Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, sá til þess að félagið myndi hagnast ef að Swansea myndi selja Gylfa Þór Sigurðsson. Swansea hefur nú samþykkt að selja Gylfa Þór til Everton.
Kaupverðið er samkvæmt heimildum Vísis um 40 milljónir punda auk frammistöðutengdra greiðsla. The Times greinir frá því að Tottenham fái tíu prósent af söluverðinu í sinn hlut, um fjórar milljónir punda eða 562 milljónir króna.
Eins og Vísir hefur greint frá þá fá FH og Breiðablik samtals 72 milljónir króna í sinn hlut en um uppeldisbætur er að ræða.
Sjá einnig: Breiðablik og FH fá 72 milljónir vegna sölu Gylfa
Reading fær 142,6 milljónir í sinn hlut af uppeldisbótum Gylfa og Hoffenheim 51,6 milljón.
Uppeldisbætur greiðast til þeirra félaga sem leikmaðurinn var hjá frá 12. til 23. aldursári. Gylfi fór til Tottenham 22 ára gamall sem fær því lítinn hluta uppeldisbótanna til sín, um 13,5 milljónir króna, en við bætast svo 562 milljónir hjá Tottenham vegna sölu Gylfa Þórs.
Tottenham hagnast á sölu Gylfa

Tengdar fréttir

Spilar í bláu allan ársins hring
Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag.

Breiðablik og FH fá 72 milljónir vegna sölu Gylfa
Uppeldisbætur koma sér vel fyrir íslensku félögin hans Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Everton og Swansea búin að semja um kaupverð: Gylfi í læknisskoðun í fyrramálið
Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga til liðs við Everton í ensku úrvalsdeildinni.