag í gær. Sumir þeirra voru læstir inni klukkutímum saman. 8. apríl 2017 07:00
Segja að taska með sprengiefnum hafi fundist í vörubílnum Lögregla í Stokkhólmi segir að maðurinn sem handtekinn var í gær sé líklega maðurinn sem ók vörubíl niður verslunargötuna Drottninggatan í miðborg Stokkhólms og banaði fjórum hið minnsta. 8. apríl 2017 07:16
Þetta vitum við um árásina í Stokkhólmi Lögregla handtók mann í gærkvöldi sem grunaður er um árásina. Sænskir fjölmiðlar segja að heimagerð sprengja hafi fundist í vörubílnum. 8. apríl 2017 10:00